Arnar Gunnlaugs og Jóhannes Karl ræddu rauða spjaldið á Rashford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 10:30 Marcus Rashford brosti þegar Donatas Rumsas dómari gaf honum rauða spjaldið. AP/Liselotte Sabroe Manchester United tapaði 4-3 á móti FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni í gærkvöldi en liðið var 2-0 yfir og með góð tök á leiknum þegar Marcus Rashford fékk að líta rauða spjaldið eftir aðstoð myndbandsdómara. Meistaradeildarmessan ræddi þetta umdeilda rauða spjald en við það missti United liðið hausinn og alla stjórn á leiknum. Danirnir jöfnuðu fyrst í 2-2 og tryggðu sér sigurinn síðan með tveimur mörkum undir lokin. „Þetta rauða spjald á Rashford. Var þetta réttur dómur, Jóhannes Karl,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. „Ég held að það sé mjög erfitt að segja það en þegar þetta er skoðað hægt og skoðað aftur og aftur, þá stígur hann á hann og fylgir vel í gegn,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. „Rashford hefur verið sakaður um að vera ekki nógu duglegur varnarlega og nenna ekki að pressa. Þarna virðist hann vera vel agressífur í því en kannski aðeins of agressífur. Hann er aldrei að horfa á hann og hann er aldrei að reyna þetta,“ sagði Jóhannes Karl. „Hann er bara að reyna að stíga hann út, er bara óheppinn finnst mér og lendir á löppinni á honum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. „Þetta er óheppni og það er alveg rétt hjá Arnari. Ég get samt alveg skilið að dómarinn gefi rautt spjald fyrir þetta,“ sagði Jóhannes. „Mér finnst þetta merki um skilningsleysi hjá dómaranum að hafa gefið rautt spjald þarna,“ sagði Arnar. Messan fór líka yfir vítið sem var dæmt á Manchester United eftir aðra aðstoð frá myndbandsdómurum. Það má sjá umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmessan: Umræða um rauða spjaldið á Rashford Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Sport Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur Sjá meira
Meistaradeildarmessan ræddi þetta umdeilda rauða spjald en við það missti United liðið hausinn og alla stjórn á leiknum. Danirnir jöfnuðu fyrst í 2-2 og tryggðu sér sigurinn síðan með tveimur mörkum undir lokin. „Þetta rauða spjald á Rashford. Var þetta réttur dómur, Jóhannes Karl,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. „Ég held að það sé mjög erfitt að segja það en þegar þetta er skoðað hægt og skoðað aftur og aftur, þá stígur hann á hann og fylgir vel í gegn,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. „Rashford hefur verið sakaður um að vera ekki nógu duglegur varnarlega og nenna ekki að pressa. Þarna virðist hann vera vel agressífur í því en kannski aðeins of agressífur. Hann er aldrei að horfa á hann og hann er aldrei að reyna þetta,“ sagði Jóhannes Karl. „Hann er bara að reyna að stíga hann út, er bara óheppinn finnst mér og lendir á löppinni á honum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. „Þetta er óheppni og það er alveg rétt hjá Arnari. Ég get samt alveg skilið að dómarinn gefi rautt spjald fyrir þetta,“ sagði Jóhannes. „Mér finnst þetta merki um skilningsleysi hjá dómaranum að hafa gefið rautt spjald þarna,“ sagði Arnar. Messan fór líka yfir vítið sem var dæmt á Manchester United eftir aðra aðstoð frá myndbandsdómurum. Það má sjá umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmessan: Umræða um rauða spjaldið á Rashford
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Sport Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur Sjá meira