Náðu saman með ályktun um vopnahlé Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2023 14:06 Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Vísir/Vilhelm Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar staðfestir að samkomulag hafi náðst á fundinum í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru allir fundarmenn samþykkir tillögunni en fulltrúi Miðflokksins var ekki viðstaddur fundinn. Píratar, ásamt tveimur þingmönnum Vinstri grænna og þingflokki Samfylkingarinnar, höfðu lagt fram þingsályktun um málið og Viðreisn hafði lagt fram aðra tillögu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir í færslu á Facebook að flokkurinn muni falla frá þingsályktunartillögu sinni til að ná sem breiðastri samstöðu um málið. Hún reiknar með að tillagan verði rædd á þinginu á morgun. Fjallað var um deilur um afstöðu Íslands í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Þar sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra að enginn ágreiningur væri innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands. Meirihluti Íslendinga óánægður Sjö af hverjum tíu Íslendingum eru ósáttir við hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu í atkvæðagreiðslunni um þingsályktunartillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasaströndinni. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Konur eru mun óánægðari en karlar. Þá er mestur stuðningur við ákvörðun Íslands hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslunni líkt og Danir, Svíar og Finnar. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu þar á meðal Ísland, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 þjóðir, þar á meðal Bandaríkin, kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Á dagskrá þingsins á morgun Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis þakkaði nefndarmönnum kærlega fyrir samstarfið við upphaf þingfundar sem hófst klukkan 15 undir liðnum störf þingsins. „Ég vil þakka háttvirtri utanríkismálanefnd kærlega fyrir samstarfið. Ég tek undir með háttvirtum þingmanni Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur varðandi það hversu mikilvægt það er að þessi málamiðlun hafi náðst um þessi mikilvægu skilaboð frá Alþingi Íslendinga. Tillagan, málamiðlunin, byggir efnislega á ályktun Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna með breytingatillögu Kanada. Það er mikilvægt að Alþingi geti náð saman, allir flokkar þar, um eins erfitt og viðkvæmt mál og um ræðir. Ég hef samkvæmt samtali við hæstvirtan forseta vilyrði fyrir því að málið komist á dagskrá á morgun ef Alþingi samþykkir.“ Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Ísraelskur fáni í Ráðhúsi Kaupmannahafnar umdeildur Fólki sem átti leið hjá ráðhúsi Kaupmannahafnar í morgun sagðist hafa brugðið við að sjá ísraelskan fána hanga í glugga ráðhússins sem vísar út á H.C Andersensbreiðgötuna, eina mest förnu götu Kaupmannahafnar. 8. nóvember 2023 12:07 G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58 Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. 8. nóvember 2023 08:01 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar staðfestir að samkomulag hafi náðst á fundinum í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru allir fundarmenn samþykkir tillögunni en fulltrúi Miðflokksins var ekki viðstaddur fundinn. Píratar, ásamt tveimur þingmönnum Vinstri grænna og þingflokki Samfylkingarinnar, höfðu lagt fram þingsályktun um málið og Viðreisn hafði lagt fram aðra tillögu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir í færslu á Facebook að flokkurinn muni falla frá þingsályktunartillögu sinni til að ná sem breiðastri samstöðu um málið. Hún reiknar með að tillagan verði rædd á þinginu á morgun. Fjallað var um deilur um afstöðu Íslands í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Þar sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra að enginn ágreiningur væri innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands. Meirihluti Íslendinga óánægður Sjö af hverjum tíu Íslendingum eru ósáttir við hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu í atkvæðagreiðslunni um þingsályktunartillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasaströndinni. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Konur eru mun óánægðari en karlar. Þá er mestur stuðningur við ákvörðun Íslands hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslunni líkt og Danir, Svíar og Finnar. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu þar á meðal Ísland, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 þjóðir, þar á meðal Bandaríkin, kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Á dagskrá þingsins á morgun Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis þakkaði nefndarmönnum kærlega fyrir samstarfið við upphaf þingfundar sem hófst klukkan 15 undir liðnum störf þingsins. „Ég vil þakka háttvirtri utanríkismálanefnd kærlega fyrir samstarfið. Ég tek undir með háttvirtum þingmanni Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur varðandi það hversu mikilvægt það er að þessi málamiðlun hafi náðst um þessi mikilvægu skilaboð frá Alþingi Íslendinga. Tillagan, málamiðlunin, byggir efnislega á ályktun Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna með breytingatillögu Kanada. Það er mikilvægt að Alþingi geti náð saman, allir flokkar þar, um eins erfitt og viðkvæmt mál og um ræðir. Ég hef samkvæmt samtali við hæstvirtan forseta vilyrði fyrir því að málið komist á dagskrá á morgun ef Alþingi samþykkir.“
Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Ísraelskur fáni í Ráðhúsi Kaupmannahafnar umdeildur Fólki sem átti leið hjá ráðhúsi Kaupmannahafnar í morgun sagðist hafa brugðið við að sjá ísraelskan fána hanga í glugga ráðhússins sem vísar út á H.C Andersensbreiðgötuna, eina mest förnu götu Kaupmannahafnar. 8. nóvember 2023 12:07 G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58 Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. 8. nóvember 2023 08:01 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Ísraelskur fáni í Ráðhúsi Kaupmannahafnar umdeildur Fólki sem átti leið hjá ráðhúsi Kaupmannahafnar í morgun sagðist hafa brugðið við að sjá ísraelskan fána hanga í glugga ráðhússins sem vísar út á H.C Andersensbreiðgötuna, eina mest förnu götu Kaupmannahafnar. 8. nóvember 2023 12:07
G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58
Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. 8. nóvember 2023 08:01