Sá fyrsti á fimmtugsaldri til að skora í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2023 09:10 Pepe fagnar sögulegu marki sínu í gærkvöldi. Getty/Jose Manuel Alvarez Portúgalinn Pepe setti nýtt met i Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hann skoraði seinna markið í 2-0 sigri Porto á Royal Antwerpen. Pepe varð þar með elsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar og hann varð líka um leið sá fyrsti á fimmtugsaldri sem nær að skora í deildinni. Pepe var í gær 40 ára og 254 daga gamall og hann bætti því gamla metið um meira en tvö ár. HISTORY FOR PEPE!He became the oldest goalscorer (40 years, 256 days) in Champions League history when he doubled the lead for Porto against Antwerp He's also the oldest outfield player to start in a UCL match pic.twitter.com/2B8CuICVWF— ESPN FC (@ESPNFC) November 7, 2023 Francesco Totti átti áður metið en hann var 38 ára og 59 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Roma á móti CSKA Moskvu í nóvember 2014 eða fyrir tæpum níu árum síðan. Þar áður var methafinn Ryan Giggs sem var 37 ára og 290 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Manchester United á móti Benfica í september 2011. Olivier Giroud komst líka inn á topp átta í gærkvöldi þegar hann tryggði AC Milan 2-1 sigur á Paris Saint-Germain en Frakkinn var í gær 37 ára og 38 daga gamall. Pepe átti þegar metið yfir að vera elsti útileikmaðurinn í sögu keppninnar. Hann bætti það met í síðasta leik á móti Royal Antwerpen 25. október síðastliðinn. Pepe hefur spilað með Porto frá árinu 2019 en þegar hann lék með Real Madrid frá 2007 til 2017 þá vann hann Meistaradeildina þrisvar sinnum. Makrið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr leik Porto og Antwerpen Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira
Pepe varð þar með elsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar og hann varð líka um leið sá fyrsti á fimmtugsaldri sem nær að skora í deildinni. Pepe var í gær 40 ára og 254 daga gamall og hann bætti því gamla metið um meira en tvö ár. HISTORY FOR PEPE!He became the oldest goalscorer (40 years, 256 days) in Champions League history when he doubled the lead for Porto against Antwerp He's also the oldest outfield player to start in a UCL match pic.twitter.com/2B8CuICVWF— ESPN FC (@ESPNFC) November 7, 2023 Francesco Totti átti áður metið en hann var 38 ára og 59 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Roma á móti CSKA Moskvu í nóvember 2014 eða fyrir tæpum níu árum síðan. Þar áður var methafinn Ryan Giggs sem var 37 ára og 290 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Manchester United á móti Benfica í september 2011. Olivier Giroud komst líka inn á topp átta í gærkvöldi þegar hann tryggði AC Milan 2-1 sigur á Paris Saint-Germain en Frakkinn var í gær 37 ára og 38 daga gamall. Pepe átti þegar metið yfir að vera elsti útileikmaðurinn í sögu keppninnar. Hann bætti það met í síðasta leik á móti Royal Antwerpen 25. október síðastliðinn. Pepe hefur spilað með Porto frá árinu 2019 en þegar hann lék með Real Madrid frá 2007 til 2017 þá vann hann Meistaradeildina þrisvar sinnum. Makrið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr leik Porto og Antwerpen
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira