Sá fyrsti á fimmtugsaldri til að skora í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2023 09:10 Pepe fagnar sögulegu marki sínu í gærkvöldi. Getty/Jose Manuel Alvarez Portúgalinn Pepe setti nýtt met i Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hann skoraði seinna markið í 2-0 sigri Porto á Royal Antwerpen. Pepe varð þar með elsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar og hann varð líka um leið sá fyrsti á fimmtugsaldri sem nær að skora í deildinni. Pepe var í gær 40 ára og 254 daga gamall og hann bætti því gamla metið um meira en tvö ár. HISTORY FOR PEPE!He became the oldest goalscorer (40 years, 256 days) in Champions League history when he doubled the lead for Porto against Antwerp He's also the oldest outfield player to start in a UCL match pic.twitter.com/2B8CuICVWF— ESPN FC (@ESPNFC) November 7, 2023 Francesco Totti átti áður metið en hann var 38 ára og 59 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Roma á móti CSKA Moskvu í nóvember 2014 eða fyrir tæpum níu árum síðan. Þar áður var methafinn Ryan Giggs sem var 37 ára og 290 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Manchester United á móti Benfica í september 2011. Olivier Giroud komst líka inn á topp átta í gærkvöldi þegar hann tryggði AC Milan 2-1 sigur á Paris Saint-Germain en Frakkinn var í gær 37 ára og 38 daga gamall. Pepe átti þegar metið yfir að vera elsti útileikmaðurinn í sögu keppninnar. Hann bætti það met í síðasta leik á móti Royal Antwerpen 25. október síðastliðinn. Pepe hefur spilað með Porto frá árinu 2019 en þegar hann lék með Real Madrid frá 2007 til 2017 þá vann hann Meistaradeildina þrisvar sinnum. Makrið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr leik Porto og Antwerpen Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Pepe varð þar með elsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar og hann varð líka um leið sá fyrsti á fimmtugsaldri sem nær að skora í deildinni. Pepe var í gær 40 ára og 254 daga gamall og hann bætti því gamla metið um meira en tvö ár. HISTORY FOR PEPE!He became the oldest goalscorer (40 years, 256 days) in Champions League history when he doubled the lead for Porto against Antwerp He's also the oldest outfield player to start in a UCL match pic.twitter.com/2B8CuICVWF— ESPN FC (@ESPNFC) November 7, 2023 Francesco Totti átti áður metið en hann var 38 ára og 59 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Roma á móti CSKA Moskvu í nóvember 2014 eða fyrir tæpum níu árum síðan. Þar áður var methafinn Ryan Giggs sem var 37 ára og 290 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Manchester United á móti Benfica í september 2011. Olivier Giroud komst líka inn á topp átta í gærkvöldi þegar hann tryggði AC Milan 2-1 sigur á Paris Saint-Germain en Frakkinn var í gær 37 ára og 38 daga gamall. Pepe átti þegar metið yfir að vera elsti útileikmaðurinn í sögu keppninnar. Hann bætti það met í síðasta leik á móti Royal Antwerpen 25. október síðastliðinn. Pepe hefur spilað með Porto frá árinu 2019 en þegar hann lék með Real Madrid frá 2007 til 2017 þá vann hann Meistaradeildina þrisvar sinnum. Makrið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr leik Porto og Antwerpen
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira