Hinn sextán ára Viktor er sonur Arnars Þórs Viðarssonar, fyrrverandi landsliðsmanns og landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta. Móðir hans, Bracke Saskia, er belgísk og Viktor hefur búið þar í landi alla sína ævi.
Viktor hefur leikið tvo leiki fyrir belgíska U-17 ára landsliðið og var valinn í það fyrir leiki gegn Gíbraltar, Wales og Ísrael.
[U17 ]
— Prospect Belgium (@ProspectBelgium) November 6, 2023
La sélection U17 pour le premier tour qualificatif à l Euro !
Jorthy Mokio est l unique 2008 de la sélection !
pic.twitter.com/rwMRqjmBIo
Viktor, sem spilar sem miðjumaður, er uppalinn hjá Lokeren en gekk í raðir Gent fyrir þremur árum. Faðir hans þjálfar nú unglingalið Gent.