Tárin runnu þegar Ari Freyr kvaddi eftir dramatískt kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2023 10:31 Ari Freyr Skúlason er tilfinningavera eins og hann hefur sýnt áður. Þetta var mjög dramatísk stund fyrir hann í gærkvöld. Getty/Michael Regan Íslenski knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í gærkvöldi síðasta heimaleikinn sinn með sænska félaginu Norrköping en hann hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir tímabilið. Lokaleikur Ara á Östgötaporten, heimavelli Norrköping, bætist örugglega í hóp með þeim eftirminnilegri á ferli Ara. Norrköping vann þá dramatískan 4-3 sigur á Varberg. Norrköping lenti 3-0 undir í leiknum og var 2-0 undir þegar Ari Freyr kom inn á sem varamaður í hálfleik. Norrköping liðinu tókst aftur á móti að skora fjögur mörk á síðustu 25 mínútum leiksins og tryggja sér sigur. Landar Ara áttu líka þátt í því að öll þrjú stigin komu í höfn en Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn í 2-3 á 70. mínútu, Ísak Andri Sigurgeirsson jafnaði metin í 3-3 á 83. mínútu og Ísak lagði líka upp sigurmarkið fyrir Maic Sema á sjöttu mínútu í uppbótatíma. Maic Sema hafði einmitt komið inn á í hálfleik alveg eins og Ari Freyr. Ari átti erfitt með sig í leikslok þegar hann þakkaði stuðningsmönnum Norrköping fyrir stuðninginn. Það mátti ská tárin renna hjá Ara eins og sést vel á myndbandinu á miðlum félagsins sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. Ari var í stóru hlutverki í gullkynslóð íslenska landsliðsins sem fór bæði á EM og HM. Hann lék alls 83 A-landsleiki fyrir Ísland og alls 108 leiki fyrir öll íslensku landsliðin. Hann hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð, Belgíu og svo aftur Svíþjóð undanfarin sautján ár. Ari kom til Norrköping árið 2021 og lék þar síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Ari Freyr mun nú reyna fyrir sér sem þjálfari hjá Norrköping en hann verður svokallaður „transitional“ þjálfari og á með því að hjálpa ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliðinu. Ari Freyr Skulason med tårar i ögonen efter att han tackats av av hemmapubliken pic.twitter.com/Nv0L3WmK1S— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 6, 2023 Sænski boltinn Tengdar fréttir Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. 6. nóvember 2023 07:01 Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. 5. nóvember 2023 08:00 Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 2. nóvember 2023 19:02 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Lokaleikur Ara á Östgötaporten, heimavelli Norrköping, bætist örugglega í hóp með þeim eftirminnilegri á ferli Ara. Norrköping vann þá dramatískan 4-3 sigur á Varberg. Norrköping lenti 3-0 undir í leiknum og var 2-0 undir þegar Ari Freyr kom inn á sem varamaður í hálfleik. Norrköping liðinu tókst aftur á móti að skora fjögur mörk á síðustu 25 mínútum leiksins og tryggja sér sigur. Landar Ara áttu líka þátt í því að öll þrjú stigin komu í höfn en Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn í 2-3 á 70. mínútu, Ísak Andri Sigurgeirsson jafnaði metin í 3-3 á 83. mínútu og Ísak lagði líka upp sigurmarkið fyrir Maic Sema á sjöttu mínútu í uppbótatíma. Maic Sema hafði einmitt komið inn á í hálfleik alveg eins og Ari Freyr. Ari átti erfitt með sig í leikslok þegar hann þakkaði stuðningsmönnum Norrköping fyrir stuðninginn. Það mátti ská tárin renna hjá Ara eins og sést vel á myndbandinu á miðlum félagsins sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. Ari var í stóru hlutverki í gullkynslóð íslenska landsliðsins sem fór bæði á EM og HM. Hann lék alls 83 A-landsleiki fyrir Ísland og alls 108 leiki fyrir öll íslensku landsliðin. Hann hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð, Belgíu og svo aftur Svíþjóð undanfarin sautján ár. Ari kom til Norrköping árið 2021 og lék þar síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Ari Freyr mun nú reyna fyrir sér sem þjálfari hjá Norrköping en hann verður svokallaður „transitional“ þjálfari og á með því að hjálpa ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliðinu. Ari Freyr Skulason med tårar i ögonen efter att han tackats av av hemmapubliken pic.twitter.com/Nv0L3WmK1S— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 6, 2023
Sænski boltinn Tengdar fréttir Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. 6. nóvember 2023 07:01 Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. 5. nóvember 2023 08:00 Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 2. nóvember 2023 19:02 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. 6. nóvember 2023 07:01
Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. 5. nóvember 2023 08:00
Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 2. nóvember 2023 19:02