Búast má við rigningu eða slyddu og snjókomu til fjalla, einkum um landið norðaustanvert. Á landinu verður hiti væntanlega á bilinu núll til átta stig, mildast syðst.
Á morgun gengur veðrið niður, með norðaustan 8 til 13 metrum á sekúndu síðdegis, og éljum á Norður- og Austurlandi. Bjart verður sunnan- og vestanlands, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á mánudag:
Norðaustan 8-15 m/s, en hægari síðdegis. Rigning eða slydda og snjókoma til fjalla, einkum um landið norðaustanvert, en yfirleitt þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 0 til 5 stig.
Á þriðjudag:
Austlæg átt 5-10 en 10-15 syðst. Bjart veður vestanlands, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti kringum frostmark.
Á miðvikudag:
Norðaustanátt og rigning með köflum, en yfirleitt þurrt á vestanverðu landinu. Hiti víða 2 til 7 stig.
Á fimmtudag:
Norðaustanátt og dálítil él, en léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Heldur kólnandi.
Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt og sums staðar dálítil rigning, hiti 0 til 5 stig. Þurrt og bjart austantil og frost 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Sunnanátt og lítilsháttar væta, en þurrt að kalla á austanverðu landinu.