Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. nóvember 2023 08:00 Ari Freyr Skúlason mun leggja skóna á hilluna eftir tæpar tvær vikur þegar tímabilinu í Svíþjóð lýkur. Twitter-síða IFK Norrköping. Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. Ari leikur með Norrköping í Svíþjóð en liðið á tvo leiki eftir á leiktíðinni. Hann segir að ákvörðunin að hætta hafi verið unnin í samstarfi við félagið og hafi legið fyrir um hríð. Hann verður áfram hjá Norrköping sem svokallaður transition coach sem vinnur að því að brúa bilið milli unglingaliða og meistaraflokks og hjálpa ungum leikmönnum að taka skrefið upp í aðalliðið. „Þeir byrjuðu að tala við mig í lok maí. Við vorum með útlendingakvóta og ég var ekki nógu ánægður með það þegar gamli kallinn var settur út í horn fyrir þá ungu. Mér fannst það mjög leiðinlegt og pirrandi að þeir hafi sett sig í þessa stöðu að vera með of marga útlendinga,“ „Þá byrjuðum við að reyna að finna út úr því hvað væri best að gera og þá byrjaði þetta að malla. Bæði til þess að skapa pláss fyrir unga og efnilega, kannski Íslendinga, og þá að ég yrði þessi tengiliður líka,“ segir Ari Freyr. Ekki inni í myndinni að koma heim Ari var orðaður við endurkomu heim í Val en segist ekki hafa viljað flytja með fjölskyldunni eina ferðina enn, eftir að hafa leikið víða um álfuna undanfarin ár. „Á maður að fara að rífa þau upp eina ferðina enn? Þar sem við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna krakkarnir eru í skóla og íþróttum með fullt af vinum. Kostirnir voru annað hvort að fara í Superettuna [næst efstu deild í Svíþjóð] eða að flytja heim,“ „Eins og staðan er í dag spyr maður sig hvers virði það er að koma heim. Að spila þá eitt eða kannski tvö ár ef maður er heppinn og þurfa að byrja allt upp á nýtt. Svo veit maður aldrei hvað gerist, maður getur komið heim og verið ömurlegur eða meiðst eða eitthvað svoleiðis. Maður veit aldrei, sérstaklega þegar maður er kominn á þennan aldur,“ segir Ari Freyr. Verður erfitt að kveðja leikmannaferilinn Þrátt fyrir að Ari sé sáttur við ákvörðun sína segir hann þó afar erfitt skref að enda leikmannaferilinn. „Já, þetta er það, gríðarlega. Ég flutti þarna út 2003 í fyrsta skipti og er í raun búinn að lifa af fótboltanum síðan þá. Maður vissi alltaf að þetta væri að fara að enda en þegar fyrsta samtalið kom þarna í júní var eins og einhver hefði kýlt mig í framan. Blákaldur veruleikinn,“ „En núna hefur maður haft marga mánuði til að hugsa þetta, hvernig maður vill hafa þetta og er búinn að segja fjölskyldunni frá því að þetta sé að fara að gerast. Ég hef alveg haft tíma en ég býst við því að þessir síðustu tveir leikir og síðustu æfingar verði ekki auðveldir fyrir mig,“ segir Ari Freyr. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti úr viðtalinu verður birtur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Sænski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Ari leikur með Norrköping í Svíþjóð en liðið á tvo leiki eftir á leiktíðinni. Hann segir að ákvörðunin að hætta hafi verið unnin í samstarfi við félagið og hafi legið fyrir um hríð. Hann verður áfram hjá Norrköping sem svokallaður transition coach sem vinnur að því að brúa bilið milli unglingaliða og meistaraflokks og hjálpa ungum leikmönnum að taka skrefið upp í aðalliðið. „Þeir byrjuðu að tala við mig í lok maí. Við vorum með útlendingakvóta og ég var ekki nógu ánægður með það þegar gamli kallinn var settur út í horn fyrir þá ungu. Mér fannst það mjög leiðinlegt og pirrandi að þeir hafi sett sig í þessa stöðu að vera með of marga útlendinga,“ „Þá byrjuðum við að reyna að finna út úr því hvað væri best að gera og þá byrjaði þetta að malla. Bæði til þess að skapa pláss fyrir unga og efnilega, kannski Íslendinga, og þá að ég yrði þessi tengiliður líka,“ segir Ari Freyr. Ekki inni í myndinni að koma heim Ari var orðaður við endurkomu heim í Val en segist ekki hafa viljað flytja með fjölskyldunni eina ferðina enn, eftir að hafa leikið víða um álfuna undanfarin ár. „Á maður að fara að rífa þau upp eina ferðina enn? Þar sem við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna krakkarnir eru í skóla og íþróttum með fullt af vinum. Kostirnir voru annað hvort að fara í Superettuna [næst efstu deild í Svíþjóð] eða að flytja heim,“ „Eins og staðan er í dag spyr maður sig hvers virði það er að koma heim. Að spila þá eitt eða kannski tvö ár ef maður er heppinn og þurfa að byrja allt upp á nýtt. Svo veit maður aldrei hvað gerist, maður getur komið heim og verið ömurlegur eða meiðst eða eitthvað svoleiðis. Maður veit aldrei, sérstaklega þegar maður er kominn á þennan aldur,“ segir Ari Freyr. Verður erfitt að kveðja leikmannaferilinn Þrátt fyrir að Ari sé sáttur við ákvörðun sína segir hann þó afar erfitt skref að enda leikmannaferilinn. „Já, þetta er það, gríðarlega. Ég flutti þarna út 2003 í fyrsta skipti og er í raun búinn að lifa af fótboltanum síðan þá. Maður vissi alltaf að þetta væri að fara að enda en þegar fyrsta samtalið kom þarna í júní var eins og einhver hefði kýlt mig í framan. Blákaldur veruleikinn,“ „En núna hefur maður haft marga mánuði til að hugsa þetta, hvernig maður vill hafa þetta og er búinn að segja fjölskyldunni frá því að þetta sé að fara að gerast. Ég hef alveg haft tíma en ég býst við því að þessir síðustu tveir leikir og síðustu æfingar verði ekki auðveldir fyrir mig,“ segir Ari Freyr. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti úr viðtalinu verður birtur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Sænski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira