Neitar að hafa beðist afsökunar og Mainz skilur ekkert Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 20:31 El Ghazi í leik með Mainz. Vísir/Getty Deila Anwar El Ghazi og þýska úrvalsdeildarliðsins Mainz virðist aftur vera komið í hnút. El Ghazi var á dögunum settur í agabann hjá félaginu vegna innleggs hans á samfélagsmiðlum um átökin á Gaza. Anwar El Ghazi er leikmaður þýska liðsins Mainz og á dögunum var hann settur í agabann í kjölfar færslu á Instagram þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínumenn. Forráðamenn Mainz sögðu færsluna ekki vera í anda þess sem félagið stendur fyrir en sagðist samt sem áður bera virðingu fyrir því að mörg sjónarmið væru uppi varðandi flókið ástand í Mið-Austurlöndum. Orðrómur komst á kreik að samningi El Ghazi hjá Mainz hefði verið sagt upp en félagið þvertók fyrir það og sagði að hann myndi snúa aftur að loknu agabanni. Þá birti félagið yfirlýsingu þar sem það sagði El Ghazi hafa beðist afsökunar á ummælunum og að hann sæi eftir þeim. „Í fjölmörgum samtölum við stjórn félagsins hefur El Ghazi dregið í land hvað varðar færslu hans á Instagram sem hann fjærlægði skömmu eftir birtingu. Hann sér eftir birtingunni og þeim neikvæðu áhrifum sem hún hafði, ekki síst á félagið,“ sagði í yfirlýsingu Mainz síðan í fyrradag. Í dag birti El Ghazi langa yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann segir að afstaða hans sé óbreytt. Þá sagði hann að yfirlýsing hans frá 27. október væri það eina sem hann hefði gefið út um málið, bæði til félags síns og almennings. pic.twitter.com/hmimZNMdjc— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) October 27, 2023 „Ég er á móti stríði og ofbeldi. Ég er á móti því að saklausir borgarar séu drepnir. Ég er á móti öllum tegundum mismununar. Ég er á móti íslamafóbíu. Ég er á móti gyðingahatri. Ég er á móti þjóðarmorði. Ég er á móti aðskilnaðarstefnu. Ég er á móti landnámi. Ég er á móti kúgun,“ skrifar El Ghazi í yfirlýsingu fyrr í dag og segist ekki sjá eftir birtingu upphaflegu ummælanna á neinn hátt. „Ég dró ekki í land varðandi það sem ég sagði upphaflega. Í dag og þar til ég dreg minn síðasta andardrátt mun ég standa með mannkyninu og þeim sem eru kúgaðir,“ og bætti við að hann bæri ekki ábyrgð gagnvart neinu sérstöku ríki og sagði ekkert ríki hafið yfir alþjóðalög. pic.twitter.com/VOPqfhD19Q— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) November 1, 2023 Félag hans Mainz var ekki lengi að bregðast við. Í yfirlýsingu þess segir að félagið skilji ekki yfirlýsingu El Ghazi og sé undarandi á henni. Félagið sagði fyrstu færslu hans hafa verið óásættanlega en sagði hann jafnframt hafa séð eftir orðum sínum. El Ghazi æfði ekki með Mainz á mánudag vegna veikinda. Félag segist ætla að kanna lagalegan rétt sinn í málinu sem virðist hvergi nærri lokið. Statement des 1. FSV Mainz 05 zum Post von Anwar El Ghazi.#mainz05 pic.twitter.com/Qkz62mlN6i— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 1, 2023 Þýski boltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira
Anwar El Ghazi er leikmaður þýska liðsins Mainz og á dögunum var hann settur í agabann í kjölfar færslu á Instagram þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínumenn. Forráðamenn Mainz sögðu færsluna ekki vera í anda þess sem félagið stendur fyrir en sagðist samt sem áður bera virðingu fyrir því að mörg sjónarmið væru uppi varðandi flókið ástand í Mið-Austurlöndum. Orðrómur komst á kreik að samningi El Ghazi hjá Mainz hefði verið sagt upp en félagið þvertók fyrir það og sagði að hann myndi snúa aftur að loknu agabanni. Þá birti félagið yfirlýsingu þar sem það sagði El Ghazi hafa beðist afsökunar á ummælunum og að hann sæi eftir þeim. „Í fjölmörgum samtölum við stjórn félagsins hefur El Ghazi dregið í land hvað varðar færslu hans á Instagram sem hann fjærlægði skömmu eftir birtingu. Hann sér eftir birtingunni og þeim neikvæðu áhrifum sem hún hafði, ekki síst á félagið,“ sagði í yfirlýsingu Mainz síðan í fyrradag. Í dag birti El Ghazi langa yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann segir að afstaða hans sé óbreytt. Þá sagði hann að yfirlýsing hans frá 27. október væri það eina sem hann hefði gefið út um málið, bæði til félags síns og almennings. pic.twitter.com/hmimZNMdjc— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) October 27, 2023 „Ég er á móti stríði og ofbeldi. Ég er á móti því að saklausir borgarar séu drepnir. Ég er á móti öllum tegundum mismununar. Ég er á móti íslamafóbíu. Ég er á móti gyðingahatri. Ég er á móti þjóðarmorði. Ég er á móti aðskilnaðarstefnu. Ég er á móti landnámi. Ég er á móti kúgun,“ skrifar El Ghazi í yfirlýsingu fyrr í dag og segist ekki sjá eftir birtingu upphaflegu ummælanna á neinn hátt. „Ég dró ekki í land varðandi það sem ég sagði upphaflega. Í dag og þar til ég dreg minn síðasta andardrátt mun ég standa með mannkyninu og þeim sem eru kúgaðir,“ og bætti við að hann bæri ekki ábyrgð gagnvart neinu sérstöku ríki og sagði ekkert ríki hafið yfir alþjóðalög. pic.twitter.com/VOPqfhD19Q— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) November 1, 2023 Félag hans Mainz var ekki lengi að bregðast við. Í yfirlýsingu þess segir að félagið skilji ekki yfirlýsingu El Ghazi og sé undarandi á henni. Félagið sagði fyrstu færslu hans hafa verið óásættanlega en sagði hann jafnframt hafa séð eftir orðum sínum. El Ghazi æfði ekki með Mainz á mánudag vegna veikinda. Félag segist ætla að kanna lagalegan rétt sinn í málinu sem virðist hvergi nærri lokið. Statement des 1. FSV Mainz 05 zum Post von Anwar El Ghazi.#mainz05 pic.twitter.com/Qkz62mlN6i— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 1, 2023
Þýski boltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira