Fundinn sekur um rasisma gagnvart Rio Ferdinand á leik United Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 17:46 Rio Ferdinand að störfum á leik í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Getty Stuðningsmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni hefur verið fundinn sekur um rasisma gagnvart Rio Ferdinad þegar sá síðarnefndi var við störf fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport. Kviðdómur við krúnudómstólinn í Wolverhampton var einróma í afstöðu sinni gagnvart Jamie Arnold, þrjátíu og tveggja ára stuðningsmanni Wolves. Arnold var fundinn sekur um að hafa viðhaft rasískt látbragð gagnvart Ferdinand sem og ummæli af rasískum toga. Ferdinand var við störf fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport á leik Wolves og Manchester United þann 21. maí 2021. Leikurinn var sá fyrsti þar sem áhorfendur voru leyfðir eftir takmarkanir vegna kórónuveirunnar. Ferdinand fagnaði þá marki United í leiknum og svaraði Arnold með því að beina rasísku látbragði í átt að Ferdinand og í kjölfarið nota orð af sama meiði. Ferdinand sjálfur hvorki heyrði né sá það sem átti sér stað en var bent á hvað hefði gerst. Fyrir rétti sagði Ferdinand að hann hefði bæði orðið hissa og komist í uppnám þegar honum var sagt frá atvikinu. „Ég vissi um leið og ég gerði þetta“ Fimm einstaklingar báru vitni fyrir réttinum og þá var einnig hægt að sjá athæfi Arnold á öryggismyndavélum á vellinum. Þar sást Arnold gera sömu hreyfingu á nýjan leik en fyrir rétti sagðist hann þá hafa verið að sýna föður sínum hvað hann hafði gert. Á myndavél lögreglumanns sem handtók Arnold mátti heyra hann segja „Ég vissi um leið og ég gerði þetta, ég var algjör...,“ en lokaorð setningarinnar eru ekki birt í frétt Skysports um málið. I ve been involved in a Court case at Wolverhampton since MAY 2021, today the guy who racially abused me has been found GUILTY & will now have to face consequences for his actions.Racism will only be eradicated when we all work together as a society!The prosecution wouldn t pic.twitter.com/mzgXrFYXYg— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 1, 2023 Ákvörðun refsingar Arnold hefur verið frestað þar til í næsta mánuði á meðan beðið er skýrslu frá skilorðsnefnd en hann á að mæta aftur fyrir rétt þann 8. desember næstkomandi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi. „Herra Arnold viðhafði viðbjóðslega rasíska tilburði gagnvart fórnarlambi sem var bara að vinna vinnuna sína. Ég vil þakka starfsmönnum vallarins sem voru fljót að bera kennsl á og fjarlægja Arnold af vellinum á leikdegi. Þá vil ég líka þakka Herra Ferdinand og vitnum sem voru fljót að stíga fram og hjálpuðu okkur að leggja fram pottþétt dómsmál.“ sagði Alistair Redford aðalsaksóknari í málinu. Kynþáttafordómar Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sjá meira
Kviðdómur við krúnudómstólinn í Wolverhampton var einróma í afstöðu sinni gagnvart Jamie Arnold, þrjátíu og tveggja ára stuðningsmanni Wolves. Arnold var fundinn sekur um að hafa viðhaft rasískt látbragð gagnvart Ferdinand sem og ummæli af rasískum toga. Ferdinand var við störf fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport á leik Wolves og Manchester United þann 21. maí 2021. Leikurinn var sá fyrsti þar sem áhorfendur voru leyfðir eftir takmarkanir vegna kórónuveirunnar. Ferdinand fagnaði þá marki United í leiknum og svaraði Arnold með því að beina rasísku látbragði í átt að Ferdinand og í kjölfarið nota orð af sama meiði. Ferdinand sjálfur hvorki heyrði né sá það sem átti sér stað en var bent á hvað hefði gerst. Fyrir rétti sagði Ferdinand að hann hefði bæði orðið hissa og komist í uppnám þegar honum var sagt frá atvikinu. „Ég vissi um leið og ég gerði þetta“ Fimm einstaklingar báru vitni fyrir réttinum og þá var einnig hægt að sjá athæfi Arnold á öryggismyndavélum á vellinum. Þar sást Arnold gera sömu hreyfingu á nýjan leik en fyrir rétti sagðist hann þá hafa verið að sýna föður sínum hvað hann hafði gert. Á myndavél lögreglumanns sem handtók Arnold mátti heyra hann segja „Ég vissi um leið og ég gerði þetta, ég var algjör...,“ en lokaorð setningarinnar eru ekki birt í frétt Skysports um málið. I ve been involved in a Court case at Wolverhampton since MAY 2021, today the guy who racially abused me has been found GUILTY & will now have to face consequences for his actions.Racism will only be eradicated when we all work together as a society!The prosecution wouldn t pic.twitter.com/mzgXrFYXYg— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 1, 2023 Ákvörðun refsingar Arnold hefur verið frestað þar til í næsta mánuði á meðan beðið er skýrslu frá skilorðsnefnd en hann á að mæta aftur fyrir rétt þann 8. desember næstkomandi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi. „Herra Arnold viðhafði viðbjóðslega rasíska tilburði gagnvart fórnarlambi sem var bara að vinna vinnuna sína. Ég vil þakka starfsmönnum vallarins sem voru fljót að bera kennsl á og fjarlægja Arnold af vellinum á leikdegi. Þá vil ég líka þakka Herra Ferdinand og vitnum sem voru fljót að stíga fram og hjálpuðu okkur að leggja fram pottþétt dómsmál.“ sagði Alistair Redford aðalsaksóknari í málinu.
Kynþáttafordómar Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sjá meira