Fundinn sekur um rasisma gagnvart Rio Ferdinand á leik United Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 17:46 Rio Ferdinand að störfum á leik í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Getty Stuðningsmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni hefur verið fundinn sekur um rasisma gagnvart Rio Ferdinad þegar sá síðarnefndi var við störf fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport. Kviðdómur við krúnudómstólinn í Wolverhampton var einróma í afstöðu sinni gagnvart Jamie Arnold, þrjátíu og tveggja ára stuðningsmanni Wolves. Arnold var fundinn sekur um að hafa viðhaft rasískt látbragð gagnvart Ferdinand sem og ummæli af rasískum toga. Ferdinand var við störf fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport á leik Wolves og Manchester United þann 21. maí 2021. Leikurinn var sá fyrsti þar sem áhorfendur voru leyfðir eftir takmarkanir vegna kórónuveirunnar. Ferdinand fagnaði þá marki United í leiknum og svaraði Arnold með því að beina rasísku látbragði í átt að Ferdinand og í kjölfarið nota orð af sama meiði. Ferdinand sjálfur hvorki heyrði né sá það sem átti sér stað en var bent á hvað hefði gerst. Fyrir rétti sagði Ferdinand að hann hefði bæði orðið hissa og komist í uppnám þegar honum var sagt frá atvikinu. „Ég vissi um leið og ég gerði þetta“ Fimm einstaklingar báru vitni fyrir réttinum og þá var einnig hægt að sjá athæfi Arnold á öryggismyndavélum á vellinum. Þar sást Arnold gera sömu hreyfingu á nýjan leik en fyrir rétti sagðist hann þá hafa verið að sýna föður sínum hvað hann hafði gert. Á myndavél lögreglumanns sem handtók Arnold mátti heyra hann segja „Ég vissi um leið og ég gerði þetta, ég var algjör...,“ en lokaorð setningarinnar eru ekki birt í frétt Skysports um málið. I ve been involved in a Court case at Wolverhampton since MAY 2021, today the guy who racially abused me has been found GUILTY & will now have to face consequences for his actions.Racism will only be eradicated when we all work together as a society!The prosecution wouldn t pic.twitter.com/mzgXrFYXYg— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 1, 2023 Ákvörðun refsingar Arnold hefur verið frestað þar til í næsta mánuði á meðan beðið er skýrslu frá skilorðsnefnd en hann á að mæta aftur fyrir rétt þann 8. desember næstkomandi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi. „Herra Arnold viðhafði viðbjóðslega rasíska tilburði gagnvart fórnarlambi sem var bara að vinna vinnuna sína. Ég vil þakka starfsmönnum vallarins sem voru fljót að bera kennsl á og fjarlægja Arnold af vellinum á leikdegi. Þá vil ég líka þakka Herra Ferdinand og vitnum sem voru fljót að stíga fram og hjálpuðu okkur að leggja fram pottþétt dómsmál.“ sagði Alistair Redford aðalsaksóknari í málinu. Kynþáttafordómar Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Kviðdómur við krúnudómstólinn í Wolverhampton var einróma í afstöðu sinni gagnvart Jamie Arnold, þrjátíu og tveggja ára stuðningsmanni Wolves. Arnold var fundinn sekur um að hafa viðhaft rasískt látbragð gagnvart Ferdinand sem og ummæli af rasískum toga. Ferdinand var við störf fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport á leik Wolves og Manchester United þann 21. maí 2021. Leikurinn var sá fyrsti þar sem áhorfendur voru leyfðir eftir takmarkanir vegna kórónuveirunnar. Ferdinand fagnaði þá marki United í leiknum og svaraði Arnold með því að beina rasísku látbragði í átt að Ferdinand og í kjölfarið nota orð af sama meiði. Ferdinand sjálfur hvorki heyrði né sá það sem átti sér stað en var bent á hvað hefði gerst. Fyrir rétti sagði Ferdinand að hann hefði bæði orðið hissa og komist í uppnám þegar honum var sagt frá atvikinu. „Ég vissi um leið og ég gerði þetta“ Fimm einstaklingar báru vitni fyrir réttinum og þá var einnig hægt að sjá athæfi Arnold á öryggismyndavélum á vellinum. Þar sást Arnold gera sömu hreyfingu á nýjan leik en fyrir rétti sagðist hann þá hafa verið að sýna föður sínum hvað hann hafði gert. Á myndavél lögreglumanns sem handtók Arnold mátti heyra hann segja „Ég vissi um leið og ég gerði þetta, ég var algjör...,“ en lokaorð setningarinnar eru ekki birt í frétt Skysports um málið. I ve been involved in a Court case at Wolverhampton since MAY 2021, today the guy who racially abused me has been found GUILTY & will now have to face consequences for his actions.Racism will only be eradicated when we all work together as a society!The prosecution wouldn t pic.twitter.com/mzgXrFYXYg— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 1, 2023 Ákvörðun refsingar Arnold hefur verið frestað þar til í næsta mánuði á meðan beðið er skýrslu frá skilorðsnefnd en hann á að mæta aftur fyrir rétt þann 8. desember næstkomandi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi. „Herra Arnold viðhafði viðbjóðslega rasíska tilburði gagnvart fórnarlambi sem var bara að vinna vinnuna sína. Ég vil þakka starfsmönnum vallarins sem voru fljót að bera kennsl á og fjarlægja Arnold af vellinum á leikdegi. Þá vil ég líka þakka Herra Ferdinand og vitnum sem voru fljót að stíga fram og hjálpuðu okkur að leggja fram pottþétt dómsmál.“ sagði Alistair Redford aðalsaksóknari í málinu.
Kynþáttafordómar Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti