Fótbolti

Sigur­mark á ögur­stundu og Girona tíma­bundið á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurmarkinu og toppsætinu fagnað.
Sigurmarkinu og toppsætinu fagnað. EPA-EFE/David Borrat

Girona er óvænt á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, þar sem liðið vann dramatískan 1-0 sigur á Celta Vigo í kvöld.

Fyrir leik dagsins var ljóst að með sigri yrði Girona eitt á toppnum í allavega nokkrar klukkustundir.

Real Madríd mætir Barcelona í hinum heimsfræga El Clásíco á morgun, laugardag, og getur náð toppsætinu þar sem liðið er þremur stigum á eftir Girona en með betir markatölu. Vinni Börsungar hins vegar, eða fari svo að liðin geri jafntefli, þá situr Girona eitt á toppi deildarinnar þegar 11 umferðum er lokið.

Girona getur þakkað Yangel Herrera fyrir en hann skoraði sigurmark liðsins í kvöld þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur kvöldsins 1-0 og Girona heldur áfram að vera spútniklið Spánar og Evrópu raunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×