Sjáðu þegar Haaland losaði um stífluna, markið sem knésetti Newcastle og seinni hálfleiks þrennuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2023 15:01 Erling Haaland skoraði tvívegis á gervigrasinu á Wankdorf vellinum í Bern. getty/Harry Langer Alls voru 28 mörk skoruð í Meistaradeild Evrópu í gær. Þau má öll sjá inni á Vísi. Eftir að hafa mistekist að skora í fimm Meistaradeildarleikjum í röð brast stíflan hjá Erling Haaland þegar Manchester City sigraði Young Boys í Bern, 1-3. Haaland skoraði tvö mörk fyrir City og er því kominn með 37 mörk í 33 leikjum í Meistaradeildinni. Manuel Akanji kom City yfir gegn löndum sínum en Meschack Elia jafnaði fyrir Young Boys. En Haaland kláraði dæmið fyrir Evrópumeistarana sem eru með fullt hús stiga í G-riðli. Klippa: Young Boys 1-3 Man City Í hinum leik G-riðils vann RB Leipzig 3-1 sigur á Rauðu stjörnunni á heimavelli. David Raum, Xavi Simons og Dani Olmo skoruðu mörk Þjóðverjanna. Mark Simons var sérstaklega fallegt. Leipzig er með sex stig í 2. sæti riðilsins. Marko Stamenic skoraði mark serbnesku meistaranna sem eru með eitt stig í G-riðli, líkt og Young Boys. Klippa: Leipzig 3-1 Rauða stjarnan Eftir frábæran sigur á Paris Saint-Germain í síðustu umferð, 4-1, tapaði Newcastle United fyrir Borussia Dortmund á St James' Park í F-riðli. Felix Nmecha skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Dortmund og Newcastle eru bæði með þrjú stig í riðlinum. Klippa: Newcastle 0-1 Dortmund Paris Saint-Germain tyllti sér á topp F-riðils með 3-0 sigur á AC Milan. Kylian Mbappé, Randall Kolo Muani og Kang-In Lee gerðu mörk Parísarliðsins sem hefur skorað í 37 leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Milan er á botni F-riðils með tvö stig og hefur ekki enn skorað mark í keppninni. Klippa: PSG 3-0 Milan Maður gærkvöldsins í Meistaradeildinni var brasilíski framherjinn Evanilson hjá Porto. Hann kom inn á sem varamaður undir lok fyrri hálfleiks gegn Antwerp í H-riðli. Belgísku meistararnir voru þá 1-0 yfir eftir mark Alhassans Yusuf. Evanilson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í seinni hálfleik, þá fyrstu í Meistaradeildinni í vetur. Stephen Eustaquio var einnig á skotskónum fyrir Porto sem er í 2. sæti H-riðils með sex stig. Antwerp er án stiga á botni riðilsins og hefur fengið á sig tólf mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í honum. Klippa: Antwerp 1-4 Porto Barcelona sigraði Shakhtar Donetsk, 2-1, í hinum leik H-riðils og er með fullt hús stiga á toppi hans. Ferran Torres kom Börsungum yfir á 28. mínútu og átta mínútum síðar skoraði Fermín López glæsilegt mark og jók muninn í 2-0. Georgiy Sudakov hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði á 62. mínútu en nær komst Shakhtar ekki. Úkraínsku meistararnir eru með þrjú stig í 3. sæti H-riðils. Klippa: Barcelona 2-1 Shakhtar Celtic komst tvisvar yfir gegn Atlético Madrid á Celtic Park í E-riðli en tókst samt ekki að vinna. Leikar fóru 2-2. Kyogo Furuhashi og Luis Palma skoruðu mörk Celtic sem er með eitt stig á botni riðilsins. Antoine Griezmann og Álvaro Morata voru á skotskónum fyrir Atlético sem er í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Klippa: Celtic 2-2 Atlético Mexíkóinn Santiago Giménez skoraði tvívegis þegar Feyenoord bar sigurorð af Lazio í Rotterdam, 3-1. Ramiz Zerrouki skoraði einnig fyrir hollensku meistarana sem eru með sex stig á toppi E-riðils. Pedro skoraði úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Silfurlið ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili er með fjögur stig í 3. sæti riðilsins. Klippa: Feyenoord 3-1 Lazio Öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Eftir að hafa mistekist að skora í fimm Meistaradeildarleikjum í röð brast stíflan hjá Erling Haaland þegar Manchester City sigraði Young Boys í Bern, 1-3. Haaland skoraði tvö mörk fyrir City og er því kominn með 37 mörk í 33 leikjum í Meistaradeildinni. Manuel Akanji kom City yfir gegn löndum sínum en Meschack Elia jafnaði fyrir Young Boys. En Haaland kláraði dæmið fyrir Evrópumeistarana sem eru með fullt hús stiga í G-riðli. Klippa: Young Boys 1-3 Man City Í hinum leik G-riðils vann RB Leipzig 3-1 sigur á Rauðu stjörnunni á heimavelli. David Raum, Xavi Simons og Dani Olmo skoruðu mörk Þjóðverjanna. Mark Simons var sérstaklega fallegt. Leipzig er með sex stig í 2. sæti riðilsins. Marko Stamenic skoraði mark serbnesku meistaranna sem eru með eitt stig í G-riðli, líkt og Young Boys. Klippa: Leipzig 3-1 Rauða stjarnan Eftir frábæran sigur á Paris Saint-Germain í síðustu umferð, 4-1, tapaði Newcastle United fyrir Borussia Dortmund á St James' Park í F-riðli. Felix Nmecha skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Dortmund og Newcastle eru bæði með þrjú stig í riðlinum. Klippa: Newcastle 0-1 Dortmund Paris Saint-Germain tyllti sér á topp F-riðils með 3-0 sigur á AC Milan. Kylian Mbappé, Randall Kolo Muani og Kang-In Lee gerðu mörk Parísarliðsins sem hefur skorað í 37 leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Milan er á botni F-riðils með tvö stig og hefur ekki enn skorað mark í keppninni. Klippa: PSG 3-0 Milan Maður gærkvöldsins í Meistaradeildinni var brasilíski framherjinn Evanilson hjá Porto. Hann kom inn á sem varamaður undir lok fyrri hálfleiks gegn Antwerp í H-riðli. Belgísku meistararnir voru þá 1-0 yfir eftir mark Alhassans Yusuf. Evanilson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í seinni hálfleik, þá fyrstu í Meistaradeildinni í vetur. Stephen Eustaquio var einnig á skotskónum fyrir Porto sem er í 2. sæti H-riðils með sex stig. Antwerp er án stiga á botni riðilsins og hefur fengið á sig tólf mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í honum. Klippa: Antwerp 1-4 Porto Barcelona sigraði Shakhtar Donetsk, 2-1, í hinum leik H-riðils og er með fullt hús stiga á toppi hans. Ferran Torres kom Börsungum yfir á 28. mínútu og átta mínútum síðar skoraði Fermín López glæsilegt mark og jók muninn í 2-0. Georgiy Sudakov hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði á 62. mínútu en nær komst Shakhtar ekki. Úkraínsku meistararnir eru með þrjú stig í 3. sæti H-riðils. Klippa: Barcelona 2-1 Shakhtar Celtic komst tvisvar yfir gegn Atlético Madrid á Celtic Park í E-riðli en tókst samt ekki að vinna. Leikar fóru 2-2. Kyogo Furuhashi og Luis Palma skoruðu mörk Celtic sem er með eitt stig á botni riðilsins. Antoine Griezmann og Álvaro Morata voru á skotskónum fyrir Atlético sem er í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Klippa: Celtic 2-2 Atlético Mexíkóinn Santiago Giménez skoraði tvívegis þegar Feyenoord bar sigurorð af Lazio í Rotterdam, 3-1. Ramiz Zerrouki skoraði einnig fyrir hollensku meistarana sem eru með sex stig á toppi E-riðils. Pedro skoraði úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Silfurlið ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili er með fjögur stig í 3. sæti riðilsins. Klippa: Feyenoord 3-1 Lazio Öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira