Á blaðamannafundi eftir Meistaradeildarsigur Barcelona gegn Shaktar Donetsk í dag sagði Xavi að rígurinn við Real Madrid væri orðinn of mikill og hann vildi óska þess að liðin gætu gengið til leiks sem jafnokar frekar en fjandmenn.
Xavi: "El Clásico predictions? I always see it as difficult. Real Madrid is strong, in great dynamics, difficult to predict anything. At 50%." pic.twitter.com/I7wWg1xL9B
— Managing Barça (@ManagingBarca) October 25, 2023
„Mér líkar illa við allt sem hleypir upp spennu fyrir svona leiki. Ég er ekki ánægður með X færsluna og mér finnst leiðinlegt að sjá umræðu um dómara. Ég myndi elska ef við gætum farið inn í einn El Clasico af vinsemd og virðingu gagnvart hvorum öðrum, ekki eins og þetta er núna.“sagði Xavi svo á sama blaðamannafundi.
X-færslan sem um ræðir birti stjórnarmaður Barcelona, Mikel Camps, þar sem hann gerði grín að Vinicius Jr., leikmanni Real Madrid, eftir að vængmaðurinn tók fjöldann allann af skærum og skemmtilegum brögðum í leik liðsins gegn Braga í gærkvöldi.
Færslunni hefur síðan verið eytt, en margir gagnrýndu Mikel fyrir að einblína svo mikið á Vinicius aðeins örfáum dögum eftir að leikmaðurinn varð fyrir kynþáttahatri í leik Real Madrid gegn Sevilla.