Vinícius hrósaði Sevilla fyrir að reka rasískan aðdáanda af velli Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2023 09:30 Úr leik Real Madrid gegn Valencia síðastliðinn maí þar sem leikmaðurinn varð einnig fyrir kynþáttahatri og fagnaði marki með því að benda á aðdáendurna sem beittu hann því. Getty/Mateo Villalba Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid, hefur hrósað Sevilla fyrir skjót og góð viðbrögð við meintu kynþáttahatri sem hann varð fyrir í leik liðanna. Hann sagði þetta vera nítjánda skiptið sem hann verði slíkum fordómum og biðlar til spænskra yfirvalda að athafna sig í þeim málaflokki. Sevilla rak aðdáanda sinn burt af leikvangnum í 1-1 jafntefli gegn Real í gærkvöldi og tilkynnti hann til lögreglu. Félagið gaf út tilkynningu um málið skömmu síðar þar sem aðdáandinn er sagður hafa sýnt „rasíska hegðun og útlendingahatur“. Ekki kemur fram nákvæmlega hvað var gert eða sagt og hvert skotmark hans var en Vinícius setti inn færslu á samfélagsmiðlasíður sínar eftir leik þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir barðinu. Vinicíus kallaði þetta sorglegt atvik og þakkaði Sevilla fyrir sín viðbrögð við málinu en kvaðst hafa annað myndband í höndum þar sem aðdáandi á barnsaldri sýnir rasíska hegðun. Parabéns ao Sevilla pelo rápido posicionamento e pela punição em mais um triste episódio para o futebol espanhol.Infelizmente, tive acesso a um vídeo com outro ato racista na partida deste sábado, dessa vez praticado por uma criança. Lamento muito que não haja ninguém para… pic.twitter.com/azlZ7ccPNZ— Vini Jr. (@vinijr) October 21, 2023 Hann kallaði eftir því að spænsk yfirvöld blönduðu sér í málið og færu að sækja menn til saka. Einnig bendir hann á fáfræðina sem býr að baki slíkri hegðun og sagði mikilvægt að fræða fólk um afleiðingarnar sem henni fylgja, líkt og hann hefur gert í heimalandi sínu Brasilíu. Vinicíus sagði þetta nítjánda einstaka atvikið sem hann verður fyrir. Fyrr í mánuðinum bar leikmaðurinn vitnisburð og afhendi sönnunargögn í réttarhöldum gegn þremur aðdáendum Valencia vegna atviks í leik liðsins gegn Real Madrid síðastliðinn maí. Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Sevilla rak aðdáanda sinn burt af leikvangnum í 1-1 jafntefli gegn Real í gærkvöldi og tilkynnti hann til lögreglu. Félagið gaf út tilkynningu um málið skömmu síðar þar sem aðdáandinn er sagður hafa sýnt „rasíska hegðun og útlendingahatur“. Ekki kemur fram nákvæmlega hvað var gert eða sagt og hvert skotmark hans var en Vinícius setti inn færslu á samfélagsmiðlasíður sínar eftir leik þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir barðinu. Vinicíus kallaði þetta sorglegt atvik og þakkaði Sevilla fyrir sín viðbrögð við málinu en kvaðst hafa annað myndband í höndum þar sem aðdáandi á barnsaldri sýnir rasíska hegðun. Parabéns ao Sevilla pelo rápido posicionamento e pela punição em mais um triste episódio para o futebol espanhol.Infelizmente, tive acesso a um vídeo com outro ato racista na partida deste sábado, dessa vez praticado por uma criança. Lamento muito que não haja ninguém para… pic.twitter.com/azlZ7ccPNZ— Vini Jr. (@vinijr) October 21, 2023 Hann kallaði eftir því að spænsk yfirvöld blönduðu sér í málið og færu að sækja menn til saka. Einnig bendir hann á fáfræðina sem býr að baki slíkri hegðun og sagði mikilvægt að fræða fólk um afleiðingarnar sem henni fylgja, líkt og hann hefur gert í heimalandi sínu Brasilíu. Vinicíus sagði þetta nítjánda einstaka atvikið sem hann verður fyrir. Fyrr í mánuðinum bar leikmaðurinn vitnisburð og afhendi sönnunargögn í réttarhöldum gegn þremur aðdáendum Valencia vegna atviks í leik liðsins gegn Real Madrid síðastliðinn maí.
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira