Hjartsláttur Bjarna róaðist eftir því sem sannfæringin varð meiri Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. október 2023 11:51 Bjarni segist vera að axla ábyrgð með því að skipta um embætti. Hann sæki umboð sitt til flokksmanna Sjálfstæðisflokksins og þau styðji þessa ákvörðun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson segist hafa tekið endanlega ákvörðun um að færa sig í utanríkisráðuneytið í gær. Hann segist sáttur við ákvörðuna. Það verði með stólaskiptunum hægt að skapa frið um verkefnin sem framundan séu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, tilvonandi utanríkisráðherra, segir hvern og einn þurfa að dæma það fyrir sig hvort hann sé raunverulega að axla ábyrgð með því að færa sig um ráðherrastól. „Mér var efst í huga, og ég sagði það mjög skýrt á þriðjudaginn að ég teldi útilokað fyrir mig að halda áfram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu að sjá um þau verkefni sem meðal annars snúast um málið sem um var rætt,“ sagði Bjarni að loknum blaðamannafundi um ráðherraskiptin. Hann sagðist telja að það myndi skapast friður um verkefnin í ráðuneytinu þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir taki við embættinu. „Það ríður á að stjórnarflokkarnir standi saman,“ sagði Bjarni og að það væri mikill ábyrgðarhluti að ljúka stjórnarsamstarfinu og þeim verkefnum sem þau hefðu sett sér í stjórnarsáttmálanum. „Sá valkostur fyrir mig á þessum tímapunkti að stíga út úr ríkisstjórninni held ég að hefði verið til þess að auka óvissuna og óróann í kringum stjórnmálin. Ég er að axla ábyrgð með tvennum hætti. Annars vegar með því að skapa frið um verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins en líka að taka ábyrgð á minni pólitísku stöðu í samhengi stjórnarsáttmálans, í samhengi samstarfsflokkanna og í ljósi þeirrar efnahagslegu óvissu sem er til staðar. Ég vil hjálpa við það að koma hlutunum aftur í betra horf.“ Spurður hvað honum finnst um niðurstöðu Maskínu þar sem um 70 prósent töldu það ekki rétt fyrir hann að taka við öðrum ráðherraembætti sagði Bjarni það eins og að spyrja KR-inga hvað þeim finnst um að fyrirliði Vals hætti. „Ég sæki mitt umboð til flokksmanna Sjálfstæðisflokksins og við erum stjórnmálaafl sem stendur saman,“ segir Bjarni og að hann finni fyrir miklum stuðningi. Hann sagði sig og Þórdísi Kolbrún í daglegum samskiptum og að þau myndu hafa nægan tíma í næstu viku til að ræða helstu verkefni ráðuneytanna beggja. Spurður hvenær hann hefði nákvæmlega tekið þá ákvörðun að skipta um stól sag „Ég hef séð það ágætlega á hjartsláttarmælinum sem ég með á mér hérna, í úrinu, að hann hefur að jafnaði í hvíld verið lægri og lægri eftir því sem ég hef orðið sannfærðari um það sem ég á að gera,“ sagði Bjarni og að hann hefði tekið endanlega ákvörðun í gær. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Vaktin: Ekki gert nóg til að leysa úr deilum Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Síðar í dag klukkan 14:00 verður ríkisráðsfundur þar sem nýr fjármálaráðherra tekur til starfa. 14. október 2023 09:34 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Sjá meira
Bjarni Benediktsson, tilvonandi utanríkisráðherra, segir hvern og einn þurfa að dæma það fyrir sig hvort hann sé raunverulega að axla ábyrgð með því að færa sig um ráðherrastól. „Mér var efst í huga, og ég sagði það mjög skýrt á þriðjudaginn að ég teldi útilokað fyrir mig að halda áfram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu að sjá um þau verkefni sem meðal annars snúast um málið sem um var rætt,“ sagði Bjarni að loknum blaðamannafundi um ráðherraskiptin. Hann sagðist telja að það myndi skapast friður um verkefnin í ráðuneytinu þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir taki við embættinu. „Það ríður á að stjórnarflokkarnir standi saman,“ sagði Bjarni og að það væri mikill ábyrgðarhluti að ljúka stjórnarsamstarfinu og þeim verkefnum sem þau hefðu sett sér í stjórnarsáttmálanum. „Sá valkostur fyrir mig á þessum tímapunkti að stíga út úr ríkisstjórninni held ég að hefði verið til þess að auka óvissuna og óróann í kringum stjórnmálin. Ég er að axla ábyrgð með tvennum hætti. Annars vegar með því að skapa frið um verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins en líka að taka ábyrgð á minni pólitísku stöðu í samhengi stjórnarsáttmálans, í samhengi samstarfsflokkanna og í ljósi þeirrar efnahagslegu óvissu sem er til staðar. Ég vil hjálpa við það að koma hlutunum aftur í betra horf.“ Spurður hvað honum finnst um niðurstöðu Maskínu þar sem um 70 prósent töldu það ekki rétt fyrir hann að taka við öðrum ráðherraembætti sagði Bjarni það eins og að spyrja KR-inga hvað þeim finnst um að fyrirliði Vals hætti. „Ég sæki mitt umboð til flokksmanna Sjálfstæðisflokksins og við erum stjórnmálaafl sem stendur saman,“ segir Bjarni og að hann finni fyrir miklum stuðningi. Hann sagði sig og Þórdísi Kolbrún í daglegum samskiptum og að þau myndu hafa nægan tíma í næstu viku til að ræða helstu verkefni ráðuneytanna beggja. Spurður hvenær hann hefði nákvæmlega tekið þá ákvörðun að skipta um stól sag „Ég hef séð það ágætlega á hjartsláttarmælinum sem ég með á mér hérna, í úrinu, að hann hefur að jafnaði í hvíld verið lægri og lægri eftir því sem ég hef orðið sannfærðari um það sem ég á að gera,“ sagði Bjarni og að hann hefði tekið endanlega ákvörðun í gær.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Vaktin: Ekki gert nóg til að leysa úr deilum Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Síðar í dag klukkan 14:00 verður ríkisráðsfundur þar sem nýr fjármálaráðherra tekur til starfa. 14. október 2023 09:34 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Sjá meira
Vaktin: Ekki gert nóg til að leysa úr deilum Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Síðar í dag klukkan 14:00 verður ríkisráðsfundur þar sem nýr fjármálaráðherra tekur til starfa. 14. október 2023 09:34
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels