„Aðferðarfræði til að sýna vandlætingu á fráfarandi fjármálaráðherra“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2023 21:01 Vísir/Sara Þingmenn stjórnarandstöðunnar stungu saman nefjum fyrir þingfund í morgun og óskuðu eftir dagskrárbreytingu, þannig að að í stað þess að fundurinn hæfist á óundirbúnum fyirrspurnum eins og fyrst hafði verið ákveðið þar sem Bjarni Benediktsson sæti fyrir svörum yrði byrjað á liðnum fundarstjórn forseta. Undir þeim lið sendi stjórnarandstaðan svo Bjarna Benediktssyni tóninn. Þetta útspil var af stjórnarliðum kallað aumingjaskapur. „Það er óneitanlega skrítið að hér í óundirbúnum fyrirspurnatíma skuli sitja fyrir svörum fjármála-og efnahagsráðherra sem hefur ekkert um fjármál ríkisins til framtíðar að segja því hann er að yfirgefa embættið eins og þekkt er,“ sagði Sigmar Guðmundsson varaformaður þingflokks Viðreisnar á Alþingi í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, tók til varnar Bjarna Benediktssyni í ræðustól. „Þingmaður Sigmar Guðmundsson spurði hér út í það í gær hvort að ráðherrann hæstvirtur yrði hér til svara, forsetinn sagði já. Við það gerði enginn aðra athugasemd. Það hefði verið hægt að gera það af því að fólk teldi hann umboðslausan en það gerðu háttvirtir þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki,“ sagði Bjarkey. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata sagði undir sama lið: „Hann á að vera hættur í þessu embætti, af hverju er hann hérna? Hvað er hann að fara að svara eða tala um? Þetta er svo skammsýnt og asnalegt og grefur undan trausti fólks á lýðræðinu,“ sagði Halldóra. Breytingar liggja fyrir Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði þennan málflutning vekja furðu. „Það er með ólíkindum að fylgjast hér með stjórnarandstöðunni og vanlíðan þeirra í þessu máli og ber merki hvað málefnagrundvöllur flokkanna er grunnur. Það verða breytingar gerðar á ríkisstjórninni það liggur alveg fyrir,“sagði Jón. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar gagnrýndi veru Bjarna í þingsal. „Rúmur sólarhringur var liðinn frá því að fjármálaráðherra greindi auðmjúkur frá afsögn sinni vegna lögbrota. Þegar nánast allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa mótmælt niðurstöðu umboðsmanns, sólarhrings- auðmýktinni var lokið og nú er fjármálaráðherra mættur hér í þingsal eins og ekkert sé,“ sagði Þorbjörg. Ríkisráðsfundur um helgina Bjarni Benediktsson sem er fjármálaráðherra þar til á ríkisráðsfundi sem verður að öllum líkindum um helgina, fékk svo enga spurningu frá stjórnarandstöðunni þegar kom að liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði eftir fundinn í dag að stjórnarandstaðan væri með þessu útspili að krefjast kosninga. „Þetta er aðferðarfræði til að sýna vandlætingu á fráfarandi fjármálaráðherra og ég held að þarna sé meira verið að meina, vanhæf ríkisstjórn og við viljum kosningar,“ segir Inga Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók hressilega til orða sinna um þetta útspil stjórnarandstöðunnar í morgun. „Þetta er ótrúlegur aumingjaskapur finnst mér að þora ekki í fyrirspurnir um þetta mál sem þau tjá sig talsvert um á öðrum vettvangi,“ sagði Hildur. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna?“ Samantekin ráð stjórnarandstöðunnar voru í óundirbúnum fyrirspurnartíma um að spyrja Bjarna Benediktsson sem fjármála- og efnahagsráðherra einskis í ljósi þess að hann hefur sagt af sér sem slíkur. 12. október 2023 11:12 Funduðu um „verklag og áherslur“ í Ráðherrabústaðnum Fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja funduðu í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í morgun. Meðal fundargesta voru formenn flokkanna þriggja og þingflokksformaður Sjálftstæðisflokksins. 12. október 2023 10:55 Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26 Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
„Það er óneitanlega skrítið að hér í óundirbúnum fyrirspurnatíma skuli sitja fyrir svörum fjármála-og efnahagsráðherra sem hefur ekkert um fjármál ríkisins til framtíðar að segja því hann er að yfirgefa embættið eins og þekkt er,“ sagði Sigmar Guðmundsson varaformaður þingflokks Viðreisnar á Alþingi í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, tók til varnar Bjarna Benediktssyni í ræðustól. „Þingmaður Sigmar Guðmundsson spurði hér út í það í gær hvort að ráðherrann hæstvirtur yrði hér til svara, forsetinn sagði já. Við það gerði enginn aðra athugasemd. Það hefði verið hægt að gera það af því að fólk teldi hann umboðslausan en það gerðu háttvirtir þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki,“ sagði Bjarkey. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata sagði undir sama lið: „Hann á að vera hættur í þessu embætti, af hverju er hann hérna? Hvað er hann að fara að svara eða tala um? Þetta er svo skammsýnt og asnalegt og grefur undan trausti fólks á lýðræðinu,“ sagði Halldóra. Breytingar liggja fyrir Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði þennan málflutning vekja furðu. „Það er með ólíkindum að fylgjast hér með stjórnarandstöðunni og vanlíðan þeirra í þessu máli og ber merki hvað málefnagrundvöllur flokkanna er grunnur. Það verða breytingar gerðar á ríkisstjórninni það liggur alveg fyrir,“sagði Jón. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar gagnrýndi veru Bjarna í þingsal. „Rúmur sólarhringur var liðinn frá því að fjármálaráðherra greindi auðmjúkur frá afsögn sinni vegna lögbrota. Þegar nánast allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa mótmælt niðurstöðu umboðsmanns, sólarhrings- auðmýktinni var lokið og nú er fjármálaráðherra mættur hér í þingsal eins og ekkert sé,“ sagði Þorbjörg. Ríkisráðsfundur um helgina Bjarni Benediktsson sem er fjármálaráðherra þar til á ríkisráðsfundi sem verður að öllum líkindum um helgina, fékk svo enga spurningu frá stjórnarandstöðunni þegar kom að liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði eftir fundinn í dag að stjórnarandstaðan væri með þessu útspili að krefjast kosninga. „Þetta er aðferðarfræði til að sýna vandlætingu á fráfarandi fjármálaráðherra og ég held að þarna sé meira verið að meina, vanhæf ríkisstjórn og við viljum kosningar,“ segir Inga Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók hressilega til orða sinna um þetta útspil stjórnarandstöðunnar í morgun. „Þetta er ótrúlegur aumingjaskapur finnst mér að þora ekki í fyrirspurnir um þetta mál sem þau tjá sig talsvert um á öðrum vettvangi,“ sagði Hildur.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna?“ Samantekin ráð stjórnarandstöðunnar voru í óundirbúnum fyrirspurnartíma um að spyrja Bjarna Benediktsson sem fjármála- og efnahagsráðherra einskis í ljósi þess að hann hefur sagt af sér sem slíkur. 12. október 2023 11:12 Funduðu um „verklag og áherslur“ í Ráðherrabústaðnum Fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja funduðu í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í morgun. Meðal fundargesta voru formenn flokkanna þriggja og þingflokksformaður Sjálftstæðisflokksins. 12. október 2023 10:55 Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26 Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
„Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna?“ Samantekin ráð stjórnarandstöðunnar voru í óundirbúnum fyrirspurnartíma um að spyrja Bjarna Benediktsson sem fjármála- og efnahagsráðherra einskis í ljósi þess að hann hefur sagt af sér sem slíkur. 12. október 2023 11:12
Funduðu um „verklag og áherslur“ í Ráðherrabústaðnum Fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja funduðu í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í morgun. Meðal fundargesta voru formenn flokkanna þriggja og þingflokksformaður Sjálftstæðisflokksins. 12. október 2023 10:55
Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26
Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03