Magnús Agnar dæmdur í átján mánaða bann í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 07:46 Magnús Agnar Margnússon með Hákoni Haraldssyni eftir að sá síðarnefndi skrifaði undir hjá Lille. @totalfl Íslenski umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon má ekki starfa í sænska fótboltanum næsta eina og hálfa árið. Fotbollskanalen segir frá því að íslenski umboðsmaðurinn hafi verið dæmdur í bann fyrir ýmis brot og segir aganefnd sænska knattspyrnusambandsins að hann hafi meðal annars ekki fylgt viðeigandi reglugerð varðandi vernd ungra leikmanna. Magnús Agnar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum. AVSLÖJAR: SvFF stänger av agent - efter anmälan från Hugo Larsson SvFF ska utreda MFF-avtal.https://t.co/AT5JIO32LQ pic.twitter.com/6r2YaWocEM— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 9, 2023 Magnús Agnar er að þjónusta marga íslenska og erlenda leikmenn og hefur einnig átt marga skjólstæðinga í sænska boltanum. Hann er nú í banni þar til í lok mars 2025 eftir ákvörðun aganefndar sænska sambandsins. Kvörtun hafði borist sambandinu frá Hugo Larsson, efnilegum miðjumanni, sem var keyptur til Eintracht Frankfurt í sumar. Magnús var umboðsmaður Larsson þar til síðasta vor þegar leikmaðurinn ákvað að losa sig undan samningnum. Hann skipti svo til Frankfurt um sumarið með nýjan umboðsmann. Ein af reglunum sem Magnús er dæmdur fyrir að hafa brotið er sú að hann var umboðsmaður leikmanns undir lögaldri og þá gerðist hann einnig sekur um að semja um greiðslu við leikmann undir lögaldri. Í kvörtuninni segir Larsson að Magnús hafi hótað sér lögsókn fyrir að segja upp samningnum sem var á milli þeirra. Magnús svaraði því með að segja að hann hafi upprunalega verið andvígur uppsögn á samningi vegna þess að það var rúmt ár eftir af samningstímanum, en hann hafi að lokum samþykkt uppsögnina í byrjun apríl. Magnús hefur talað um hlutverk Malmö FF í þessum samningsmálum og er sænska knattspyrnusambandið því með félagið til rannsóknar. Sú rannsókn gæti leitt til refsingar. Magnús hefur til 11. október til að áfrýja dómi aganefndar sænska sambandsins. Sænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
Fotbollskanalen segir frá því að íslenski umboðsmaðurinn hafi verið dæmdur í bann fyrir ýmis brot og segir aganefnd sænska knattspyrnusambandsins að hann hafi meðal annars ekki fylgt viðeigandi reglugerð varðandi vernd ungra leikmanna. Magnús Agnar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum. AVSLÖJAR: SvFF stänger av agent - efter anmälan från Hugo Larsson SvFF ska utreda MFF-avtal.https://t.co/AT5JIO32LQ pic.twitter.com/6r2YaWocEM— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 9, 2023 Magnús Agnar er að þjónusta marga íslenska og erlenda leikmenn og hefur einnig átt marga skjólstæðinga í sænska boltanum. Hann er nú í banni þar til í lok mars 2025 eftir ákvörðun aganefndar sænska sambandsins. Kvörtun hafði borist sambandinu frá Hugo Larsson, efnilegum miðjumanni, sem var keyptur til Eintracht Frankfurt í sumar. Magnús var umboðsmaður Larsson þar til síðasta vor þegar leikmaðurinn ákvað að losa sig undan samningnum. Hann skipti svo til Frankfurt um sumarið með nýjan umboðsmann. Ein af reglunum sem Magnús er dæmdur fyrir að hafa brotið er sú að hann var umboðsmaður leikmanns undir lögaldri og þá gerðist hann einnig sekur um að semja um greiðslu við leikmann undir lögaldri. Í kvörtuninni segir Larsson að Magnús hafi hótað sér lögsókn fyrir að segja upp samningnum sem var á milli þeirra. Magnús svaraði því með að segja að hann hafi upprunalega verið andvígur uppsögn á samningi vegna þess að það var rúmt ár eftir af samningstímanum, en hann hafi að lokum samþykkt uppsögnina í byrjun apríl. Magnús hefur talað um hlutverk Malmö FF í þessum samningsmálum og er sænska knattspyrnusambandið því með félagið til rannsóknar. Sú rannsókn gæti leitt til refsingar. Magnús hefur til 11. október til að áfrýja dómi aganefndar sænska sambandsins.
Sænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira