Gula viðvörunin sem tekur gildi á morgun er vegna úrhellisrigningar. Hún tekur gildi í nótt, klukkan þrjú, á höfuðborgarsvæðinu, og klukkutíma síðar á Suðurlandi og á Faxaflóa. Hún mun síðan renna úr gildi klukkan fimm síðdegis á morgun á höfuðborgarsvæðinu, klukkutíma síðar á Faxaflóa, og öðrum tveimur tímum á Suðurlandi.
Veðurstofa Íslands segir að mikilvæg verði að hreinsa ræsi og niðurföll til að forðast vatnstjón. Þá þurfi að fylgjast vel með kjöllurum og skemmum vegna veðursins.
Viðvörunin sem tekur gildi á þriðjudag, og nær yfir allt landið, er vegna norðanstorms, sem gæti haft snjókomu eða rigningu í för með sér. Færð gæti verið slæm vegna þess víða um landið.
Sú viðvörun hefst klukkan þrjú, aðfaranótt þriðjudags, en líkur um miðnætti kvöldið eftir.
Veðurstofan hvetur fólk sem hyggur á ferðalög til að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega næstu daga.

