Suðvestanáttin verður svipuð á morgun, en þá með rigningu um mest allt land, jafnvel talsverðri eða mikilli úrkomu á suðvesturhorninu. Veðurstofan bendir fólki á að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna þess. Þó mun létta til vestanlands um kvöldið.
Á þriðjudaginn gengur í norðan hvassviðri eða storm. Rigning eða slydda verður um norðanvert landið en snjókoma þar til fjalla. Það verður heldur hlýrra með dálítilli rigningu sunnan heiða. Þá segir að hiti verði nálægt frostmarki norðanlands en allt að sex stigum syðst.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Gengur í norðan og norðvestan 15-25 m/s, hvassast við norðurströndina. Rigning eða slydda, en snjókoma til fjalla. Hægari og úrkomulítið sunnan heiða. Hiti 0 til 7 stig, mildast við suðurströndina.
Á miðvikudag:
Norðan- og norðvestan 15-23 m/s og slydda eða rigning og síðar snjókoma norðan- og austanlands, en skýjað með köflum í öðrum landshlutum. Dregur talsvert úr vindi og rofar til seinnipartinn. Hiti kringum frostmark fyrir norðan en allt að 5 stigum syðst á landinu.
Á fimmtudag:
Ákveðin norðlæg átt og dálítil rigning á sunnanverðu landinu, en slydda eða snjókoma norðanlands. Bætir í úrkomu norðantil seinnipartinn. Hiti 0 til 5 stig syðra, en við frostmark fyrir norðan.
Á föstudag og laugardag:
Útlit fyrir áframhaldandi stífa norðanátt með snjókomu eða rigingu og svölu veðri, en þurrviðri sunnan heiða.