Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Árni Sæberg skrifar 5. október 2023 17:56 Þorbjörg segir stjórnarheimiliserjur hafa náð hámarki í gær. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Facebook. Tilefnið er ávarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Sjávarútvegsdeginum í gær, þar sem hún gerði samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að andlagi gríns. „Í gær náðu þessar heimiliserjur svo nýjum áfanga þegar einn ráðherra fann á sér að það sem ráðstefnugestir staddir á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu þyrftu mest að heyra væri rant [raus] um hvað samstarfsráðherra hennar er glataður. Skilaboðin: „Jú, við ætlum að búa áfram saman í tvö ár en sæll hvað ég þoli þessa dömu ekki.“ Skilaboðin flutt í mikrafón í stórum veislusal. Það er auðvitað allt eðlilegt við þetta, eða hvað?“ spyr Þorbjörg Sigríður. Ekkert gerist á meðan stjórnin rífst Hún segir að brosa megi að því sem hún kallar alkula ríkisstjórnarsamband en vandamálið fyrir þjóðina sé að öll orka ríkisstjórnar Íslands fari í þessar innbyrðis erjur. Á meðan gerist ekkert annað. Fólkið og fyrirtækin í landinu finni fyrir verðbólgu og vaxtahækkunum. Það séu málin sem fólk er að hugsa um. Hvert sem komið er snýst umræðan um það, ekki um það hver þolir hvern minnst í ríkisstjórninni. „Fólk þarf forystu og stefnufestu en ekki þessi endalausu upphlaup. Ríkisstjórn sem er svo vandræðalega sundruð getur ekki lagt neinar lausnir á borð fyrir fólkið í landinu. Í dag er þessi stjórn sem gerir orðið lítið annað en að framkalla vandræðalegar senur stór hluti af vanda fólksins í landinu. Og það verður hún samkvæmt dagskrá í heil tvö ár í viðbót.“ Fleiri furða sig á ummælunum Þorbjörg Sigríður er ekki eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem furðar sig á ummælum Áslaugar Örnu í ávarpinu í gær. „Æ hvað þetta er eitthvað aumt að nýta tækifærið með fullan sal af útgerðarmönnum að sparka í Svandísi, gefa í skyn að hún standi nú með þeim sama hvað Svandís sé að bralla,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Hun spyr sig einnig hvernig stemningin sé við ríkisstjórnarborðið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Facebook. Tilefnið er ávarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Sjávarútvegsdeginum í gær, þar sem hún gerði samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að andlagi gríns. „Í gær náðu þessar heimiliserjur svo nýjum áfanga þegar einn ráðherra fann á sér að það sem ráðstefnugestir staddir á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu þyrftu mest að heyra væri rant [raus] um hvað samstarfsráðherra hennar er glataður. Skilaboðin: „Jú, við ætlum að búa áfram saman í tvö ár en sæll hvað ég þoli þessa dömu ekki.“ Skilaboðin flutt í mikrafón í stórum veislusal. Það er auðvitað allt eðlilegt við þetta, eða hvað?“ spyr Þorbjörg Sigríður. Ekkert gerist á meðan stjórnin rífst Hún segir að brosa megi að því sem hún kallar alkula ríkisstjórnarsamband en vandamálið fyrir þjóðina sé að öll orka ríkisstjórnar Íslands fari í þessar innbyrðis erjur. Á meðan gerist ekkert annað. Fólkið og fyrirtækin í landinu finni fyrir verðbólgu og vaxtahækkunum. Það séu málin sem fólk er að hugsa um. Hvert sem komið er snýst umræðan um það, ekki um það hver þolir hvern minnst í ríkisstjórninni. „Fólk þarf forystu og stefnufestu en ekki þessi endalausu upphlaup. Ríkisstjórn sem er svo vandræðalega sundruð getur ekki lagt neinar lausnir á borð fyrir fólkið í landinu. Í dag er þessi stjórn sem gerir orðið lítið annað en að framkalla vandræðalegar senur stór hluti af vanda fólksins í landinu. Og það verður hún samkvæmt dagskrá í heil tvö ár í viðbót.“ Fleiri furða sig á ummælunum Þorbjörg Sigríður er ekki eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem furðar sig á ummælum Áslaugar Örnu í ávarpinu í gær. „Æ hvað þetta er eitthvað aumt að nýta tækifærið með fullan sal af útgerðarmönnum að sparka í Svandísi, gefa í skyn að hún standi nú með þeim sama hvað Svandís sé að bralla,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Hun spyr sig einnig hvernig stemningin sé við ríkisstjórnarborðið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira