Meistaradeildarmörkin: Stjörnur PSG fengu skell og City hnyklaði vöðvana Aron Guðmundsson skrifar 5. október 2023 10:00 Frakklandsmeistararnir réðu ekkert við funheita leikmenn Newcastle sem buðu upp á sýningu í endurkomu Meistaradeildarinnar á St. James' Park Vísir/Getty Tuttugu og sjö mörk voru skoruð í þeim átta leikjum sem voru á dagskrá 2. umferðar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Newcastle bauð upp á sýningu gegn PSG í fyrsta Meistaradeildarleiknum á St. James' Park í fleiri fleiri ár. Evrópumeistararnir gerðu góða ferð til Þýskalands og Shakhtar átti frábæra endurkomu í Belgíu. Í E-riðli tók spænska liðið Atletico Madrid á móti Feyenoord í leik sem lauk með 3-2 sigri heimamanna. Leikar stóðu 2-2 í hálfleik en mark frá Alvaro Morata í upphafi síðari hálfleik tryggði Atletico Madrid sigur, liðið situr á toppi riðilsins með 4 stig. Feyenoord er í þriðja sæti með einu stigi minna. Klippa: Fimm marka thriller í Madríd Skotlandsmeistarar Celtic tóku svo á móti ítalska liðinu Lazio í hinum leik E-riðils. Celtic komst yfir snemma leiks með marki Kyogo Furuhashi en Ítalirnir svöruðu með tveimur mörkum og tóku stigin þrjú með sér heim. Lazio er sem stendur í 2.sæti E-riðils með 4 stig, jafnmikið og topplið riðilsins Atletico Madrid. Celtic er hins vegar án stiga á botni riðilsins. Klippa: Lazio sýndi karakter á útivelli og vann skosku meistarana Í F-riðli fór fram steindauður leikur Borussia Dortmund frá Þýskalandi við AC Milan. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Ögn meiri spenna var fyrir viðureign Newcastle United og Paris Saint-Germain á St. James' Park. Leikurinn markaði endurkomu Meistaradeildar Evrópu til Newcastleborgar og skemmst er frá því að segja að heimamenn fóru á kostum í leiknum. Leiknum lauk með 4-1 sigri Newcastle en mörk liðsins skoruðu þeir Miguel Almiron, Dan Burn, Sean Longstaff og Fabian Schar. Lucas Hernandez kom inn einu marki fyrir Frakklandsmeistarana en nær komust þeir ekki. Klippa: Newcastle valtaði yfir franska stórliðið PSG Newcastle er sem stendur á toppi F-riðils með 4 stig. PSG er í 2.sæti með þrjú stig og svo fylgja AC Milan og Dortmund þar á eftir með tvö stig og eitt stig. Ríkjandi Evrópumeistarar Manchester City gerðu góða ferð til Þýskalands þar sem að liðið mætti RB Leipzig og fór þaðan af hólmi með 3-1 sigur. Manchester City er með fullt hús stiga á toppi riðilsins, Leipzig er með þremur stigum minna í 2.sæti. Klippa: Evrópumeistararnir sýndu mátt sinn og meginn í Þýskalandi Í sama riðli gerðu Crvena Zvezda og Young Boys frá Sviss 2-2 jafntefli í Serbíu. Bæði lið eru með eitt stig í þriðja og fjórða sæti. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Fjögurra marka jafntefli í G-riðli í Serbíu Shakhtar Donetsk vann magnaðan endurkomusigur á útivelli gegn belgíska liðinu Royal Antwerp. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik sneru Úkraínumennirnir taflinu við í þeim seinni, unnu að lokum 3-2 sigur. Royal Antwerp fékk vítaspyrnu á lokamínútu uppbótatímans en Toby Alderweireld, leikmanni liðsins brást bogalistin á punktinum. Klippa: Úkraínska liðið gafst ekki upp í Belgíu Í hinum leik riðilsins vann Barcelona 1-0 sigur gegn Porto á útivelli. Ferran Torres skoraði eina mark leiksins í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Barcelona situr á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Porto er með þremur stigum minna líkt og Shakhtar í öðru og þriðja sæti. Royal Antwerp er enn án stiga. Klippa: Torres reyndist hetja Barcelona í Portúgal Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Í E-riðli tók spænska liðið Atletico Madrid á móti Feyenoord í leik sem lauk með 3-2 sigri heimamanna. Leikar stóðu 2-2 í hálfleik en mark frá Alvaro Morata í upphafi síðari hálfleik tryggði Atletico Madrid sigur, liðið situr á toppi riðilsins með 4 stig. Feyenoord er í þriðja sæti með einu stigi minna. Klippa: Fimm marka thriller í Madríd Skotlandsmeistarar Celtic tóku svo á móti ítalska liðinu Lazio í hinum leik E-riðils. Celtic komst yfir snemma leiks með marki Kyogo Furuhashi en Ítalirnir svöruðu með tveimur mörkum og tóku stigin þrjú með sér heim. Lazio er sem stendur í 2.sæti E-riðils með 4 stig, jafnmikið og topplið riðilsins Atletico Madrid. Celtic er hins vegar án stiga á botni riðilsins. Klippa: Lazio sýndi karakter á útivelli og vann skosku meistarana Í F-riðli fór fram steindauður leikur Borussia Dortmund frá Þýskalandi við AC Milan. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Ögn meiri spenna var fyrir viðureign Newcastle United og Paris Saint-Germain á St. James' Park. Leikurinn markaði endurkomu Meistaradeildar Evrópu til Newcastleborgar og skemmst er frá því að segja að heimamenn fóru á kostum í leiknum. Leiknum lauk með 4-1 sigri Newcastle en mörk liðsins skoruðu þeir Miguel Almiron, Dan Burn, Sean Longstaff og Fabian Schar. Lucas Hernandez kom inn einu marki fyrir Frakklandsmeistarana en nær komust þeir ekki. Klippa: Newcastle valtaði yfir franska stórliðið PSG Newcastle er sem stendur á toppi F-riðils með 4 stig. PSG er í 2.sæti með þrjú stig og svo fylgja AC Milan og Dortmund þar á eftir með tvö stig og eitt stig. Ríkjandi Evrópumeistarar Manchester City gerðu góða ferð til Þýskalands þar sem að liðið mætti RB Leipzig og fór þaðan af hólmi með 3-1 sigur. Manchester City er með fullt hús stiga á toppi riðilsins, Leipzig er með þremur stigum minna í 2.sæti. Klippa: Evrópumeistararnir sýndu mátt sinn og meginn í Þýskalandi Í sama riðli gerðu Crvena Zvezda og Young Boys frá Sviss 2-2 jafntefli í Serbíu. Bæði lið eru með eitt stig í þriðja og fjórða sæti. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Fjögurra marka jafntefli í G-riðli í Serbíu Shakhtar Donetsk vann magnaðan endurkomusigur á útivelli gegn belgíska liðinu Royal Antwerp. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik sneru Úkraínumennirnir taflinu við í þeim seinni, unnu að lokum 3-2 sigur. Royal Antwerp fékk vítaspyrnu á lokamínútu uppbótatímans en Toby Alderweireld, leikmanni liðsins brást bogalistin á punktinum. Klippa: Úkraínska liðið gafst ekki upp í Belgíu Í hinum leik riðilsins vann Barcelona 1-0 sigur gegn Porto á útivelli. Ferran Torres skoraði eina mark leiksins í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Barcelona situr á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Porto er með þremur stigum minna líkt og Shakhtar í öðru og þriðja sæti. Royal Antwerp er enn án stiga. Klippa: Torres reyndist hetja Barcelona í Portúgal
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira