Ljósleiðaradeildin í beinni: Toppslagur og nýr leikur Snorri Már Vagnsson skrifar 3. október 2023 19:22 Fjórða umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike hefst í kvöld með tveimur leikjum, en báðir eru þeir á milli liða sem sitja hlið við hlið í stigatöflunni. Í fyrri leik kvöldsins mætast efstu tvö lið deildarinnar, ÍA og NOCCO Dusty. Dusty eru þeir einu sem sigrað hafa alla sína leiki en ÍA getur jafnað þá á stigum í kvöld, sigri þeir viðureignina. Í seinni leik er snemmbúinn botnslagur milli Breiðabliks og Atlantic, en liðin tvö þurfa nauðsynlega að koma sér á sigurbraut til að eiga séns á toppslag seinna á tímabilinu. Leikirnir munu vera spilaðir í CS2, nýjustu útgáfu Counter-Strike sem Valve gaf út á dögunum. Spilað verður áfram eftir 30-lotu kerfi þar sem fyrsta liðið til að sigra 16 lotur sigrar viðureignina. Leikirnir í kvöld verða þeir fyrstu í íslensku deildinni til að vera spilaðir Í CS2, en leikurinn hefur tekið við af CS:GO sem hefur verið keppnisútgáfa Counter-Strike frá árinu 2012. Eflaust verður fróðlegt að sjá hvernig leikmenn spjara sig við breytingarnar og hvort einhverjir sýni nýja hlið í nýjum leik. Fylgjast má með leikjunum í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti
Í fyrri leik kvöldsins mætast efstu tvö lið deildarinnar, ÍA og NOCCO Dusty. Dusty eru þeir einu sem sigrað hafa alla sína leiki en ÍA getur jafnað þá á stigum í kvöld, sigri þeir viðureignina. Í seinni leik er snemmbúinn botnslagur milli Breiðabliks og Atlantic, en liðin tvö þurfa nauðsynlega að koma sér á sigurbraut til að eiga séns á toppslag seinna á tímabilinu. Leikirnir munu vera spilaðir í CS2, nýjustu útgáfu Counter-Strike sem Valve gaf út á dögunum. Spilað verður áfram eftir 30-lotu kerfi þar sem fyrsta liðið til að sigra 16 lotur sigrar viðureignina. Leikirnir í kvöld verða þeir fyrstu í íslensku deildinni til að vera spilaðir Í CS2, en leikurinn hefur tekið við af CS:GO sem hefur verið keppnisútgáfa Counter-Strike frá árinu 2012. Eflaust verður fróðlegt að sjá hvernig leikmenn spjara sig við breytingarnar og hvort einhverjir sýni nýja hlið í nýjum leik. Fylgjast má með leikjunum í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti