Gabríel vill líka leiða Uppreisn Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2023 10:20 Gabríel Ingimarsson er 24 ára viðskiptafræðingur. Aðsend Gabríel Ingimarsson hefur gefið kost á sér til embættis formanns Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, á aðalfundi félagsins sem fer fram laugardaginn 7. október næstkomandi. Í tilkynningu segir að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Gabríel útskrifaðist sem viðskiptafræðingur með áherslu á fjármál í byrjun árs 2021 og hefur starfað við fjármál síðan þá. Í námi lagði hann mikla áherslu á hagfræði og alþjóðamál, og mikið starfað í alþjóðlegu umhverfi í starfi sínu sem og fyrir flokkinn. Gabríel hefur verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar, starfaði sem alþjóðafulltrúi í framkvæmdastjórn Uppreisnar starfsárið 2022-2023 og sótti haustþing European Liberal Youth (LYMEC) í Búkarest fyrir hönd Uppreisnar vegna hlutverksins. Gabríel var formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála,“ segir í tilkynningunni. Áður hefur verið sagt frá því að Emma Ósk Ragnarsdóttir hafi gefið kost á sér til að taka við embætti formanns á aðalfundi. Haft er eftir Gabríel í tilkynningunni að síðasta ár sem alþjóðafulltrúi hafi fyllt sig eldmóð og ástríðu að leiða Uppreisn næsta árið. „Ég hef fundið gríðarlega sterkt fyrir því að nauðsynlegt sé að við ungliðar beitum okkur af hörku innan flokksins, með styrkingu hreyfingarinnar og eldmóð fyrir frjálslyndum stefnumálum okkar í huga. Okkar helsta áskorun er að flokkurinn nái að tala um stefnumál og lausnir Viðreisnar með hætti sem kveikir áhuga kjósenda. Hér höfum við ungliðar tækifæri að breyta talsmáta og áherslum með nánu samstarfi við stjórn flokksins,” segir Gabríel. Hann telur frjálslyndið eiga fullt erindi við ungt fólk í stjórnmálum dagsins í dag. „Skortur er á raunverulegum valkostum í fasteignamálum og ekki raunhæft fyrir einstaklinga utan formfestu vísitölufjölskyldunnar að kaupa sér íbúð. Þá sé áframhaldandi hallarekstur og óhófleg skuldasöfnun ríkissjóðs áhyggjuefni fyrir ungt fólk sem kemur til með að bera þungann af þessu óráði. Ríkisstjórnin hækkar svo áfengisgjaldið og telur hlutunum þar með borgið. Forræðishyggja stjórnarflokkana hefur og mun reynast ungu fólki þungbær,” segir Gabríel. Viðreisn Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Í tilkynningu segir að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Gabríel útskrifaðist sem viðskiptafræðingur með áherslu á fjármál í byrjun árs 2021 og hefur starfað við fjármál síðan þá. Í námi lagði hann mikla áherslu á hagfræði og alþjóðamál, og mikið starfað í alþjóðlegu umhverfi í starfi sínu sem og fyrir flokkinn. Gabríel hefur verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar, starfaði sem alþjóðafulltrúi í framkvæmdastjórn Uppreisnar starfsárið 2022-2023 og sótti haustþing European Liberal Youth (LYMEC) í Búkarest fyrir hönd Uppreisnar vegna hlutverksins. Gabríel var formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála,“ segir í tilkynningunni. Áður hefur verið sagt frá því að Emma Ósk Ragnarsdóttir hafi gefið kost á sér til að taka við embætti formanns á aðalfundi. Haft er eftir Gabríel í tilkynningunni að síðasta ár sem alþjóðafulltrúi hafi fyllt sig eldmóð og ástríðu að leiða Uppreisn næsta árið. „Ég hef fundið gríðarlega sterkt fyrir því að nauðsynlegt sé að við ungliðar beitum okkur af hörku innan flokksins, með styrkingu hreyfingarinnar og eldmóð fyrir frjálslyndum stefnumálum okkar í huga. Okkar helsta áskorun er að flokkurinn nái að tala um stefnumál og lausnir Viðreisnar með hætti sem kveikir áhuga kjósenda. Hér höfum við ungliðar tækifæri að breyta talsmáta og áherslum með nánu samstarfi við stjórn flokksins,” segir Gabríel. Hann telur frjálslyndið eiga fullt erindi við ungt fólk í stjórnmálum dagsins í dag. „Skortur er á raunverulegum valkostum í fasteignamálum og ekki raunhæft fyrir einstaklinga utan formfestu vísitölufjölskyldunnar að kaupa sér íbúð. Þá sé áframhaldandi hallarekstur og óhófleg skuldasöfnun ríkissjóðs áhyggjuefni fyrir ungt fólk sem kemur til með að bera þungann af þessu óráði. Ríkisstjórnin hækkar svo áfengisgjaldið og telur hlutunum þar með borgið. Forræðishyggja stjórnarflokkana hefur og mun reynast ungu fólki þungbær,” segir Gabríel.
Viðreisn Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira