Þetta staðfesta dómsskjöl sem fréttastofa Reuters hefur undir höndunum en Barcelona er sagt hafa greitt valdamiklum dómara andvirði 1.000 milljóna íslenskra króna til að tryggja sér hagstæða dómgæsla.
Í frétt Reuters segir að lögreglan á Spáni hafi farið í viðamikla húsleit í höfuðstöðvum spænsku dómarasamtakanna RFEF í höfuðborginni Madríd í morgun í tengslum við rannsókn málsins á mögulegri kerfisbundinni spillingu innan samtakanna.
Rannsókn málsins hefur nú verið víkkuð út og hefur Barcelona stöðu grunaðs aðila (e.suspect) í rannsókninni.
Það var í mars fyrr á þessu ári sem Barcelona, eitt sigursælasta knattspyrnufélag Spánar, var sakað um að hafa greitt varaformanni dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins 7,3 milljónir evra, andvirði meira en eins milljarðs íslenskra króna á 17 ára tímabili, á milli 2001 og 2018.
Umræddi maðurinn heitir José María Enriquez Negreira. Stjórnendur Barcelona fullyrða að þetta séu ráðgjafagreiðslur, ekkert er hins vegar til skriflegt um meinta ráðgjöf.