Segir ræstingakonum sagt upp svo karlarnir geti grætt meira Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. september 2023 07:01 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hyggst boða konurnar sem missa vinnuna nú til fundar á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að hún muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá stjórnendur Grundarheimila til þess að hætta við ákvörðun sína um að segja upp 33 starfsmönnum í ræstingum og í þvottahúsi. Eins og Vísir greindi frá stefnir allt í að 33 starfsmenn verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins, þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði og svo breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. Sólveig Anna sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu tölvupóst í dag þar sem hún tilkynnti þeim um uppsagnirnar. Þeir höfðu ekki verið látnir vita fyrirfram og lýsti starfsmaður því við Vísi að tölvupósturinn hefði valdið mikilli óreiðu. „Við vorum látin vita af þessu vegna þess að þarna var um að ræða hópuppsögn. Hollusta mín er náttúrulega við félagsfólk Eflingar, þegar ég fæ upplýsingar sem þessar lít ég á það sem skyldu mína að miðla þeim áfram til míns félagsfólks,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Hún segir að hún hafi fyrir hönd Eflingar komið mótmælum á framfæri við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundar. Efling hvetji stjórn Grundar til að draga ákvörðun sína til baka. „Ég benti honum í samtalinu jafnframt á að kynna sér niðurstöður Vörðu um stöðu og lífsskilyrði fólks sem starfar við ræstingar sem birtust einmitt í dag. Þessar niðurstöður sýna fram á að staða þeirra sem starfa við ræstingar er sú versta á öllum íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru að langstærstum meirihluta konur, mikið til innflytjendur,“ segir Sólveig Anna. Konum fórnað á altari gróðans Verið sé að segja upp ræstingarkonum og konum í þvottahúsinu upp til þess að spara peninga. Sólveig Anna býst við því að lítill sparnaður fáist með aðgerðunum. „Þar sem þeir ráða þá ræstingarkonur í staðinn af almennum markaði þar sem launin eru lægri og réttindi miklu lakari, til þess að þeir karlar sem reki þau fyrirtæki hafi þá tækifæri til þess að græða enn meira,“ segir Sólveig Anna. „Það er ömurlegt að verða vitni að þessu og ömurlegt að hið opinbera og fyrirtæki í velferðarþjónustu skuli leiða þessa útvistunarþróun sem hefur verið í gangi.“ Sólveig Anna hyggst vera viðstödd starfsmannafund sem haldinn verður í dag. Þá hyggst hún boða félagsfólk sitt sem missir vinnu nú til fundar á þriðjudag. „Ég ætla að gera það sem í mínu og félagsins valdi stendur til að fá stjórn Grundarhiemilanna til að draga þessa ömurlegu ákvörðun til baka.“ Vinnumarkaður Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá stefnir allt í að 33 starfsmenn verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins, þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði og svo breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. Sólveig Anna sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu tölvupóst í dag þar sem hún tilkynnti þeim um uppsagnirnar. Þeir höfðu ekki verið látnir vita fyrirfram og lýsti starfsmaður því við Vísi að tölvupósturinn hefði valdið mikilli óreiðu. „Við vorum látin vita af þessu vegna þess að þarna var um að ræða hópuppsögn. Hollusta mín er náttúrulega við félagsfólk Eflingar, þegar ég fæ upplýsingar sem þessar lít ég á það sem skyldu mína að miðla þeim áfram til míns félagsfólks,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Hún segir að hún hafi fyrir hönd Eflingar komið mótmælum á framfæri við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundar. Efling hvetji stjórn Grundar til að draga ákvörðun sína til baka. „Ég benti honum í samtalinu jafnframt á að kynna sér niðurstöður Vörðu um stöðu og lífsskilyrði fólks sem starfar við ræstingar sem birtust einmitt í dag. Þessar niðurstöður sýna fram á að staða þeirra sem starfa við ræstingar er sú versta á öllum íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru að langstærstum meirihluta konur, mikið til innflytjendur,“ segir Sólveig Anna. Konum fórnað á altari gróðans Verið sé að segja upp ræstingarkonum og konum í þvottahúsinu upp til þess að spara peninga. Sólveig Anna býst við því að lítill sparnaður fáist með aðgerðunum. „Þar sem þeir ráða þá ræstingarkonur í staðinn af almennum markaði þar sem launin eru lægri og réttindi miklu lakari, til þess að þeir karlar sem reki þau fyrirtæki hafi þá tækifæri til þess að græða enn meira,“ segir Sólveig Anna. „Það er ömurlegt að verða vitni að þessu og ömurlegt að hið opinbera og fyrirtæki í velferðarþjónustu skuli leiða þessa útvistunarþróun sem hefur verið í gangi.“ Sólveig Anna hyggst vera viðstödd starfsmannafund sem haldinn verður í dag. Þá hyggst hún boða félagsfólk sitt sem missir vinnu nú til fundar á þriðjudag. „Ég ætla að gera það sem í mínu og félagsins valdi stendur til að fá stjórn Grundarhiemilanna til að draga þessa ömurlegu ákvörðun til baka.“
Vinnumarkaður Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira