33 starfsmönnum Grundarheimila verði sagt upp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2023 17:37 Dvalarheimilið Ás í Hveragerði. Allt stefnir í að 33 starfsmönnum Grundarheimilanna verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins. Þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði. Þá verða breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafði starfsfólki ekki verið tilkynnt um uppsagnirnar þegar Efling sendi tölvupóstinn og lýsir starfsmaður í samtali við Vísi mikilli óreiðu. Grundarheimilin eru þrjú, Grund og Mörk í Reykjavík og Ás í Hveragerði. Grund annast auk þess rekstur 152 leiguíbúða Markarinnar 60+ í Mörkinni og rekur í Hveragerði eigið eldhús og þvottahús sem þjónustar öll Grundarheimilin. Íbúar eru alls um 370 talsins og fjöldi starfsmanna verið í kringum 700. Í apríl síðastliðnum tók Karl Óttar Einarson við forstjórastöðunn af Gísla Páli Pálssyni, sem nú er stjórnarformaður Grundar. Karl Óttar segist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir að boðað hafi verið til starfsmannafundar bæði á morgun og á föstudag. Þjónustan keypt frá einkaaðilum Í pósti Eflingar til starfsmanna segir að stjórnendur hafi tilkynnt sér í gær um uppsagnirnar. Tilgangurinn sé að spara peninga og segir Efling að stjórnendur ætli sér í staðinn að kaupa þjónustu frá einkaaðilum. „Efling hefur þegar komið á framfæri mótmælum. Ég ræddi sjálf í dag í síma við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundarheimilanna og kom mótmælum félagsins á framfæri. Ég hvatti Gísla til að snúa þessari ákvörðun við, Grundarheimilin hafa ekki komið til móts við þau mótmæli.“ Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Hveragerði Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafði starfsfólki ekki verið tilkynnt um uppsagnirnar þegar Efling sendi tölvupóstinn og lýsir starfsmaður í samtali við Vísi mikilli óreiðu. Grundarheimilin eru þrjú, Grund og Mörk í Reykjavík og Ás í Hveragerði. Grund annast auk þess rekstur 152 leiguíbúða Markarinnar 60+ í Mörkinni og rekur í Hveragerði eigið eldhús og þvottahús sem þjónustar öll Grundarheimilin. Íbúar eru alls um 370 talsins og fjöldi starfsmanna verið í kringum 700. Í apríl síðastliðnum tók Karl Óttar Einarson við forstjórastöðunn af Gísla Páli Pálssyni, sem nú er stjórnarformaður Grundar. Karl Óttar segist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir að boðað hafi verið til starfsmannafundar bæði á morgun og á föstudag. Þjónustan keypt frá einkaaðilum Í pósti Eflingar til starfsmanna segir að stjórnendur hafi tilkynnt sér í gær um uppsagnirnar. Tilgangurinn sé að spara peninga og segir Efling að stjórnendur ætli sér í staðinn að kaupa þjónustu frá einkaaðilum. „Efling hefur þegar komið á framfæri mótmælum. Ég ræddi sjálf í dag í síma við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundarheimilanna og kom mótmælum félagsins á framfæri. Ég hvatti Gísla til að snúa þessari ákvörðun við, Grundarheimilin hafa ekki komið til móts við þau mótmæli.“
Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Hveragerði Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira