Breiðablik batt enda á sigurgöngu Ten5ion Snorri Már Vagnsson skrifar 26. september 2023 22:36 Breiðablik varð fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna sigur gegn Ten5ion er liðin mættust í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO fyrr í kvöld. Viðureignin fór fram á Ancient, en hún var sú fyrsta á tímabilinu til að eiga sér stað þar. Leikmenn Breiðabliks tóku hnífalotuna í upphafi leiks og kusu að byrja í vörn í fyrri hálfleik. Bæði lið áttu góðar lotur en Blikar höfðu yfirhöndina framan af leik. Ten5ion náði aðeins að taka eina lotu gegn fimm lotum Breiðabliks sem leit út fyrir að líða vel á Ancient. Ten5ion tókst hins vegar að halda sér í samkeppnisstöðu og tók þrjár lotur til viðbótar, staðan þá 6-4. Blikar áttu margar góðar spari-lotur í fyrri hálfleik, þar sem Ten5ion var með betri byssur en skotfimi Blika virtist þó trompa vopnakost andstæðinganna. Leikmenn Breiðabliks tóku leikinn þá föstum tökum undir lok fyrri hálfleiks og sigruðu lotu eftir lotu og fóru inn í hálfleikinn með forystuna. Staðan í hálfleik: 11-5 Leikmenn Ten5ion mættu í vörn í seinni hálfleik með stórt verkefni frammi fyrir sér en sáu þó vonarglætu þegar þeir tóku fyrstu lotu seinni hálfleiks. Blikar voru þó enn með leikinn í föstum tökum og tóku næstu fjórar lotur til að koma sér í úrslitalotu í stöðunni 15-6. Ten5ion náði einni lotu til baka en yfirburðir Breiðabliks voru þeim um of og sigurinn sigldi í höfn leikmanna Breiðabliks. Lokatölur: 16-7 Breiðablik fann þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu og sitja í 7. sæti með aðeins 2 stig. Ten5ion halda 3. sætinu þó áfram með 4 stig Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn
Viðureignin fór fram á Ancient, en hún var sú fyrsta á tímabilinu til að eiga sér stað þar. Leikmenn Breiðabliks tóku hnífalotuna í upphafi leiks og kusu að byrja í vörn í fyrri hálfleik. Bæði lið áttu góðar lotur en Blikar höfðu yfirhöndina framan af leik. Ten5ion náði aðeins að taka eina lotu gegn fimm lotum Breiðabliks sem leit út fyrir að líða vel á Ancient. Ten5ion tókst hins vegar að halda sér í samkeppnisstöðu og tók þrjár lotur til viðbótar, staðan þá 6-4. Blikar áttu margar góðar spari-lotur í fyrri hálfleik, þar sem Ten5ion var með betri byssur en skotfimi Blika virtist þó trompa vopnakost andstæðinganna. Leikmenn Breiðabliks tóku leikinn þá föstum tökum undir lok fyrri hálfleiks og sigruðu lotu eftir lotu og fóru inn í hálfleikinn með forystuna. Staðan í hálfleik: 11-5 Leikmenn Ten5ion mættu í vörn í seinni hálfleik með stórt verkefni frammi fyrir sér en sáu þó vonarglætu þegar þeir tóku fyrstu lotu seinni hálfleiks. Blikar voru þó enn með leikinn í föstum tökum og tóku næstu fjórar lotur til að koma sér í úrslitalotu í stöðunni 15-6. Ten5ion náði einni lotu til baka en yfirburðir Breiðabliks voru þeim um of og sigurinn sigldi í höfn leikmanna Breiðabliks. Lokatölur: 16-7 Breiðablik fann þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu og sitja í 7. sæti með aðeins 2 stig. Ten5ion halda 3. sætinu þó áfram með 4 stig
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti