Dusty enn á toppnum með fullt hús stiga Snorri Már Vagnsson skrifar 26. september 2023 21:51 NOCCO Dusty vann góðan sigur er liðið mætti SAGA í þriðju umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO í kvöld. Liðið hefur þar með unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu. Leikurinn fór fram á Anubis og Dusty menn hófu leik með að sigra hnífalotuna. Þeir kusu að spila vörn í fyrri hálfleik. Saga-menn byrjuðu sóknina með betri fótinn fyrir framan sig og tóku fyrstu lotu eftir að koma sprengjunni fljótt niður. Í þriðju lotu átti sér stað spennandi einvígi milli EddezeNNN fyrir Dusty og D0m fyrir Saga, en sprengjan var þá þegar komin niður. EddezeNNN sýndi mikla yfirvegun þegar hann hætti snögglega að aftengja sprengjuna og felldi D0m. Staðan þá orðin 1-2 og Dusty komið með lotu. Áfram héldu Dusty-menn að taka lotur en í stöðunni 5-2 átti Tight, leikmaður Saga, stórleik þar sem hann felldi þrjá leikmenn í einni runu með Tec-9 skammbyssu. Þá tóku við yfirburðir hjá Saga, en þeir tóku næstu fimm lotur og staðan þá orðin 5-7. Áfram héldu Saga-menn með skammbyssuhæfni sína en þeir felldu alla leikmenn Dusty í lotu 14. Staðan í hálfleik: 7-8 Dusty-menn sneru sér þá í sókn og tóku fyrstu lotu seinni hálfleiks. Bæði lið tóku þó nokkrar lotur í seinni hálfleik, en RavlE, leikmaður Dusty reyndi mikla hugarleikfimi við mótherja sína sem og sjálfan sig milli svæða á Anubis í 26. lotu. D0m var hins vegar vel staðsettur til að koma RavlE að óvörum og felldi hann. Staðan var þá orðin 14-12 og Saga-menn að elta. Sókn Dusty virtist þó vera Saga um of að verjast og Dusty-menn tóku fleiri lotur í seinni hálfleik. Sannfærandi sigur Dusty því orðinn staðreynd gegn sterku liði Saga. Lokatölur: 16-12 Dusty tryggir þar með toppsæti sitt enn frekar með fullt hús stiga, en FH og Ten5ion geta bæði gert það sömuleiðis ef þau sigra sína leiki. Saga þarf hins vegar að sætta sig við miðsvæðið á töflunni með aðeins einn sigur. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti
Leikurinn fór fram á Anubis og Dusty menn hófu leik með að sigra hnífalotuna. Þeir kusu að spila vörn í fyrri hálfleik. Saga-menn byrjuðu sóknina með betri fótinn fyrir framan sig og tóku fyrstu lotu eftir að koma sprengjunni fljótt niður. Í þriðju lotu átti sér stað spennandi einvígi milli EddezeNNN fyrir Dusty og D0m fyrir Saga, en sprengjan var þá þegar komin niður. EddezeNNN sýndi mikla yfirvegun þegar hann hætti snögglega að aftengja sprengjuna og felldi D0m. Staðan þá orðin 1-2 og Dusty komið með lotu. Áfram héldu Dusty-menn að taka lotur en í stöðunni 5-2 átti Tight, leikmaður Saga, stórleik þar sem hann felldi þrjá leikmenn í einni runu með Tec-9 skammbyssu. Þá tóku við yfirburðir hjá Saga, en þeir tóku næstu fimm lotur og staðan þá orðin 5-7. Áfram héldu Saga-menn með skammbyssuhæfni sína en þeir felldu alla leikmenn Dusty í lotu 14. Staðan í hálfleik: 7-8 Dusty-menn sneru sér þá í sókn og tóku fyrstu lotu seinni hálfleiks. Bæði lið tóku þó nokkrar lotur í seinni hálfleik, en RavlE, leikmaður Dusty reyndi mikla hugarleikfimi við mótherja sína sem og sjálfan sig milli svæða á Anubis í 26. lotu. D0m var hins vegar vel staðsettur til að koma RavlE að óvörum og felldi hann. Staðan var þá orðin 14-12 og Saga-menn að elta. Sókn Dusty virtist þó vera Saga um of að verjast og Dusty-menn tóku fleiri lotur í seinni hálfleik. Sannfærandi sigur Dusty því orðinn staðreynd gegn sterku liði Saga. Lokatölur: 16-12 Dusty tryggir þar með toppsæti sitt enn frekar með fullt hús stiga, en FH og Ten5ion geta bæði gert það sömuleiðis ef þau sigra sína leiki. Saga þarf hins vegar að sætta sig við miðsvæðið á töflunni með aðeins einn sigur.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti