Sérfræðingur Sky spáir ljótum United sigri í kvöld Siggeir Ævarsson skrifar 23. september 2023 11:04 Bruno kvartar Vísir/Getty Manchester United hefur ekki átt sjö dagana sæla í upphafi leiktíðar en liðið hefur tapað fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í öllum keppnum. United mætir sigurlausu liði Burnley í kvöld og sérfræðingur Sky, Lewis Jones, spáir ljótum United sigri. Vandræðagangur United hefur ekki farið framhjá neinum en liðið er plagað bæði af miklum meiðslum og ósætti leikmanna. Ber þar hæst opinber ágreiningur Erik ten Hag og Jadon Sancho sem ten Hag setti út úr liðinu fyrr í mánuðinum fyrir leik gegn Arsenal og sagði ástæðuna vera slaka frammistöðu á æfingum. Sancho svaraði fyrir sig fullum hálsi á samfélagsmiðlum og var í kjölfarið einnig tekinn út úr æfingahópi aðalliðsins og virðist misheppnaður ferill hans á Old Trafford vera á enda runninn og er jafnvel reiknað með að hann verði seldur ódýrt í janúar. United greiddi 73 milljónir fyrir leikmanninn 2021 þegar hann kom til liðsins eftir að hafa heillað fólk upp úr skónum með Dortmund. Hjá United hefur hann aðeins skorað níu mörk í 58 deildarleikjum og verða þau varla fleiri úr þessu. Ten Hag hefur fengið fimm miðjumenn til United síðan hann tók við stjórnartaumunum en illa hefur gengið að ná fram stöðugleika á miðsvæðinu. Mason Mount kom til liðsins frá Chelsea í sumar á 55 milljónir punda en heillaði fáa með frammistöðu sinni áður en hann meiddist. Þá fékk ten Hag Casemiro og Christian Eriksen til liðsins í fyrra en þeir hafa ekki fundið sitt gamla form í haust, kannski vegna þess að þeir eru sjálfir að verða gamlir. Til að bæta gráu ofan á svart hefur meiðslalisti United lengst nánast í hverri umferð en listinn er svo langur í augnablikinu að hann rúmast ekki á einu skjáskoti. Hluti af meiðslalista UnitedSkjáskot Ljósið í myrkrinu fyrir United og stuðningsmenn er þó árangur liðsins gegn liðum í neðri hluta deildarinnar, en United tók 25 stig af 30 mögulegum gegn þeim liðum á síðasta tímabili. Hvort sú tölfræði hjálpar þeim í kvöld er erfitt að segja en það er ljóst að fjölmargir stuðningsmenn liðsins eru orðnir ansi langeygir eftir sigri. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Vandræðagangur United hefur ekki farið framhjá neinum en liðið er plagað bæði af miklum meiðslum og ósætti leikmanna. Ber þar hæst opinber ágreiningur Erik ten Hag og Jadon Sancho sem ten Hag setti út úr liðinu fyrr í mánuðinum fyrir leik gegn Arsenal og sagði ástæðuna vera slaka frammistöðu á æfingum. Sancho svaraði fyrir sig fullum hálsi á samfélagsmiðlum og var í kjölfarið einnig tekinn út úr æfingahópi aðalliðsins og virðist misheppnaður ferill hans á Old Trafford vera á enda runninn og er jafnvel reiknað með að hann verði seldur ódýrt í janúar. United greiddi 73 milljónir fyrir leikmanninn 2021 þegar hann kom til liðsins eftir að hafa heillað fólk upp úr skónum með Dortmund. Hjá United hefur hann aðeins skorað níu mörk í 58 deildarleikjum og verða þau varla fleiri úr þessu. Ten Hag hefur fengið fimm miðjumenn til United síðan hann tók við stjórnartaumunum en illa hefur gengið að ná fram stöðugleika á miðsvæðinu. Mason Mount kom til liðsins frá Chelsea í sumar á 55 milljónir punda en heillaði fáa með frammistöðu sinni áður en hann meiddist. Þá fékk ten Hag Casemiro og Christian Eriksen til liðsins í fyrra en þeir hafa ekki fundið sitt gamla form í haust, kannski vegna þess að þeir eru sjálfir að verða gamlir. Til að bæta gráu ofan á svart hefur meiðslalisti United lengst nánast í hverri umferð en listinn er svo langur í augnablikinu að hann rúmast ekki á einu skjáskoti. Hluti af meiðslalista UnitedSkjáskot Ljósið í myrkrinu fyrir United og stuðningsmenn er þó árangur liðsins gegn liðum í neðri hluta deildarinnar, en United tók 25 stig af 30 mögulegum gegn þeim liðum á síðasta tímabili. Hvort sú tölfræði hjálpar þeim í kvöld er erfitt að segja en það er ljóst að fjölmargir stuðningsmenn liðsins eru orðnir ansi langeygir eftir sigri.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira