Hætt við sameiningu sýslumannsembættanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 22. september 2023 11:53 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar ekki að leggja fram umdeilt frumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna á þessu löggjafarþingi. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra er hættur við áform fyrri ráðherra um sameiningu sýslumannsembættanna. Fyrrverandi dómsmálaráðherra tilkynnti áformin fyrir ári síðan og voru þau afar umdeild. Þetta tilkynnti Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundi sýslumannsembættanna á Hotel Natura rétt fyrir hádegi. Jón Gunnarsson forveri Guðrúnar í starfi og flokksbróðir hennar tilkynnti áform um sameiningu níu sýslumannsembætta fyrir ári síðan. Til stóð að sameina öll embættin á Húsavík undir einni stjórn. Samkvæmt frumvarpi hans, sem var aldrei lagt fram á Alþingi, áttu áfram að vera starfræktar níu skrifstofur, svokallaðir sýslumenn í héraði. „Þetta hefur verið umdeilt frumvarp og það var á mínu borði þegar ég kom inn í ráðuneytið í júní. Eftir að hafa yfirfarið það og rætt við samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn tel ég einboðið að leggja frumvarpið ekki fram heldur taka það aftur inn í ráðuneytið og skoða það betur í miklu samráði við sýslumenn og starfsmenn sýslumannsembættanna,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Guðrún segir að þrátt fyrir þennan viðsnúning þurfi sýslumannsembættin að ráðast í hagræðingar. Hún segir það ekki endilega þýða uppsagnir. „Það getur þýtt það en getur líka þýtt, og er það sem ég fyrst og fremst það sem ég vísa í þegar ég tala um hagræðingar, er að við aukum stafræna þjónustu embættanna og ríkisins í heild,“ segir Guðrún. „Það eru einhverjir sýslumenn að nálgast eftirlaunaaldur og ég vil halda því opnu ef einhverjir sýslumenn hætta eða láta af störfum að ráðherra geti skipað annan sýslumann yfir embættið þannig að við séum ekki að skipa nýjan. “ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10 Eðlilegra að hafa embættið þar sem mannfjöldinn er mestur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það koma á óvart að ákveðið hafi verið að sameinað embætti sýslumanns Íslands verði á Húsvík. Eðlilegra sé að hafa embættið þar sem mesti mannfjöldinn er. 9. september 2022 13:07 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þetta tilkynnti Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundi sýslumannsembættanna á Hotel Natura rétt fyrir hádegi. Jón Gunnarsson forveri Guðrúnar í starfi og flokksbróðir hennar tilkynnti áform um sameiningu níu sýslumannsembætta fyrir ári síðan. Til stóð að sameina öll embættin á Húsavík undir einni stjórn. Samkvæmt frumvarpi hans, sem var aldrei lagt fram á Alþingi, áttu áfram að vera starfræktar níu skrifstofur, svokallaðir sýslumenn í héraði. „Þetta hefur verið umdeilt frumvarp og það var á mínu borði þegar ég kom inn í ráðuneytið í júní. Eftir að hafa yfirfarið það og rætt við samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn tel ég einboðið að leggja frumvarpið ekki fram heldur taka það aftur inn í ráðuneytið og skoða það betur í miklu samráði við sýslumenn og starfsmenn sýslumannsembættanna,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Guðrún segir að þrátt fyrir þennan viðsnúning þurfi sýslumannsembættin að ráðast í hagræðingar. Hún segir það ekki endilega þýða uppsagnir. „Það getur þýtt það en getur líka þýtt, og er það sem ég fyrst og fremst það sem ég vísa í þegar ég tala um hagræðingar, er að við aukum stafræna þjónustu embættanna og ríkisins í heild,“ segir Guðrún. „Það eru einhverjir sýslumenn að nálgast eftirlaunaaldur og ég vil halda því opnu ef einhverjir sýslumenn hætta eða láta af störfum að ráðherra geti skipað annan sýslumann yfir embættið þannig að við séum ekki að skipa nýjan. “
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10 Eðlilegra að hafa embættið þar sem mannfjöldinn er mestur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það koma á óvart að ákveðið hafi verið að sameinað embætti sýslumanns Íslands verði á Húsvík. Eðlilegra sé að hafa embættið þar sem mesti mannfjöldinn er. 9. september 2022 13:07 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10
Eðlilegra að hafa embættið þar sem mannfjöldinn er mestur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það koma á óvart að ákveðið hafi verið að sameinað embætti sýslumanns Íslands verði á Húsvík. Eðlilegra sé að hafa embættið þar sem mesti mannfjöldinn er. 9. september 2022 13:07