Meistararnir enn án sigurs Snorri Már Vagnsson skrifar 21. september 2023 22:56 FH gerði sér lítið fyrir og sigraði ríkjandi meistara Atlantic. Stórmeistarar Atlantic eru enn án sigurs eftir tap gegn FH í annarri umferð Lósleiðaradeildarinnar í CS:GO í kvöld. Atlantic vann hnífalotuna og kaus að hefja leik í vörn á Vertigo. FH tók fyrstu lotu leiksins en Atlantic fylgdi þar fast á eftir og tók þrjár í röð. Bjarni, leikmaður Atlantic, leiddi fellutöfluna hjá Atlantic en hann var með níu fellur eftir aðeins sex lotur. Atlantic byrjaði fyrri hálfleikinn svo sannarlega betur, en staðan var 5-2 eftir sjö lotur. FH sneri þó blaðinu heldur betur við en Wzrd og mozar7, leikmenn FH, leiddu fellingatöfluna í ótrúlegri endurkomu liðsins. FH sigraði sex lotur í röð og kom stöðunni í 5-8. Atlantic náði þó að klóra til baka í lok fyrri hálfleiks og tók tvær lotur. Staðan í hálfleik: 7-8 Í seinni hálfleik setti FH í fluggír og tók sjö lotur í röð. Staðan þá orðin 7-15 og FH komið á úrslitastig. Trekk í trekk reyndu Atlantic-menn að klekkja á vörn FH-inga en glufurnar voru fáar og smáar. Atlantic náði aðeins að taka tvær lotur áður en FH fann sigurlotuna og sigraði viðureignina. Lokatölur: 16-9 FH fullkomnaði byrjun sína á tímabilinu með óvæntum sigri gegn Atlantic, sínum öðrum á tímabilinu. Atlantic, sem sigraði Stórmeistaramót síðasta tímabils, situr þó á botni deildarinnar, án stiga í tveimur leikjum og brekkan strax orðin afar brött fyrir þá í upphafi tímabils. Staðan í deildinni. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Atlantic vann hnífalotuna og kaus að hefja leik í vörn á Vertigo. FH tók fyrstu lotu leiksins en Atlantic fylgdi þar fast á eftir og tók þrjár í röð. Bjarni, leikmaður Atlantic, leiddi fellutöfluna hjá Atlantic en hann var með níu fellur eftir aðeins sex lotur. Atlantic byrjaði fyrri hálfleikinn svo sannarlega betur, en staðan var 5-2 eftir sjö lotur. FH sneri þó blaðinu heldur betur við en Wzrd og mozar7, leikmenn FH, leiddu fellingatöfluna í ótrúlegri endurkomu liðsins. FH sigraði sex lotur í röð og kom stöðunni í 5-8. Atlantic náði þó að klóra til baka í lok fyrri hálfleiks og tók tvær lotur. Staðan í hálfleik: 7-8 Í seinni hálfleik setti FH í fluggír og tók sjö lotur í röð. Staðan þá orðin 7-15 og FH komið á úrslitastig. Trekk í trekk reyndu Atlantic-menn að klekkja á vörn FH-inga en glufurnar voru fáar og smáar. Atlantic náði aðeins að taka tvær lotur áður en FH fann sigurlotuna og sigraði viðureignina. Lokatölur: 16-9 FH fullkomnaði byrjun sína á tímabilinu með óvæntum sigri gegn Atlantic, sínum öðrum á tímabilinu. Atlantic, sem sigraði Stórmeistaramót síðasta tímabils, situr þó á botni deildarinnar, án stiga í tveimur leikjum og brekkan strax orðin afar brött fyrir þá í upphafi tímabils. Staðan í deildinni.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira