„Eins og þeir nálgist ekki verkefnið með þeirri virðingu sem þeim ber að gera“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2023 11:30 Man United átti erfitt uppdráttar í Þýskalandi. Ash Donelon/Getty Images Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Meistaradeildarmessunnar, ræddi varnarleik Manchester United – eða skort á honum – í 4-3 tapi liðsins gegn Bayern München í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það kom Ólafi á óvart hversu slakir gestirnir frá Manchester voru varnarlega í leiknum. Man United hefur byrjað tímabilið illa heima fyrir og tapað þremur af fimm leikjum sínum. Í gær mætti liðið á Allianz-völlinn í Bæjaralandi þar sem heimamenn í Bayern München biðu þeirra. Fyrir leikinn hafði Bayern unnið 13 leiki í röð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og ekki tapað í 34 leikjum. Bæði eru met. Það voru því fá sem spáðu sigri gestanna. „Það eru ekki mörg lið sem feita hesti eftir viðureign gegn Bayern í München,“ sagði Ólafur sem bjóst þó við betri varnarleik hjá gestunum. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umræða um Man United „Hann var ekki til staðar, engan veginn. Það er það sem kemur mér á óvart. Það er eins og þeir nálgist ekki verkefnið með þeirri virðingu sem þeim ber að gera. Ég er rosalega hissa á því af því Brighton & Hove Albion sundurspiluðu þá um helgina, gjörsamlega. Þeir tosa þá til sín og spila svo í gegnum mjög slaka pressu United.“ „Þegar ég horfi á byrjunarliðið, ég ætlaði ekki að rausa (e. rant) um Man United en ég er byrjaður á því. Casemiro, Christian Eriksen og Bruno Fernandes á miðjunni. Þetta bíður ekki upp á þéttan varnarleik. Þegar Casemiro er einn nær hann engan veginn að loka, þeir voru að spila einhverskonar tígul um helgina með Scott McTominay inn á. Voru gjörsamlega sundurspilaðir.“ „Í bakvarðarstöðunum eru þeir hreinlega veikir varnarlega einn á einn; Diogo Dalot og Sergio Reguilón. Svo í miðvörðunum eru heldur ekki gæði eða harka, mér finnst þeir hvorki spila einstaklings varnarleikinn vel né spila vel saman sem tvíeyki.“ „Það kom mér gríðarlega mikið á óvart að sjá þetta lið svona rosalega slitið og tætt,“ sagði Ólafur að endingu en eldræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan eru svo mörkin úr leiknum. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Bayern 4-3 Man Utd Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Man United hefur byrjað tímabilið illa heima fyrir og tapað þremur af fimm leikjum sínum. Í gær mætti liðið á Allianz-völlinn í Bæjaralandi þar sem heimamenn í Bayern München biðu þeirra. Fyrir leikinn hafði Bayern unnið 13 leiki í röð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og ekki tapað í 34 leikjum. Bæði eru met. Það voru því fá sem spáðu sigri gestanna. „Það eru ekki mörg lið sem feita hesti eftir viðureign gegn Bayern í München,“ sagði Ólafur sem bjóst þó við betri varnarleik hjá gestunum. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umræða um Man United „Hann var ekki til staðar, engan veginn. Það er það sem kemur mér á óvart. Það er eins og þeir nálgist ekki verkefnið með þeirri virðingu sem þeim ber að gera. Ég er rosalega hissa á því af því Brighton & Hove Albion sundurspiluðu þá um helgina, gjörsamlega. Þeir tosa þá til sín og spila svo í gegnum mjög slaka pressu United.“ „Þegar ég horfi á byrjunarliðið, ég ætlaði ekki að rausa (e. rant) um Man United en ég er byrjaður á því. Casemiro, Christian Eriksen og Bruno Fernandes á miðjunni. Þetta bíður ekki upp á þéttan varnarleik. Þegar Casemiro er einn nær hann engan veginn að loka, þeir voru að spila einhverskonar tígul um helgina með Scott McTominay inn á. Voru gjörsamlega sundurspilaðir.“ „Í bakvarðarstöðunum eru þeir hreinlega veikir varnarlega einn á einn; Diogo Dalot og Sergio Reguilón. Svo í miðvörðunum eru heldur ekki gæði eða harka, mér finnst þeir hvorki spila einstaklings varnarleikinn vel né spila vel saman sem tvíeyki.“ „Það kom mér gríðarlega mikið á óvart að sjá þetta lið svona rosalega slitið og tætt,“ sagði Ólafur að endingu en eldræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan eru svo mörkin úr leiknum. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Bayern 4-3 Man Utd
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira