Svöruðu landsliðskallinu þrátt fyrir verkfallið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2023 18:01 Olga Carmona er ein þeirra sem mætti til móts við liðið í dag. Oscar J. Barroso / AFP7 via Getty Images Nokkrar af þeim spænsku landsliðskonum sem hafa verið í verkfalli undanfarið mættu til æfinga með liðinu í dag þrátt fyrir að þær hafi ítrekað að verkfallið haldi áfram þangað til breytingar verði gerðar. Alls 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfestu á dögunum að þær væru farnar í verkfall eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Þrátt fyrir það voru 15 leikmenn sem höfðu gefið það út að þeir væru í verkfalli valdir í spænska landsliðið og nú hafa sex af þessum 15 mætt til æfinga. Leikmennirnir sex eru allir búsettir í Madrid og hittust á hóteli þar í borg í dag áður en haldið var til Valencia til móts við liðið. Þeirra á meðal er Olga Carmona, en hún skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kvennaflokki er liðið vann 1-0 sigur gegn Englendingum. Hinar fimm eru þær Misa Rodriguez, Oihane Hernandez, Teresa Abelleira, Athenea del Castillo og Eva Navarro. Athenea del Castillo er sú eina af þessum sex sem hefur ekki sagst styðja verkfallið. 🚨🇪🇸 Misa Rodríguez, Teresa Abelleira, Athenea del Castillo, Oihane Hernández y Olga Carmona llegan a Valencia pic.twitter.com/0w8Oyss8LU— Real Madrid Femenino 🤍 (@madridfeminfo) September 19, 2023 Aðspurð að því hvort hún væri ánægð með að vera í hópnum sagði markvörðurinn Misa Rodriguez einfaldlega „nei“ en spænski íþróttablaðamaðurinn Guillem Balague fullyrðir að leikmennirnir hafi einungis mætt vegna ótta við lagalegu hliðina því svara ekki kallinu í landsliðið. Það geti haft í för með sér sektir og bann frá landsliðinu. Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Ítreka að verkfallið standi þó þær hafi verið valdar í komandi verkefni Landsliðshópur spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi verkefni inniheldur fimmtán leikmenn sem hafa gefið út að þær séu í verkfalli vegna vinnubragða spænska knattspyrnusambandsins. Þær ítreka að þær séu í verkfalli og muni ekki spila. 19. september 2023 09:01 Heimsmeistarar Spánar fresta tilkynningu næsta landsliðshóps vegna verkfalla Landsliðskonur Spánar standa á sínu og eru áfram í verkfalli þó Luis Rubiales hafi sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda hafi verið látinn taka poka sinn. 15. september 2023 17:31 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Sjá meira
Alls 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfestu á dögunum að þær væru farnar í verkfall eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Þrátt fyrir það voru 15 leikmenn sem höfðu gefið það út að þeir væru í verkfalli valdir í spænska landsliðið og nú hafa sex af þessum 15 mætt til æfinga. Leikmennirnir sex eru allir búsettir í Madrid og hittust á hóteli þar í borg í dag áður en haldið var til Valencia til móts við liðið. Þeirra á meðal er Olga Carmona, en hún skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kvennaflokki er liðið vann 1-0 sigur gegn Englendingum. Hinar fimm eru þær Misa Rodriguez, Oihane Hernandez, Teresa Abelleira, Athenea del Castillo og Eva Navarro. Athenea del Castillo er sú eina af þessum sex sem hefur ekki sagst styðja verkfallið. 🚨🇪🇸 Misa Rodríguez, Teresa Abelleira, Athenea del Castillo, Oihane Hernández y Olga Carmona llegan a Valencia pic.twitter.com/0w8Oyss8LU— Real Madrid Femenino 🤍 (@madridfeminfo) September 19, 2023 Aðspurð að því hvort hún væri ánægð með að vera í hópnum sagði markvörðurinn Misa Rodriguez einfaldlega „nei“ en spænski íþróttablaðamaðurinn Guillem Balague fullyrðir að leikmennirnir hafi einungis mætt vegna ótta við lagalegu hliðina því svara ekki kallinu í landsliðið. Það geti haft í för með sér sektir og bann frá landsliðinu.
Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Ítreka að verkfallið standi þó þær hafi verið valdar í komandi verkefni Landsliðshópur spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi verkefni inniheldur fimmtán leikmenn sem hafa gefið út að þær séu í verkfalli vegna vinnubragða spænska knattspyrnusambandsins. Þær ítreka að þær séu í verkfalli og muni ekki spila. 19. september 2023 09:01 Heimsmeistarar Spánar fresta tilkynningu næsta landsliðshóps vegna verkfalla Landsliðskonur Spánar standa á sínu og eru áfram í verkfalli þó Luis Rubiales hafi sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda hafi verið látinn taka poka sinn. 15. september 2023 17:31 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Sjá meira
Ítreka að verkfallið standi þó þær hafi verið valdar í komandi verkefni Landsliðshópur spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi verkefni inniheldur fimmtán leikmenn sem hafa gefið út að þær séu í verkfalli vegna vinnubragða spænska knattspyrnusambandsins. Þær ítreka að þær séu í verkfalli og muni ekki spila. 19. september 2023 09:01
Heimsmeistarar Spánar fresta tilkynningu næsta landsliðshóps vegna verkfalla Landsliðskonur Spánar standa á sínu og eru áfram í verkfalli þó Luis Rubiales hafi sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda hafi verið látinn taka poka sinn. 15. september 2023 17:31