Svöruðu landsliðskallinu þrátt fyrir verkfallið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2023 18:01 Olga Carmona er ein þeirra sem mætti til móts við liðið í dag. Oscar J. Barroso / AFP7 via Getty Images Nokkrar af þeim spænsku landsliðskonum sem hafa verið í verkfalli undanfarið mættu til æfinga með liðinu í dag þrátt fyrir að þær hafi ítrekað að verkfallið haldi áfram þangað til breytingar verði gerðar. Alls 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfestu á dögunum að þær væru farnar í verkfall eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Þrátt fyrir það voru 15 leikmenn sem höfðu gefið það út að þeir væru í verkfalli valdir í spænska landsliðið og nú hafa sex af þessum 15 mætt til æfinga. Leikmennirnir sex eru allir búsettir í Madrid og hittust á hóteli þar í borg í dag áður en haldið var til Valencia til móts við liðið. Þeirra á meðal er Olga Carmona, en hún skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kvennaflokki er liðið vann 1-0 sigur gegn Englendingum. Hinar fimm eru þær Misa Rodriguez, Oihane Hernandez, Teresa Abelleira, Athenea del Castillo og Eva Navarro. Athenea del Castillo er sú eina af þessum sex sem hefur ekki sagst styðja verkfallið. 🚨🇪🇸 Misa Rodríguez, Teresa Abelleira, Athenea del Castillo, Oihane Hernández y Olga Carmona llegan a Valencia pic.twitter.com/0w8Oyss8LU— Real Madrid Femenino 🤍 (@madridfeminfo) September 19, 2023 Aðspurð að því hvort hún væri ánægð með að vera í hópnum sagði markvörðurinn Misa Rodriguez einfaldlega „nei“ en spænski íþróttablaðamaðurinn Guillem Balague fullyrðir að leikmennirnir hafi einungis mætt vegna ótta við lagalegu hliðina því svara ekki kallinu í landsliðið. Það geti haft í för með sér sektir og bann frá landsliðinu. Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Ítreka að verkfallið standi þó þær hafi verið valdar í komandi verkefni Landsliðshópur spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi verkefni inniheldur fimmtán leikmenn sem hafa gefið út að þær séu í verkfalli vegna vinnubragða spænska knattspyrnusambandsins. Þær ítreka að þær séu í verkfalli og muni ekki spila. 19. september 2023 09:01 Heimsmeistarar Spánar fresta tilkynningu næsta landsliðshóps vegna verkfalla Landsliðskonur Spánar standa á sínu og eru áfram í verkfalli þó Luis Rubiales hafi sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda hafi verið látinn taka poka sinn. 15. september 2023 17:31 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira
Alls 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfestu á dögunum að þær væru farnar í verkfall eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Þrátt fyrir það voru 15 leikmenn sem höfðu gefið það út að þeir væru í verkfalli valdir í spænska landsliðið og nú hafa sex af þessum 15 mætt til æfinga. Leikmennirnir sex eru allir búsettir í Madrid og hittust á hóteli þar í borg í dag áður en haldið var til Valencia til móts við liðið. Þeirra á meðal er Olga Carmona, en hún skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kvennaflokki er liðið vann 1-0 sigur gegn Englendingum. Hinar fimm eru þær Misa Rodriguez, Oihane Hernandez, Teresa Abelleira, Athenea del Castillo og Eva Navarro. Athenea del Castillo er sú eina af þessum sex sem hefur ekki sagst styðja verkfallið. 🚨🇪🇸 Misa Rodríguez, Teresa Abelleira, Athenea del Castillo, Oihane Hernández y Olga Carmona llegan a Valencia pic.twitter.com/0w8Oyss8LU— Real Madrid Femenino 🤍 (@madridfeminfo) September 19, 2023 Aðspurð að því hvort hún væri ánægð með að vera í hópnum sagði markvörðurinn Misa Rodriguez einfaldlega „nei“ en spænski íþróttablaðamaðurinn Guillem Balague fullyrðir að leikmennirnir hafi einungis mætt vegna ótta við lagalegu hliðina því svara ekki kallinu í landsliðið. Það geti haft í för með sér sektir og bann frá landsliðinu.
Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Ítreka að verkfallið standi þó þær hafi verið valdar í komandi verkefni Landsliðshópur spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi verkefni inniheldur fimmtán leikmenn sem hafa gefið út að þær séu í verkfalli vegna vinnubragða spænska knattspyrnusambandsins. Þær ítreka að þær séu í verkfalli og muni ekki spila. 19. september 2023 09:01 Heimsmeistarar Spánar fresta tilkynningu næsta landsliðshóps vegna verkfalla Landsliðskonur Spánar standa á sínu og eru áfram í verkfalli þó Luis Rubiales hafi sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda hafi verið látinn taka poka sinn. 15. september 2023 17:31 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira
Ítreka að verkfallið standi þó þær hafi verið valdar í komandi verkefni Landsliðshópur spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi verkefni inniheldur fimmtán leikmenn sem hafa gefið út að þær séu í verkfalli vegna vinnubragða spænska knattspyrnusambandsins. Þær ítreka að þær séu í verkfalli og muni ekki spila. 19. september 2023 09:01
Heimsmeistarar Spánar fresta tilkynningu næsta landsliðshóps vegna verkfalla Landsliðskonur Spánar standa á sínu og eru áfram í verkfalli þó Luis Rubiales hafi sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda hafi verið látinn taka poka sinn. 15. september 2023 17:31