Frá þessu greinir Morgunblaðið.
Fjörtíu frumvörp verða lögð fram vegna alþjóðlegra skuldbindinga en í flestum tilvikum er um að ræða innleiðingu á Evrópulöggjöf. Þá er rætt um tíu skýrslur ráðherra til Alþingis vegna ýmissa mála.
Þrjátíu og eitt mál verður lagt fram nú í september og ívið fleiri nú í haust en í vor.
Samkvæmt Morgunblaðinu verður svokallað lögreglufrumvarp endurflutt og annað mál sem gæti reynst ríkisstjórninni erfitt; frumvarp um lokuð búsetuúrræði fyrir hælisleitendur.
Einnig stendur til að leggja fram frumvarp um sölu áfengis á netinu og frumvarp sem miðar að því að skýra heimild ríkissáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilum.
Þá hyggst fjármálaráðherra endurflytja frumvörp um þjóðarsjóð og slit og uppgjör ÍL-sjóðs.