Ráðherra fær hnausþykkan undirskriftalista kvikmyndagerðarmanna gegn hvalveiðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. september 2023 17:32 Hvalveiðunum hefur verið mótmælt töluvert síðan Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti ákvörðun sína. Vísir/Ívar Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða. „Við undirrituð, sem vinnum í íslenska kvikmyndaiðnaðinum, viljum vekja athygli á þeim áhrifum sem áframhaldandi hvalveiðar munu hafa á okkar starf og ímynd landsins. Með það fyrir augum, biðjum við stjórnvöld á Íslandi að endurskoða ákvörðun sína um leyfi til hvalveiða,“ segir í tilkynningu fyrir hönd hópsins. Á undirskriftalistunum má finna fjölda þekktra nafna í kvikmyndageiranum en um 500 manns hafa skrifað undir. Á listanum má meðal annars finna Ilmi Kristjánsdóttur, Högna Egilsson, Brynhildi Guðjónsdóttur og Baltasar Kormák. Hvalveiðarnar hafa einnig vakið athygli í Hollywood en þekktir einstaklingar á borð við Leonardo DiCaprio og Jason Momoa hafa skrifað undir sambærilegan lista. „Hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á umhverfið, ímynd Íslands og þátttöku okkar í alþjóðlega kvikmyndaheiminum. Leikarar, leikstjórar, framleiðendur og kvikmyndagerðarfólk víða um heim, hafa nýlega lagt fram undirskriftalista, sem lýsir því yfir að Ísland verði sniðgengið ef hvalveiðar halda hér áfram og skaðar þannig orðspor Íslands í alþjóðlega kvikmyndaheiminum,“ segir enn fremur. Þúsundir hafi atvinnu við kvikmyndagerð allan ársins hring. Kvikmyndagerðarfólk krefst þess að ráðherra og ríkisstjórnin endurskoði ákvörðun matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar: „Við hvetjum ríkisstjórnina jafnframt til að ganga í takt við tímann og uppfæra sín gildi svo þau stuðli að áframhaldandi árangri landsins og atvinnu þúsunda Íslendinga.“ Hér að neðan má nálgast undirskriftalistana. Tengd skjöl Tell_Iceland's_Ministers_to_ban_cruel_fin_whale_huntingPDF75KBSækja skjal Ákall_frá_fólki_í_íslenskri_kvikmyndagerð_08DOCX52KBSækja skjal Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. 8. september 2023 12:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
„Við undirrituð, sem vinnum í íslenska kvikmyndaiðnaðinum, viljum vekja athygli á þeim áhrifum sem áframhaldandi hvalveiðar munu hafa á okkar starf og ímynd landsins. Með það fyrir augum, biðjum við stjórnvöld á Íslandi að endurskoða ákvörðun sína um leyfi til hvalveiða,“ segir í tilkynningu fyrir hönd hópsins. Á undirskriftalistunum má finna fjölda þekktra nafna í kvikmyndageiranum en um 500 manns hafa skrifað undir. Á listanum má meðal annars finna Ilmi Kristjánsdóttur, Högna Egilsson, Brynhildi Guðjónsdóttur og Baltasar Kormák. Hvalveiðarnar hafa einnig vakið athygli í Hollywood en þekktir einstaklingar á borð við Leonardo DiCaprio og Jason Momoa hafa skrifað undir sambærilegan lista. „Hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á umhverfið, ímynd Íslands og þátttöku okkar í alþjóðlega kvikmyndaheiminum. Leikarar, leikstjórar, framleiðendur og kvikmyndagerðarfólk víða um heim, hafa nýlega lagt fram undirskriftalista, sem lýsir því yfir að Ísland verði sniðgengið ef hvalveiðar halda hér áfram og skaðar þannig orðspor Íslands í alþjóðlega kvikmyndaheiminum,“ segir enn fremur. Þúsundir hafi atvinnu við kvikmyndagerð allan ársins hring. Kvikmyndagerðarfólk krefst þess að ráðherra og ríkisstjórnin endurskoði ákvörðun matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar: „Við hvetjum ríkisstjórnina jafnframt til að ganga í takt við tímann og uppfæra sín gildi svo þau stuðli að áframhaldandi árangri landsins og atvinnu þúsunda Íslendinga.“ Hér að neðan má nálgast undirskriftalistana. Tengd skjöl Tell_Iceland's_Ministers_to_ban_cruel_fin_whale_huntingPDF75KBSækja skjal Ákall_frá_fólki_í_íslenskri_kvikmyndagerð_08DOCX52KBSækja skjal
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. 8. september 2023 12:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. 8. september 2023 12:01