Afkoma ríkisins tæplega hundrað milljörðum skárri en var spáð Árni Sæberg skrifar 4. september 2023 19:52 Bjarni Benediktsson er ánægður með uppgjör ársins. Vísir/Vilhelm Heildarafkoma A1-hluta ríkisins á árinu 2022 reyndist tæplega eitt hundrað milljörðum króna betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins 2022 og um fimmtíu milljörðum króna betri en útlit var fyrir samkvæmt áætlunum síðla árs 2022. Þetta segir í fréttatilkynningu um uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2022, sem var birt í dag. Þar segir að heildarafkoman hafi verið neikvæð um tæpa 89 milljarð, í stað þeirra 186 milljarða sem áætlaðir voru í fjárlögum. Þá sé frumjöfnuður orðinn jákvæður um 6,7 milljarða króna en hafi verið áætlaður neikvæður um 131 milljarð króna samkvæmt samþykktum fjárlögum og sé þannig tæplega 138 milljörðum betri. Frumjöfnuður er afkoma ríkissjóðs fyrir vaxtatekjur- og gjöld. Langtum betri en nokkur þorði að vona Í tilkynningu segir að efnahagsbatinn eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi óvíða verið sterkari en hérlendis árið 2022. Hagvöxtur hafi reynst kröftugur og hratt dregið úr atvinnuleysi. Samhliða batanum hafi verðbólga vaxið hér á landi líkt og víðast hvar annars staðar. Niðurstöður ríkisreiknings beri efnahagsbatanum skýr merki. „Afkoman er langtum betri en nokkur þorði að vona fyrir aðeins örfáum misserum síðan. Það dregur jafnt og þétt úr hallarekstri, auk þess sem skuldahlutföll ríkissjóðs hafa þróast með mjög jákvæðum hætti. Við erum á réttri leið,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þá er haft eftir honum að tekjur ríkissjóðs hafi tekið hratt við sér á grunni sterks efnahagsbata og samhliða hafi verið gætt að því að sýna aðhald á útgjaldahliðinni. Þessi varfærna stefnumótun dragi úr eftirspurnarþrýstingi og stuðli að auknu jafnvægi í efnahagsmálum. Niðurstaðan veiti færi til sóknar og áframhaldandi bata á afkomu ríkissjóðs samhliða því sem áfram er unnið gegn ofþenslu hagkerfisins. Lækkun skuldahlutfalla ríkissjóðs feli í sér að skilyrði skapist til að lækka vaxtakostnað að nýju og tryggi að ríkissjóður sé í færum til að bregðast við efnahagsáföllum án þess að trausti og sjálfbærni sé ógnað. Niðurstaðan styðji áform ríkisstjórnarinnar Þá segir að ríkisstjórnin hafi setti sér þau meginmarkmið í upphafi kjörtímabilsins í lok árs 2021 að styðja við hagkerfið þar til efnahagslífið næði traustri fótfestu að nýju. Í framhaldinu yrði áherslan lögð á að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs og þannig hafi einnig verið sett markmið um að bæta afkomu ríkissjóðs jafnt og þétt þannig að stöðva mætti hækkun á skuldum hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu eigi síðar en í árslok 2026. Samhliða yrði tryggt að tölulegar fjármálareglur laga um opinber fjármál gætu tekið gildi það ár eftir að hafa verið tímabundið vikið til hliðar í miðjum kórónuveirufaraldrinum. „Hraður efnahagsbati staðfestir réttmæti þeirra ákvarðana sem teknar voru í upphafi faraldursins um að ríkissjóður tæki stöðu með heimilum og fyrirtækjum á meðan hann geisaði og skapaði þeim um leið skilyrði til að veita kröftuga viðspyrnu þegar faraldrinum sleppti. Þessi niðurstaða styður þau áform sem ríkisstjórnin kynnti síðastliðið vor um að gildistöku fjármálareglnanna verði flýtt um eitt ár og þær taki gildi á árinu 2025,“ er haft eftir Bjarna. Loks segir að miklar breytingar vegna innleiðingar á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum geri samanburð á ríkireikningum milli ára erfiðan. Að þessu sinni sé reikningurinn birtur sem samstæða A- og B-hluta ríkisins sem sé í samræmi við innleiðingaráætlun á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Afkoma ársins fyrir A- og B- hluta sé neikvæð um 175 milljarða króna. Afkoma ríkissjóðs fyrir A-1 hluta sé sýnd í séryfirliti 1 og samanburðarhæf við fyrra ár. Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu um uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2022, sem var birt í dag. Þar segir að heildarafkoman hafi verið neikvæð um tæpa 89 milljarð, í stað þeirra 186 milljarða sem áætlaðir voru í fjárlögum. Þá sé frumjöfnuður orðinn jákvæður um 6,7 milljarða króna en hafi verið áætlaður neikvæður um 131 milljarð króna samkvæmt samþykktum fjárlögum og sé þannig tæplega 138 milljörðum betri. Frumjöfnuður er afkoma ríkissjóðs fyrir vaxtatekjur- og gjöld. Langtum betri en nokkur þorði að vona Í tilkynningu segir að efnahagsbatinn eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi óvíða verið sterkari en hérlendis árið 2022. Hagvöxtur hafi reynst kröftugur og hratt dregið úr atvinnuleysi. Samhliða batanum hafi verðbólga vaxið hér á landi líkt og víðast hvar annars staðar. Niðurstöður ríkisreiknings beri efnahagsbatanum skýr merki. „Afkoman er langtum betri en nokkur þorði að vona fyrir aðeins örfáum misserum síðan. Það dregur jafnt og þétt úr hallarekstri, auk þess sem skuldahlutföll ríkissjóðs hafa þróast með mjög jákvæðum hætti. Við erum á réttri leið,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þá er haft eftir honum að tekjur ríkissjóðs hafi tekið hratt við sér á grunni sterks efnahagsbata og samhliða hafi verið gætt að því að sýna aðhald á útgjaldahliðinni. Þessi varfærna stefnumótun dragi úr eftirspurnarþrýstingi og stuðli að auknu jafnvægi í efnahagsmálum. Niðurstaðan veiti færi til sóknar og áframhaldandi bata á afkomu ríkissjóðs samhliða því sem áfram er unnið gegn ofþenslu hagkerfisins. Lækkun skuldahlutfalla ríkissjóðs feli í sér að skilyrði skapist til að lækka vaxtakostnað að nýju og tryggi að ríkissjóður sé í færum til að bregðast við efnahagsáföllum án þess að trausti og sjálfbærni sé ógnað. Niðurstaðan styðji áform ríkisstjórnarinnar Þá segir að ríkisstjórnin hafi setti sér þau meginmarkmið í upphafi kjörtímabilsins í lok árs 2021 að styðja við hagkerfið þar til efnahagslífið næði traustri fótfestu að nýju. Í framhaldinu yrði áherslan lögð á að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs og þannig hafi einnig verið sett markmið um að bæta afkomu ríkissjóðs jafnt og þétt þannig að stöðva mætti hækkun á skuldum hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu eigi síðar en í árslok 2026. Samhliða yrði tryggt að tölulegar fjármálareglur laga um opinber fjármál gætu tekið gildi það ár eftir að hafa verið tímabundið vikið til hliðar í miðjum kórónuveirufaraldrinum. „Hraður efnahagsbati staðfestir réttmæti þeirra ákvarðana sem teknar voru í upphafi faraldursins um að ríkissjóður tæki stöðu með heimilum og fyrirtækjum á meðan hann geisaði og skapaði þeim um leið skilyrði til að veita kröftuga viðspyrnu þegar faraldrinum sleppti. Þessi niðurstaða styður þau áform sem ríkisstjórnin kynnti síðastliðið vor um að gildistöku fjármálareglnanna verði flýtt um eitt ár og þær taki gildi á árinu 2025,“ er haft eftir Bjarna. Loks segir að miklar breytingar vegna innleiðingar á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum geri samanburð á ríkireikningum milli ára erfiðan. Að þessu sinni sé reikningurinn birtur sem samstæða A- og B-hluta ríkisins sem sé í samræmi við innleiðingaráætlun á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Afkoma ársins fyrir A- og B- hluta sé neikvæð um 175 milljarða króna. Afkoma ríkissjóðs fyrir A-1 hluta sé sýnd í séryfirliti 1 og samanburðarhæf við fyrra ár.
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira