Gravenberch mætti ekki á æfingu og nálgast Liverpool Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2023 17:47 Ryan Gravenberch vill komast til Liverpool. Vísir/Getty Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch var ekki sjáanlegur á æfingu hjá Þýskalandsmeisturum Bayern München í morgun. Liverpool hefur verið á eftir Gravenberch undanfarna dag og leikmaðurinn er sagður vilja koma félagaskiptunum í gegn. Liverpool og Bayern eiga enn í viðræðum um mögulegt kaupverð á miðjumanninum sem gekk í raðir þýska stórveldisins síðasta sumar frá Ajax. Þýsku meistararnir eru sagðir vilja á milli 30 og 35 milljónir punda fyrir leikmanninn. Forráðamenn Bayern eru þó ekki hrifnir af því að selja Gravenberch nema vera búnir að tryggja sér annan leikmann í staðinn. Félagið vinnur nú í því að reyna að að fá Joao Palhinha frá Fulham. Understand Liverpool have confirmed to Bayern they’ve official bid ready to be submitted for Ryan Gravenberch 🚨🔴 #LFCClubs in contact since Monday, formal process will start once Bayern will give green light as they need replacement.Gravenberch wants Liverpool move. pic.twitter.com/5vemH9Y7so— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2023 Liverpool er þó ekki eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur áhuga á því að fá Gravenberch í sínar raðir. Erkifjendur þeirra í Manchester United hafa lengi haft augastað á leikmanninum og þrátt fyrir að Liverpool sé líklegri áfangastaður fyrir Hollendinginn hafa forráðamenn Manchester United þó ekki gefist upp í kapphlaupinu. Gravenberch er enn aðeins 21 árs gamall. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Ajax í september 2018, þá aðeins 16 ára og 130 daga gamall sem gerði hann að yngsta leikmanni liðsins til að spila deildarleik frá upphafi. Hann lék 25 deildarleiki fyrir Bayern á síðasta tímabili og á einnig að baki 11 leiki fyrir hollenska landsliðið. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Liverpool og Bayern eiga enn í viðræðum um mögulegt kaupverð á miðjumanninum sem gekk í raðir þýska stórveldisins síðasta sumar frá Ajax. Þýsku meistararnir eru sagðir vilja á milli 30 og 35 milljónir punda fyrir leikmanninn. Forráðamenn Bayern eru þó ekki hrifnir af því að selja Gravenberch nema vera búnir að tryggja sér annan leikmann í staðinn. Félagið vinnur nú í því að reyna að að fá Joao Palhinha frá Fulham. Understand Liverpool have confirmed to Bayern they’ve official bid ready to be submitted for Ryan Gravenberch 🚨🔴 #LFCClubs in contact since Monday, formal process will start once Bayern will give green light as they need replacement.Gravenberch wants Liverpool move. pic.twitter.com/5vemH9Y7so— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2023 Liverpool er þó ekki eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur áhuga á því að fá Gravenberch í sínar raðir. Erkifjendur þeirra í Manchester United hafa lengi haft augastað á leikmanninum og þrátt fyrir að Liverpool sé líklegri áfangastaður fyrir Hollendinginn hafa forráðamenn Manchester United þó ekki gefist upp í kapphlaupinu. Gravenberch er enn aðeins 21 árs gamall. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Ajax í september 2018, þá aðeins 16 ára og 130 daga gamall sem gerði hann að yngsta leikmanni liðsins til að spila deildarleik frá upphafi. Hann lék 25 deildarleiki fyrir Bayern á síðasta tímabili og á einnig að baki 11 leiki fyrir hollenska landsliðið.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira