Leggja taugaóstyrkir Sjálfstæðismenn ef til vill sjálfir fram vantraust? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2023 11:46 „Það eru þingmennríkisstjórnarinnar sem eru opinberlega að daðra við vantraust,“ segir Þorbjörg. Vísir/Vilhelm „Sjálfstæðisflokkurinn er farinn á taugum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar um stöðu stjórnarsamstarfsins. Tilefnið eru vangaveltur um mögulegt vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Elliði Vignisson, sveitarstjóri Ölfuss, segist gera ráð fyrir því að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu gegn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en hann gefur sér að Umboðsmaður Alþingis muni komast að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi brotið lög þegar hún frestaði hvalveiðum. „Sundruð ríkisstjórn virðist ekki geta starfað eftir skýrri stefnu í þágu almennings. Almenningur er að kalla eftir forystu og stefnu - en ríkisstjórnin ræðir það helst núna að leggja fram vantrauststillögu á sig sjálfa,“ segir Þorbjörg í færslu á Facebook nú í morgun. Hún segir lítið heyrast frá ríkisstjórninni annað en rifrildi en á sama tíma glími almenningur við raunveruleg vandamál; verðbólgu, vaxtahækkanir og rýrnun ráðstöfunartekna. Þá séu kjarasamningar fram undan og óvissan mikil. Þorbjörg segir ríkisstjórnina „meðvitundarlausa“. „Ríkisstjórnin er ekki bara stefnulaus í efnahagsmálum. Það er hún í heilbrigðismálum jafnt sem velferðarmálum. Hún er sundruð í löggæslumálum og húsnæðismálum, útlendingamálum sem orkumálum. Raunar í flestum þeim málum sem snerta venjulegt fólk í landinu,“ segir hún. Vísir hafði samband við Þorbjörgu og spurði hana hvort hún sæi fyrir sér vantrauststillögu gegn matvælaráðherra af hálfu stjórnarandstöðunnar. „Það eru þingmenn ríkisstjórnarinnar sem eru opinberlega að daðra við vantraust. Leggja þeir það kannski fram sjálfir?“ spyr hún á móti. „Og hver eru skilaboð þeirra til síns formanns sem er með hliðstætt mál hjá Umboðsmanni Alþingis; möguleg brot á stjórnsýslulögum? Aðalatriðið er að ríkisstjórnin er svo sundruð að hún getur ekki sýnt forystu í þeim málum sem venjulegt fólk er að glíma við. Það eru efnahagsmálin; vextir og verðbólga, og innviðir; heilbrigðisþjónusta fyrir fólkið í landinu.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Elliði Vignisson, sveitarstjóri Ölfuss, segist gera ráð fyrir því að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu gegn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en hann gefur sér að Umboðsmaður Alþingis muni komast að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi brotið lög þegar hún frestaði hvalveiðum. „Sundruð ríkisstjórn virðist ekki geta starfað eftir skýrri stefnu í þágu almennings. Almenningur er að kalla eftir forystu og stefnu - en ríkisstjórnin ræðir það helst núna að leggja fram vantrauststillögu á sig sjálfa,“ segir Þorbjörg í færslu á Facebook nú í morgun. Hún segir lítið heyrast frá ríkisstjórninni annað en rifrildi en á sama tíma glími almenningur við raunveruleg vandamál; verðbólgu, vaxtahækkanir og rýrnun ráðstöfunartekna. Þá séu kjarasamningar fram undan og óvissan mikil. Þorbjörg segir ríkisstjórnina „meðvitundarlausa“. „Ríkisstjórnin er ekki bara stefnulaus í efnahagsmálum. Það er hún í heilbrigðismálum jafnt sem velferðarmálum. Hún er sundruð í löggæslumálum og húsnæðismálum, útlendingamálum sem orkumálum. Raunar í flestum þeim málum sem snerta venjulegt fólk í landinu,“ segir hún. Vísir hafði samband við Þorbjörgu og spurði hana hvort hún sæi fyrir sér vantrauststillögu gegn matvælaráðherra af hálfu stjórnarandstöðunnar. „Það eru þingmenn ríkisstjórnarinnar sem eru opinberlega að daðra við vantraust. Leggja þeir það kannski fram sjálfir?“ spyr hún á móti. „Og hver eru skilaboð þeirra til síns formanns sem er með hliðstætt mál hjá Umboðsmanni Alþingis; möguleg brot á stjórnsýslulögum? Aðalatriðið er að ríkisstjórnin er svo sundruð að hún getur ekki sýnt forystu í þeim málum sem venjulegt fólk er að glíma við. Það eru efnahagsmálin; vextir og verðbólga, og innviðir; heilbrigðisþjónusta fyrir fólkið í landinu.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira