Fótbolti

Múrsteini kastað í liðsrútu Aston Villa eftir sigurinn gegn Burnley

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Liðsrúta Aston Villa fékk að finna fyrir því eftir sigur liðsins gegn Burnley í gær.
Liðsrúta Aston Villa fékk að finna fyrir því eftir sigur liðsins gegn Burnley í gær. Aston Villa FC/Aston Villa FC via Getty Images

Liðsmenn Aston Villa lentu í heldu í heldur óskemmtilegu atviki er liðið gerðaðist heim eftir góðan 1-3 útisigur gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar múrsteini var kastað í liðsrútuna.

Múrsteininum var kastað ofan af göngubrú sem liggur yfir M65-hraðbrautina, aðeins tæpum fjórum kílómetrum frá Turf Moor, heimavelli Burnley, og hafnaði hann á framrúðu rútunnar.

Talsmaður lögreglunnar á svæðinu segir að mikil umferð hafi verið á veginum í kjölfar leiksins og að aðeins heppni hafi komið í veg fyrir að ekki fór verr.

„Atvikið átti sér stað þegar mikil umferð var á veginum á heimleið eftir leik Burnley og Aston Villa. Það var ekkert nema heppni sem kom í veg fyrir það að múrsteinninn olli ekki meiri skaða, eða hafi orðið valdur af alvarlegum meiðslum eða jafnvel dauða.“

Þá sendi Burnley einnig frá sér yfirlýsingu þar sem félagið segist muna aðstoða lögreglu við að finna þann sem ber ábyrgð á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×