Iglesias gefur ekki á kost á sér í landsliðið vegna hegðunar forsetans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2023 17:45 Spilar ekki fyrir landslið Spánar fyrr en hlutirnir breytast. EPA-EFE/Jose Manuel Vidal Borja Iglesias, framherji Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi verkefni vegna hegðunar Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Forsaga málsins er sú að Rubiales var viðstaddur til að veita spænska kvennalandsliðinu í knattspyrnu verðlaun eftir að liðið varð heimsmeistari á dögunum. Eftir að gefa Jenni Hermoso verðlaunapening sinn þá tók hann utan um höfuð hennar og smellti af kossi. Þrátt fyrir að Hermoso hafi staðfest að hún hafi á engan hátt samþykkt kossinn þá telur Rubiales sig ekki hafa gert neitt rangt. Jafnframt neitar forsetinn að segja af sér en hann hefur verið harðlega gagnrýndur af hinum ýmsu leikmönnum spænska kvennalandsliðsins sem og annara landsliða. Þá hafa einstaka karlmenn látið í sér heyra, Borja Iglesias þar á meðal. Hinn þrítugi Borja er ekki fastagestur í landsliðshópi Spánar en hefur síðan 2022 spilað tvo A-landsleiki. Þrátt fyrir að það sé með hans stoltustu augnablikum á ferlinum þá ætlar hann ekki að spila aftur fyrir landslið Spánar fyrr en eitthvað breytist. „Ég er sorgmæddur og vonsvikinn“ segir Borja á Twitter-síðu sinni. Hann heldur svo áfram. Borja segir að gjörðir knattspyrnusambandsins í dag standi ekki fyrir það sem hann geri, hvorki sem persóna né knattspyrnumaður. Estoy triste y decepcionado. Como futbolista y como persona no me siento representado por lo que ha pasado hoy en la Ciudad del Fútbol de Las Rozas. Me parece lamentable que sigan presionando y poniendo el foco sobre una compañera.— Borja Iglesias (@BorjaIglesias9) August 25, 2023 „Að klæðast treyju spænska landsliðsins er eitt það merkasta sem hefur gerst á mínum ferli. Ég veit ekki hvort það mun gerast aftur í framtíðinni en sem stendur hef ég tekið ákvörðun um að snúa ekki aftur fyrr en hlutirnir breytast og refsað verði fyrir gjörðir sem þessar.“ „Fyrir mannúðlegri og sanngjarnari fótbolta,“ sagði Borja Iglesias að endingu. Fótbolti Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12 FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57 Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. 24. ágúst 2023 07:38 „Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Rubiales var viðstaddur til að veita spænska kvennalandsliðinu í knattspyrnu verðlaun eftir að liðið varð heimsmeistari á dögunum. Eftir að gefa Jenni Hermoso verðlaunapening sinn þá tók hann utan um höfuð hennar og smellti af kossi. Þrátt fyrir að Hermoso hafi staðfest að hún hafi á engan hátt samþykkt kossinn þá telur Rubiales sig ekki hafa gert neitt rangt. Jafnframt neitar forsetinn að segja af sér en hann hefur verið harðlega gagnrýndur af hinum ýmsu leikmönnum spænska kvennalandsliðsins sem og annara landsliða. Þá hafa einstaka karlmenn látið í sér heyra, Borja Iglesias þar á meðal. Hinn þrítugi Borja er ekki fastagestur í landsliðshópi Spánar en hefur síðan 2022 spilað tvo A-landsleiki. Þrátt fyrir að það sé með hans stoltustu augnablikum á ferlinum þá ætlar hann ekki að spila aftur fyrir landslið Spánar fyrr en eitthvað breytist. „Ég er sorgmæddur og vonsvikinn“ segir Borja á Twitter-síðu sinni. Hann heldur svo áfram. Borja segir að gjörðir knattspyrnusambandsins í dag standi ekki fyrir það sem hann geri, hvorki sem persóna né knattspyrnumaður. Estoy triste y decepcionado. Como futbolista y como persona no me siento representado por lo que ha pasado hoy en la Ciudad del Fútbol de Las Rozas. Me parece lamentable que sigan presionando y poniendo el foco sobre una compañera.— Borja Iglesias (@BorjaIglesias9) August 25, 2023 „Að klæðast treyju spænska landsliðsins er eitt það merkasta sem hefur gerst á mínum ferli. Ég veit ekki hvort það mun gerast aftur í framtíðinni en sem stendur hef ég tekið ákvörðun um að snúa ekki aftur fyrr en hlutirnir breytast og refsað verði fyrir gjörðir sem þessar.“ „Fyrir mannúðlegri og sanngjarnari fótbolta,“ sagði Borja Iglesias að endingu.
Fótbolti Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12 FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57 Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. 24. ágúst 2023 07:38 „Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12
FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57
Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. 24. ágúst 2023 07:38
„Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti