FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 12:57 Luis Rubiales var aðeins of glaður í leikslok á úrslitaleiknum og fór að flestra mati ítrekað langt yfir strikið. Getty/Alex Pantling Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á forseta spænska knattspyrnusambandsins eftir hegðun hans á úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í Ástralíu. Luis Rubiales er ekki bara forseti spænska knattspyrnusambandsins því hann er líka einn af varaformönnum Knattspyrnusambands Evrópu. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur kallað saman neyðarfund og þar þarf forsetinn að verja sína hegðun. The FIFA Disciplinary Committee has opened disciplinary proceedings against Luis Rubiales, the president of the Spanish FA who kissed Jenni Hermoso after the country's World Cup victory.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 24, 2023 Rubiales kyssti Jenni Hermoso, framherja spænska landsliðsins, beint á munninn í verðlaunaafhendingunni en hann varð líka uppvís að annarri vafasamri hegðun eins og að faðma og kyssa aðra leikmenn, taka um klof sér í heiðursstúkunni, og lyfta leikmönnum upp á axlir sér á grasinu eftir verðlaunaafhendinguna. Mál hans fer nú fyrir aganefnd FIFA en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir hegðun sína og nú síðast kallaði leikmaðurinn og leikmannasamtökin eftir því að slík hegðun hefði einhverjar afleiðingar. Aganefnd FIFA mun nú skoða hvort að Rubiales hafi brotið gegn grein þrettán í agareglum sambandsins sem snýr af móðgandi hegðun og háttvísi. Þegar Rubiales tók um klof sér í heiðursstúkunni þá stóð hann rétt hjá drottningu Spánar og sextán ára dóttur hennar. Rubiales baðst afsökunar á kossinum á mánudaginn en forsætisráðherra Spánar var einn af þeim sem taldi það ekki nóg. Leikmaðurinn er 33 ára gömul, hefur spilað yfir hundrað landsleiki og er markahæsta landsliðskona Spánar frá upphafi. Hún hefur fengið liðsinni frá Alþjóða leikmannasamtökunun, Futpro, og segir að samtökin muni sjá um afskipti hennar að málinu. Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á forseta spænska knattspyrnusambandsins eftir hegðun hans á úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í Ástralíu. Luis Rubiales er ekki bara forseti spænska knattspyrnusambandsins því hann er líka einn af varaformönnum Knattspyrnusambands Evrópu. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur kallað saman neyðarfund og þar þarf forsetinn að verja sína hegðun. The FIFA Disciplinary Committee has opened disciplinary proceedings against Luis Rubiales, the president of the Spanish FA who kissed Jenni Hermoso after the country's World Cup victory.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 24, 2023 Rubiales kyssti Jenni Hermoso, framherja spænska landsliðsins, beint á munninn í verðlaunaafhendingunni en hann varð líka uppvís að annarri vafasamri hegðun eins og að faðma og kyssa aðra leikmenn, taka um klof sér í heiðursstúkunni, og lyfta leikmönnum upp á axlir sér á grasinu eftir verðlaunaafhendinguna. Mál hans fer nú fyrir aganefnd FIFA en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir hegðun sína og nú síðast kallaði leikmaðurinn og leikmannasamtökin eftir því að slík hegðun hefði einhverjar afleiðingar. Aganefnd FIFA mun nú skoða hvort að Rubiales hafi brotið gegn grein þrettán í agareglum sambandsins sem snýr af móðgandi hegðun og háttvísi. Þegar Rubiales tók um klof sér í heiðursstúkunni þá stóð hann rétt hjá drottningu Spánar og sextán ára dóttur hennar. Rubiales baðst afsökunar á kossinum á mánudaginn en forsætisráðherra Spánar var einn af þeim sem taldi það ekki nóg. Leikmaðurinn er 33 ára gömul, hefur spilað yfir hundrað landsleiki og er markahæsta landsliðskona Spánar frá upphafi. Hún hefur fengið liðsinni frá Alþjóða leikmannasamtökunun, Futpro, og segir að samtökin muni sjá um afskipti hennar að málinu.
Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira