Fólk að bugast vegna aukinnar greiðslubyrði Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. ágúst 2023 20:30 Kristín Eir Helgadóttir, ráðgjafi hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Vísir/Sigurjón Veruleg fjölgun hefur orðið á því að fólk leitar til Hagsmunasamtaka heimilanna vegna greiðsluerfiðleika og fer þeim enn fjölgandi. Útlit er fyrir að fólk gæti farið að missa heimili sín vegna aukinnar greiðslubyrði. Þetta segir Kristín Eir Helgadóttir, ráðgjafi hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, en hún segir samtökin fordæma nýjustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans og að það séu ekki heimilin á Íslandi sem valdi þenslu. Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hækkuðu í dag stýrivesti um hálft prósent og eru þeir nú 9,25 prósent. Stýrivextir hafa hækkað fjórtán sinnum í röð. Sjá einnig: Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Seðlabankastjóri hefur ráðlagt fólki að tala við fjármálafyrirtæki og lánastofnanir en Kristín segir mjög mismunandi hvernig það hafi reynst. „Hann er í fyrsta lagi að beina fólki að hækka lánin sín að einhverju leyti, sem er ekkert alltaf hægt að gera því fólk stenst ekki alltaf greiðslumat, það er ekki til veðrými og fleira,“ segir Kristín. „Svo er hann í raun að beina fólki beint yfir í verðtryggð lán, sem er heldur ekkert endilega besta lausnin.“ Aðspurð um hvort búast megi við því að fólk eigi á hættu að missa heimili sín segir Kristín svo vera. „Já, það er alveg klárlega það sem við erum að horfa á. Við erum að horfa á það að fólk er ekki að ráða við þessa auknu greiðslubyrði, hún hefur hækkað alveg gríðarlega, gríðarlega mikið. Á einu ári hafa til að mynda fjörutíu milljóna króna íbúðalán hækkað um tvö hundruð þúsund krónur, í greiðslubyrði á mánuði, og fólk er ekkert að ráða við þetta.“ Kristín segir fólk grípa til þess að taka skammtímaskuldbindingar eins og smálán. „Það er að fá einhverjar milljónir þarna upp og rúlla því öllu inn á íbúðalánin sín,“ segir Kristín. Hér að neðan má sjá viðtalið við Kristínu í fréttum Stöðvar 2. Það hefst eftir tvær og hálfa mínútu. Seðlabankinn Fjármál heimilisins Kjaramál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Þetta segir Kristín Eir Helgadóttir, ráðgjafi hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, en hún segir samtökin fordæma nýjustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans og að það séu ekki heimilin á Íslandi sem valdi þenslu. Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hækkuðu í dag stýrivesti um hálft prósent og eru þeir nú 9,25 prósent. Stýrivextir hafa hækkað fjórtán sinnum í röð. Sjá einnig: Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Seðlabankastjóri hefur ráðlagt fólki að tala við fjármálafyrirtæki og lánastofnanir en Kristín segir mjög mismunandi hvernig það hafi reynst. „Hann er í fyrsta lagi að beina fólki að hækka lánin sín að einhverju leyti, sem er ekkert alltaf hægt að gera því fólk stenst ekki alltaf greiðslumat, það er ekki til veðrými og fleira,“ segir Kristín. „Svo er hann í raun að beina fólki beint yfir í verðtryggð lán, sem er heldur ekkert endilega besta lausnin.“ Aðspurð um hvort búast megi við því að fólk eigi á hættu að missa heimili sín segir Kristín svo vera. „Já, það er alveg klárlega það sem við erum að horfa á. Við erum að horfa á það að fólk er ekki að ráða við þessa auknu greiðslubyrði, hún hefur hækkað alveg gríðarlega, gríðarlega mikið. Á einu ári hafa til að mynda fjörutíu milljóna króna íbúðalán hækkað um tvö hundruð þúsund krónur, í greiðslubyrði á mánuði, og fólk er ekkert að ráða við þetta.“ Kristín segir fólk grípa til þess að taka skammtímaskuldbindingar eins og smálán. „Það er að fá einhverjar milljónir þarna upp og rúlla því öllu inn á íbúðalánin sín,“ segir Kristín. Hér að neðan má sjá viðtalið við Kristínu í fréttum Stöðvar 2. Það hefst eftir tvær og hálfa mínútu.
Seðlabankinn Fjármál heimilisins Kjaramál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira