Fólk að bugast vegna aukinnar greiðslubyrði Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. ágúst 2023 20:30 Kristín Eir Helgadóttir, ráðgjafi hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Vísir/Sigurjón Veruleg fjölgun hefur orðið á því að fólk leitar til Hagsmunasamtaka heimilanna vegna greiðsluerfiðleika og fer þeim enn fjölgandi. Útlit er fyrir að fólk gæti farið að missa heimili sín vegna aukinnar greiðslubyrði. Þetta segir Kristín Eir Helgadóttir, ráðgjafi hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, en hún segir samtökin fordæma nýjustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans og að það séu ekki heimilin á Íslandi sem valdi þenslu. Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hækkuðu í dag stýrivesti um hálft prósent og eru þeir nú 9,25 prósent. Stýrivextir hafa hækkað fjórtán sinnum í röð. Sjá einnig: Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Seðlabankastjóri hefur ráðlagt fólki að tala við fjármálafyrirtæki og lánastofnanir en Kristín segir mjög mismunandi hvernig það hafi reynst. „Hann er í fyrsta lagi að beina fólki að hækka lánin sín að einhverju leyti, sem er ekkert alltaf hægt að gera því fólk stenst ekki alltaf greiðslumat, það er ekki til veðrými og fleira,“ segir Kristín. „Svo er hann í raun að beina fólki beint yfir í verðtryggð lán, sem er heldur ekkert endilega besta lausnin.“ Aðspurð um hvort búast megi við því að fólk eigi á hættu að missa heimili sín segir Kristín svo vera. „Já, það er alveg klárlega það sem við erum að horfa á. Við erum að horfa á það að fólk er ekki að ráða við þessa auknu greiðslubyrði, hún hefur hækkað alveg gríðarlega, gríðarlega mikið. Á einu ári hafa til að mynda fjörutíu milljóna króna íbúðalán hækkað um tvö hundruð þúsund krónur, í greiðslubyrði á mánuði, og fólk er ekkert að ráða við þetta.“ Kristín segir fólk grípa til þess að taka skammtímaskuldbindingar eins og smálán. „Það er að fá einhverjar milljónir þarna upp og rúlla því öllu inn á íbúðalánin sín,“ segir Kristín. Hér að neðan má sjá viðtalið við Kristínu í fréttum Stöðvar 2. Það hefst eftir tvær og hálfa mínútu. Seðlabankinn Fjármál heimilisins Kjaramál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Þetta segir Kristín Eir Helgadóttir, ráðgjafi hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, en hún segir samtökin fordæma nýjustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans og að það séu ekki heimilin á Íslandi sem valdi þenslu. Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hækkuðu í dag stýrivesti um hálft prósent og eru þeir nú 9,25 prósent. Stýrivextir hafa hækkað fjórtán sinnum í röð. Sjá einnig: Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Seðlabankastjóri hefur ráðlagt fólki að tala við fjármálafyrirtæki og lánastofnanir en Kristín segir mjög mismunandi hvernig það hafi reynst. „Hann er í fyrsta lagi að beina fólki að hækka lánin sín að einhverju leyti, sem er ekkert alltaf hægt að gera því fólk stenst ekki alltaf greiðslumat, það er ekki til veðrými og fleira,“ segir Kristín. „Svo er hann í raun að beina fólki beint yfir í verðtryggð lán, sem er heldur ekkert endilega besta lausnin.“ Aðspurð um hvort búast megi við því að fólk eigi á hættu að missa heimili sín segir Kristín svo vera. „Já, það er alveg klárlega það sem við erum að horfa á. Við erum að horfa á það að fólk er ekki að ráða við þessa auknu greiðslubyrði, hún hefur hækkað alveg gríðarlega, gríðarlega mikið. Á einu ári hafa til að mynda fjörutíu milljóna króna íbúðalán hækkað um tvö hundruð þúsund krónur, í greiðslubyrði á mánuði, og fólk er ekkert að ráða við þetta.“ Kristín segir fólk grípa til þess að taka skammtímaskuldbindingar eins og smálán. „Það er að fá einhverjar milljónir þarna upp og rúlla því öllu inn á íbúðalánin sín,“ segir Kristín. Hér að neðan má sjá viðtalið við Kristínu í fréttum Stöðvar 2. Það hefst eftir tvær og hálfa mínútu.
Seðlabankinn Fjármál heimilisins Kjaramál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira