Forsætisráðherra Spánar gagnrýnir Rubiales Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. ágúst 2023 07:31 Pedro Sánchez tekur í spaðann Luis Rubiales þegar hann tók á móti spænsku heimsmeisturunum. getty/Burak Akbulut Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir úrslitaleik HM óásættanlega. Rubiales hefur víða fengið á baukinn fyrir að kyssa Jennifer Hermoso á munninn eftir úrslitaleik HM þar sem Spánn vann England, 1-0. Forsætisráðherra Spánar hefur nú tjáð sig um kossinn. „Við urðum vitni að óásættanlegri framkomu,“ sagði Sánchez sem finnst myndbandið þar sem Rubiales baðst afsökunar á kossinum ekki vera nóg. „Afsökunarbeiðnin dugar ekki og er ófullnægjandi. Leikmennirnir lögðu allt í leikinn en Rubiales sýndi að það er enn langur vegur í átt að jafnrétti.“ Ekki nóg með að Rubiales hafi smellt rembingskossi á Hermoso á verðlaunapallinum heldur kyssti hann fleiri leikmenn spænska liðsins niðri á vellinum. Þá greip hann um klofið á sér þegar úrslitaleiknum. Skammt frá honum í heiðursstúkunni stóð Spánardrottning. Það er ekki bara Rubiales sem kom sér í klandur með framkomu sinni á sunnudaginn. Þjálfari spænska liðsins, Jorge Vilda, greip nefnilega í brjóst samstarfskonu sinnar þegar hann fagnaði marki Olgu Carmona í úrslitaleiknum. Rubiales hefur alltaf staðið þétt við bakið á hinum umdeilda Vilda, meðal annars eftir að fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og sagt að hann hafi haft slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Aðeins örfáir af leikmönnunum fimmtán sem sendu bréfið voru í heimsmeistaraliði Spánar. Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spánn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. 22. ágúst 2023 14:01 Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Sjá meira
Rubiales hefur víða fengið á baukinn fyrir að kyssa Jennifer Hermoso á munninn eftir úrslitaleik HM þar sem Spánn vann England, 1-0. Forsætisráðherra Spánar hefur nú tjáð sig um kossinn. „Við urðum vitni að óásættanlegri framkomu,“ sagði Sánchez sem finnst myndbandið þar sem Rubiales baðst afsökunar á kossinum ekki vera nóg. „Afsökunarbeiðnin dugar ekki og er ófullnægjandi. Leikmennirnir lögðu allt í leikinn en Rubiales sýndi að það er enn langur vegur í átt að jafnrétti.“ Ekki nóg með að Rubiales hafi smellt rembingskossi á Hermoso á verðlaunapallinum heldur kyssti hann fleiri leikmenn spænska liðsins niðri á vellinum. Þá greip hann um klofið á sér þegar úrslitaleiknum. Skammt frá honum í heiðursstúkunni stóð Spánardrottning. Það er ekki bara Rubiales sem kom sér í klandur með framkomu sinni á sunnudaginn. Þjálfari spænska liðsins, Jorge Vilda, greip nefnilega í brjóst samstarfskonu sinnar þegar hann fagnaði marki Olgu Carmona í úrslitaleiknum. Rubiales hefur alltaf staðið þétt við bakið á hinum umdeilda Vilda, meðal annars eftir að fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og sagt að hann hafi haft slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Aðeins örfáir af leikmönnunum fimmtán sem sendu bréfið voru í heimsmeistaraliði Spánar.
Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spánn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. 22. ágúst 2023 14:01 Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Sjá meira
Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. 22. ágúst 2023 14:01
Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00