Greenwood yfirgefur United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2023 14:14 Manchester United v West Ham United - Premier League MANCHESTER, ENGLAND - JANUARY 22: Mason Greenwood of Manchester United battles for possession with Jarrod Bowen of West Ham United during the Premier League match between Manchester United and West Ham United at Old Trafford on January 22, 2022 in Manchester, England. (Photo by Naomi Baker/Getty Images) Mason Greenwood er á förum frá Manchester United. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli Greenwoods en henni er nú lokið. Samkvæmt fyrstu fregnum ætlaði United að gefa Greenwood grænt ljós á að snúa aftur en það mæltist illa fyrir, bæði innan félagsins og í bresku samfélagi. Svo virðist því sem United hafi snúist hugur. Í tilkynningunni sem United sendi frá sér í dag kemur fram að þrátt fyrir að allar ákærur á hendur Greenwood hafi verið látnar niður falla sé best fyrir alla aðila að hann haldi ferli sínum áfram annars staðar. „Miðað við þau sönnunargögn sem við höfum undir höndum teljum við að efnið sem birtist á samfélagsmiðlum gefi ekki rétta mynd af því sem gerðist og Mason framdi ekki þau brot sem hann var sakaður um. Að því sögðu viðurkennir Mason að hann gerði mistök sem hann tekur ábyrgð á núna,“ segir í yfirlýsingunni. Club statement.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) August 21, 2023 „Allir hlutaðeigandi, þar á meðal Mason, átta sig á því hversu erfitt það er fyrir hann að halda ferli sínum hjá Manchester United áfram. Því höfum við ákveðið í sameiningu að það sé farsælast fyrir hann að yfirgefa Old Trafford og við aðstoðum hann við það.“ Greenwood lék alls 129 leiki fyrir United og skoraði 35 mörk. Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Sjá meira
Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli Greenwoods en henni er nú lokið. Samkvæmt fyrstu fregnum ætlaði United að gefa Greenwood grænt ljós á að snúa aftur en það mæltist illa fyrir, bæði innan félagsins og í bresku samfélagi. Svo virðist því sem United hafi snúist hugur. Í tilkynningunni sem United sendi frá sér í dag kemur fram að þrátt fyrir að allar ákærur á hendur Greenwood hafi verið látnar niður falla sé best fyrir alla aðila að hann haldi ferli sínum áfram annars staðar. „Miðað við þau sönnunargögn sem við höfum undir höndum teljum við að efnið sem birtist á samfélagsmiðlum gefi ekki rétta mynd af því sem gerðist og Mason framdi ekki þau brot sem hann var sakaður um. Að því sögðu viðurkennir Mason að hann gerði mistök sem hann tekur ábyrgð á núna,“ segir í yfirlýsingunni. Club statement.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) August 21, 2023 „Allir hlutaðeigandi, þar á meðal Mason, átta sig á því hversu erfitt það er fyrir hann að halda ferli sínum hjá Manchester United áfram. Því höfum við ákveðið í sameiningu að það sé farsælast fyrir hann að yfirgefa Old Trafford og við aðstoðum hann við það.“ Greenwood lék alls 129 leiki fyrir United og skoraði 35 mörk.
Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Sjá meira