Hörður Björgvin og félagar áfram í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 22:06 Hörður Björgvin Magnússon í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Robbie Jay Barratt Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í gríska liðinu Panathinaikos eru komnir í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa lagt Marseille að velli eftir vítaspyrnukeppni. Panathinaikos vann fyrri leikinn í Grikklandi 1-0 og var því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins. Forysta liðsins var hins vegar á bak og burt strax á 2. mínútu í kvöld þegar liðin mættust í Marseille. Pierre-Emerick Aubameyang, sem gekk í raðir franska félagsins í sumar, skoraði þá eftir sendingu Ismaila Sarr. Aubameyang kom Marseille svo 2-0 yfir með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Staðan 2-0 í hálfleik og virtust það ætla að verða lokatölur. Þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma fengu gestirnir vítaspyrnu. Fotis Ioannidis fór á punktinn og minnkaði muninn í 2-1. Staðan samanlagt því 2-2 og því þurfti að framlengja eftir að flautað var til loka venjulegs leiktíma. Heimamenn héldu að þeir hefðu komist yfir á 110. mínútu en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af vegna rangstöðu. Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn og eiga enn möguleika á að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá gestunum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingalið FC Kaupmannahafnar áfram eftir vítaspyrnukeppni Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekk FC Kaupmannahafnar þegar liðið tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn var vægast sagt naumur en einvígi FCK og Sparta Prag frá Tékklandi réðst í vítaspyrnukeppni. 15. ágúst 2023 20:30 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Panathinaikos vann fyrri leikinn í Grikklandi 1-0 og var því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins. Forysta liðsins var hins vegar á bak og burt strax á 2. mínútu í kvöld þegar liðin mættust í Marseille. Pierre-Emerick Aubameyang, sem gekk í raðir franska félagsins í sumar, skoraði þá eftir sendingu Ismaila Sarr. Aubameyang kom Marseille svo 2-0 yfir með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Staðan 2-0 í hálfleik og virtust það ætla að verða lokatölur. Þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma fengu gestirnir vítaspyrnu. Fotis Ioannidis fór á punktinn og minnkaði muninn í 2-1. Staðan samanlagt því 2-2 og því þurfti að framlengja eftir að flautað var til loka venjulegs leiktíma. Heimamenn héldu að þeir hefðu komist yfir á 110. mínútu en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af vegna rangstöðu. Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn og eiga enn möguleika á að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá gestunum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingalið FC Kaupmannahafnar áfram eftir vítaspyrnukeppni Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekk FC Kaupmannahafnar þegar liðið tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn var vægast sagt naumur en einvígi FCK og Sparta Prag frá Tékklandi réðst í vítaspyrnukeppni. 15. ágúst 2023 20:30 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Íslendingalið FC Kaupmannahafnar áfram eftir vítaspyrnukeppni Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekk FC Kaupmannahafnar þegar liðið tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn var vægast sagt naumur en einvígi FCK og Sparta Prag frá Tékklandi réðst í vítaspyrnukeppni. 15. ágúst 2023 20:30