„Liðið var mjög meðvitað um hvað væri í húfi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. ágúst 2023 20:17 Guðni Eiríksson gat ekki verið neitt annað en sáttur eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var eðlilega kampakátur eftir 3-1 sigur liðsins gegn Selfyssingum í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að siurinn hafi í raun aldrei verið í hættu eftir að FH-ingar bættu öðru og þriðja markinu við eftir rúmlega hálftíma leik. „Ég er alveg sammála því. Við lokuðum leiknum í fyrri hálfleik með frábærri frammistöðu og þetta var verðskuldaður sigur hjá FH-liðinu í dag,“ sagði Guðni að leik loknum. Með sigrinum tryggði FH sér sæti í efri hluta deildarinnar þegar henni verður skipt upp eftir tæpar tvær vikur, en fyrir leik hafði Guðni einmitt orð á því að það væri gulrótin sem liðið væri að eltast við í kvöld. „Algjörlega, og liðið var mjög meðvitað um það hvað væri í húfi. Það voru líka fleiri gulrætur í boði því FH-liðið hefur ekki safnað svona mörgum stigum áður, þannig að það er líka jákvætt. Þannig að það var fullt af gulrótum og liðið vildi svo sannarlega sækja þessi þrjú stig.“ „Ég er heilt yfir mjög sáttur með uppleggið og eins sáttur með frammistöðu leikmanna.“ FH-ingar hafa nú safnað 25 stigum þegar enn eru tvær umferðir í að deildinni verði skipt upp, en Guðni segist ekki hafa verið að horfa í einhvern ákveðinn stigafjölda áður en mótið hófst. „Við vorum ekki að horfa beint í stigin, heldur vorum við að horfa í að enda í topp sex. Að það skuli vera komið í hús þegar tvær umferðir eru eftir er bara frábært.“ FH-ingar taka á móti Stjörnunni næstkomandi sunnudag í 17. umferð Bestu-deildarinnar og býst Guðni við hörkuleik þar. „Það var hörkuleikur á móti Stjörnunni síðast og ég á ekki von á neinu öðru en að sama verði uppi á teningnum um helgina. FH-liðið mætir vel gírað í þann leik.“ Besta deild kvenna FH UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 1-3 | Nýliðarnir tryggðu sæti í efri hlutanum FH-ingar, nýliðar Bestu-deildar kvenna, tryggðu sér sæti í efri hluta deildarinnar er liðið vann öruggan 3-1 útisigur á Selfossi í kvöld. Gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleik og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. 15. ágúst 2023 19:52 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
„Ég er alveg sammála því. Við lokuðum leiknum í fyrri hálfleik með frábærri frammistöðu og þetta var verðskuldaður sigur hjá FH-liðinu í dag,“ sagði Guðni að leik loknum. Með sigrinum tryggði FH sér sæti í efri hluta deildarinnar þegar henni verður skipt upp eftir tæpar tvær vikur, en fyrir leik hafði Guðni einmitt orð á því að það væri gulrótin sem liðið væri að eltast við í kvöld. „Algjörlega, og liðið var mjög meðvitað um það hvað væri í húfi. Það voru líka fleiri gulrætur í boði því FH-liðið hefur ekki safnað svona mörgum stigum áður, þannig að það er líka jákvætt. Þannig að það var fullt af gulrótum og liðið vildi svo sannarlega sækja þessi þrjú stig.“ „Ég er heilt yfir mjög sáttur með uppleggið og eins sáttur með frammistöðu leikmanna.“ FH-ingar hafa nú safnað 25 stigum þegar enn eru tvær umferðir í að deildinni verði skipt upp, en Guðni segist ekki hafa verið að horfa í einhvern ákveðinn stigafjölda áður en mótið hófst. „Við vorum ekki að horfa beint í stigin, heldur vorum við að horfa í að enda í topp sex. Að það skuli vera komið í hús þegar tvær umferðir eru eftir er bara frábært.“ FH-ingar taka á móti Stjörnunni næstkomandi sunnudag í 17. umferð Bestu-deildarinnar og býst Guðni við hörkuleik þar. „Það var hörkuleikur á móti Stjörnunni síðast og ég á ekki von á neinu öðru en að sama verði uppi á teningnum um helgina. FH-liðið mætir vel gírað í þann leik.“
Besta deild kvenna FH UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 1-3 | Nýliðarnir tryggðu sæti í efri hlutanum FH-ingar, nýliðar Bestu-deildar kvenna, tryggðu sér sæti í efri hluta deildarinnar er liðið vann öruggan 3-1 útisigur á Selfossi í kvöld. Gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleik og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. 15. ágúst 2023 19:52 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - FH 1-3 | Nýliðarnir tryggðu sæti í efri hlutanum FH-ingar, nýliðar Bestu-deildar kvenna, tryggðu sér sæti í efri hluta deildarinnar er liðið vann öruggan 3-1 útisigur á Selfossi í kvöld. Gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleik og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. 15. ágúst 2023 19:52