„Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2023 19:54 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. Greint var frá því í dag að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra skoði nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. Guðrún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag og tók þar fyrir að um væri að ræða fínna orð yfir flóttamannabúðir en sagði þó að íbúar úrræðisins myndu væntanlega búa við skert ferðafrelsi að einhverju leyti. Þekkist alls staðar í nágrannalöndum Guðrún segir að það sé skylda samkvæmt Brussel-samningnum um Schengen-samstarfið, sem Ísland á aðild að, að halda úti lokuðu búsetuúrræði. „Við erum eina landið í þessu samstarfi sem uppfyllir ekki þetta skilyrði. Þar með erum við að veikja samstarfið og þátttöku okkar innan Schengen samstarfsins.“ Fólk dvelji jafnvel í nokkur ár Hún segir að ekki sé búið að útfæra hvernig búsetuúrræðið verður takmarkað en segir þó að væntanlega verði íbúar þess sviptir ferðafrelsi að einhverju leyti. Þar nefnir hún til dæmis hugmyndir um að fólk þurfi að melda sig við brottför á morgnanna og heimkomu á kvöldin. „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi, það er hér í ólögmætri dvöl,“ segir Guðrún. En hvað getur fólk verið lengi í slíku úrræði? „Það eru dæmi um það í löndunum í kringum okkur að fólk hefur verið töluvert lengi, jafnvel nokkur ár og nágrannaþjóðir okkar allar eru með svona úrræði. Nágrannaþjóðir okkar allar, og þá er ég að tala um Norðurlöndin, eru sömuleiðis öll með svona þjónustuskerðingar eins og við erum hér að taka upp og við erum ekki að gera neitt annað hér núna, íslensk stjórnvöld, en að samræma okkar útlendingalög því sem er að gerast í nágrannalöndunum og löndunum í kringum okkur.“ Viðtal við Guðrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Greint var frá því í dag að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra skoði nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. Guðrún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag og tók þar fyrir að um væri að ræða fínna orð yfir flóttamannabúðir en sagði þó að íbúar úrræðisins myndu væntanlega búa við skert ferðafrelsi að einhverju leyti. Þekkist alls staðar í nágrannalöndum Guðrún segir að það sé skylda samkvæmt Brussel-samningnum um Schengen-samstarfið, sem Ísland á aðild að, að halda úti lokuðu búsetuúrræði. „Við erum eina landið í þessu samstarfi sem uppfyllir ekki þetta skilyrði. Þar með erum við að veikja samstarfið og þátttöku okkar innan Schengen samstarfsins.“ Fólk dvelji jafnvel í nokkur ár Hún segir að ekki sé búið að útfæra hvernig búsetuúrræðið verður takmarkað en segir þó að væntanlega verði íbúar þess sviptir ferðafrelsi að einhverju leyti. Þar nefnir hún til dæmis hugmyndir um að fólk þurfi að melda sig við brottför á morgnanna og heimkomu á kvöldin. „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi, það er hér í ólögmætri dvöl,“ segir Guðrún. En hvað getur fólk verið lengi í slíku úrræði? „Það eru dæmi um það í löndunum í kringum okkur að fólk hefur verið töluvert lengi, jafnvel nokkur ár og nágrannaþjóðir okkar allar eru með svona úrræði. Nágrannaþjóðir okkar allar, og þá er ég að tala um Norðurlöndin, eru sömuleiðis öll með svona þjónustuskerðingar eins og við erum hér að taka upp og við erum ekki að gera neitt annað hér núna, íslensk stjórnvöld, en að samræma okkar útlendingalög því sem er að gerast í nágrannalöndunum og löndunum í kringum okkur.“ Viðtal við Guðrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00
Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19
„Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13