Það er því fátt sem stendur í vegi fyrir því að enski landsliðsfyrirliðinni spili í þýsku deildinni í vetur.
BREAKING: Harry Kane will be flying to Munich today for Bayern medical pic.twitter.com/15096IKX35
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 11, 2023
Tottenham samþykkti í gær tilboð Bayern München í stærstu stjörnu liðsins og seint í gærkvöldi fréttist af því að Kane vildi fara. Fyrr um daginn voru uppi einhverjar efasemdir um það en við lok dags kom annað í ljós.
Bayern borgar meira en hundrað milljónir evra fyrir þennan þrítuga framherja en hann átti eftir eitt ár af samningi sínum við Tottenham.
Kane hefur enn ekki unnið titil með Tottenham en hann er orðinn annar markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Kane hefur skorað 213 mörk í 320 leikjum með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Met Alan Shearer er 260 mörk og ætti núna að vera hólpið þar sem Kane er að yfirgefa deildina.
Harry Kane to FC Bayern, here we go! Deal completed between all parties as Kane has given final green light
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2023
Tottenham to receive 100m fixed fee plus add-ons up to 20m package.
Kane will sign a four year deal, he ll fly to Germany today.
Medical booked. Done deal. pic.twitter.com/iervbXzkwt