Rauði krossinn sekur um kynbundna mismunun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2023 07:18 Konan og maðurinn störfuðu bæði sem lögfræðingar hjá RKÍ. Vísir/Andri Marinó Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rauði kross Íslands hafi brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar laun karls sem starfaði hjá samtökunum hækkuðu umfram laun konu sem sinnti áþekkum störfum. Fjallað er um málið í úrskurði sem hefur verið birtur á vefsíðu kærunefndarinnar en svo virðist sem Rauði krossinn hafi að lokum viðurkennt að hafa gert mistök við ákvörðun launa starfsfólksins, á sama tíma og forsvarsmenn hans neita að rekja megi launamuninn til kyns. Konan sem sótti málið hóf störf hjá RKÍ í lok september 2020, um það bil mánuði áður en karlinn. Hún var fyrst á hærri launum en maðurinn en að fjórum mánuðum liðnum voru laun hans hækkuð umfram laun konunnar. RKÍ hafði gert ráðningarsamning við manninn þar sem kveðið var á um endurskoðun launa en RKÍ hélt því meðal annars fram að sambærilegt ákvæði væri ekki að finna í ráðningarsamningi konunnar, jafnvel þótt svo virðist sem minnst sé á endurskoðun launa í drögum sem konan lagði fram. Launahækkun mannsins leiddi til þess að hann fékk hærri laun, sem nam 40 þúsund krónum á mánuði, en konan í átta mánuði. Þegar upp komst um launamunin voru laun konunnar hækkuð til samræmis en ekki afturvirkt. Konan hélt því fram að launamunurinn hefði ekki verið málefnalegur og benti meðal annars á að yfirmenn hefðu í fyrstu viðurkennt mistökin og beðist afsökunar. Þegar hún hefði farið fram á formleg svör hefðu viðbrögðin hins vegar breyst og því verið haldið fram að engin mistök hefðu átt sér stað heldur hefði karlinn verðskuldað hækkunina en ekki konan. Þá bendir hún á að eftir að málið komst upp hefðu öll laun verið yfirfarin og hennar hækkuð. Konan segir afstöðu RKÍ þversagnakennda og ekki annað séð en að forsvarsmenn samtakanna hafi reynt að „fría sig ábyrgð á brotum sínum með eftiráskýringum þegar háttsemi kærða var kærð til kærunefndar jafnréttismála“. Hvað varðar sjónarmið RKÍ þá virðast þau sannarlega nokkuð þversagnarkennd, þar sem samtökin viðurkenna að mistök hafi verið gerð en halda því á sama tíma fram að launamismunurinn hafi ekki verið kynbundinn. Segir meðal annars að RKÍ hafi sent konunni bréf þar sem fram kemur að það hafi ekki verið ætlunin að mismuna milli hennar og samstarfsmanns hennar en einnig að málefnalegar ástæður hafi legið að baki mismuninum. Þá kemur fram að samið var við manninn við ráðningu um endurskoðun launa en dregið í efa að sambærilegt ákvæði hafi verið að finna í ráðningarsamningi konunnar. Þá væri það starfsmanna að óska eftir launhækkunum. RKÍ óskaði eftir frávísun málsins þar sem búið var að gera upp við konuna en kærunefndin hafnaði því. „Áður er rakið að kærði hafi viðurkennt mistök við greiðslu launa til kæranda, hækkað laun hennar til samræmis við laun karlkyns samstarfsmannsins sem gegndi sama starfi og kærandi hjá kærða þegar upp komst um launamuninn, greitt henni fjárhæð sem að hans sögn var sú fjárhæð sem nemi launamuninum afturvirkt, jafnframt að hafa sent henni skriflega afsökunarbeiðni og staðfest að hann muni læra af reynslunni. Af gögnum málsins og umsögnum kærða má afdráttarlaust ráða að hann hafi ekki talið unnt að réttlæta á hlutlægan og málefnalegan hátt umræddan launamun, þ.m.t. þá ákvörðun að endurskoða laun karlkyns starfsmanns með öðrum hætti en laun kæranda. Í samræmi við það verður ekki hjá því komist að telja að kærði hafi gerst brotlegur við 1. mgr. 18. gr. laga nr. 150/2020, sbr. 6. gr. sömu laga,“ segir í úrskurði nefndarinnar. RKÍ hafi þannig mismunað á grundvelli kyns. Jafnréttismál Kjaramál Félagasamtök Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Fjallað er um málið í úrskurði sem hefur verið birtur á vefsíðu kærunefndarinnar en svo virðist sem Rauði krossinn hafi að lokum viðurkennt að hafa gert mistök við ákvörðun launa starfsfólksins, á sama tíma og forsvarsmenn hans neita að rekja megi launamuninn til kyns. Konan sem sótti málið hóf störf hjá RKÍ í lok september 2020, um það bil mánuði áður en karlinn. Hún var fyrst á hærri launum en maðurinn en að fjórum mánuðum liðnum voru laun hans hækkuð umfram laun konunnar. RKÍ hafði gert ráðningarsamning við manninn þar sem kveðið var á um endurskoðun launa en RKÍ hélt því meðal annars fram að sambærilegt ákvæði væri ekki að finna í ráðningarsamningi konunnar, jafnvel þótt svo virðist sem minnst sé á endurskoðun launa í drögum sem konan lagði fram. Launahækkun mannsins leiddi til þess að hann fékk hærri laun, sem nam 40 þúsund krónum á mánuði, en konan í átta mánuði. Þegar upp komst um launamunin voru laun konunnar hækkuð til samræmis en ekki afturvirkt. Konan hélt því fram að launamunurinn hefði ekki verið málefnalegur og benti meðal annars á að yfirmenn hefðu í fyrstu viðurkennt mistökin og beðist afsökunar. Þegar hún hefði farið fram á formleg svör hefðu viðbrögðin hins vegar breyst og því verið haldið fram að engin mistök hefðu átt sér stað heldur hefði karlinn verðskuldað hækkunina en ekki konan. Þá bendir hún á að eftir að málið komst upp hefðu öll laun verið yfirfarin og hennar hækkuð. Konan segir afstöðu RKÍ þversagnakennda og ekki annað séð en að forsvarsmenn samtakanna hafi reynt að „fría sig ábyrgð á brotum sínum með eftiráskýringum þegar háttsemi kærða var kærð til kærunefndar jafnréttismála“. Hvað varðar sjónarmið RKÍ þá virðast þau sannarlega nokkuð þversagnarkennd, þar sem samtökin viðurkenna að mistök hafi verið gerð en halda því á sama tíma fram að launamismunurinn hafi ekki verið kynbundinn. Segir meðal annars að RKÍ hafi sent konunni bréf þar sem fram kemur að það hafi ekki verið ætlunin að mismuna milli hennar og samstarfsmanns hennar en einnig að málefnalegar ástæður hafi legið að baki mismuninum. Þá kemur fram að samið var við manninn við ráðningu um endurskoðun launa en dregið í efa að sambærilegt ákvæði hafi verið að finna í ráðningarsamningi konunnar. Þá væri það starfsmanna að óska eftir launhækkunum. RKÍ óskaði eftir frávísun málsins þar sem búið var að gera upp við konuna en kærunefndin hafnaði því. „Áður er rakið að kærði hafi viðurkennt mistök við greiðslu launa til kæranda, hækkað laun hennar til samræmis við laun karlkyns samstarfsmannsins sem gegndi sama starfi og kærandi hjá kærða þegar upp komst um launamuninn, greitt henni fjárhæð sem að hans sögn var sú fjárhæð sem nemi launamuninum afturvirkt, jafnframt að hafa sent henni skriflega afsökunarbeiðni og staðfest að hann muni læra af reynslunni. Af gögnum málsins og umsögnum kærða má afdráttarlaust ráða að hann hafi ekki talið unnt að réttlæta á hlutlægan og málefnalegan hátt umræddan launamun, þ.m.t. þá ákvörðun að endurskoða laun karlkyns starfsmanns með öðrum hætti en laun kæranda. Í samræmi við það verður ekki hjá því komist að telja að kærði hafi gerst brotlegur við 1. mgr. 18. gr. laga nr. 150/2020, sbr. 6. gr. sömu laga,“ segir í úrskurði nefndarinnar. RKÍ hafi þannig mismunað á grundvelli kyns.
Jafnréttismál Kjaramál Félagasamtök Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira