Frá þessu greinir til að mynda Sky Sports í Englandi og Þýskalandi. Þýski miðillinn segir að eftir samningafundi forráðamanna félaganna í Lundúnum í vikunni sjái nú fyrir endann á félagaskiptasögunni, en ekki sé enn ljóst hvort að félögin nái saman um kaupverð.
Excl. News #Kane: Bayern has submitted a new offer of more than 100m now - with bonus payments included
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) August 4, 2023
Bayern bosses expect an answer in the hours! #COYS@SkySportDE pic.twitter.com/PfKdQdiYdX
Bayern sé þó tilbúið að gera Kane að dýrasta leikmanni í sögu þýsku 1. deildarinnar í fótbolta en ekki sé eins víst að Tottenham samþykki 100 milljóna evra tilboðið.
Bayern want and expect Tottenham to decide today about Harry Kane deal, as reported earlier. The position is clear on Bayern side: make or break after new, improved bid.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 4, 2023
Bayern already has green light from Kane but deal only depends on Daniel Levy now. pic.twitter.com/66GXPAjygh
Enska blaðið Telegraph segir að Bayern hafi gefið Tottenham frest til miðnættis til að samþykkja tilboðið en samkvæmt Sky í Þýskalandi er það ekki alveg svo að um afarkosti sé að ræða og að málið sé úr sögunni kjósi Tottenham að hafna tilboðinu.
Kane, sem er þrítugur, á eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Hann er sagður þegar búinn að samþykkja að ganga til liðs við Bayern svo að málið snýst aðeins um það hvort að Daniel Levy og félagar hjá Tottenham samþykkja tilboð þýsku meistaranna.