Barðist við tvær mjög sterkar taugar: „Glaður að þetta sé frá“ Aron Guðmundsson skrifar 3. ágúst 2023 19:00 Feðgarnir saman eftir leik Vísir/Getty Tvær mjög sterkar taugar tókust á hjá Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabiks, sem horfði upp á son sinn Orra skora þrennu fyrir FC Kaupmannahöfn í viðureign liðanna í Meistaradeildinni í gær. Segja má að Orri hafi gert endanlega út um vonir föður síns og Breiðabliks um sæti í næstu umferð Meistaradeildarinnar en þessi efnilegi knattspyrnumaður fór á kostum í leik sem var hans fyrsti í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar í Meistaradeild Evrópu. „Ég er bara þjálfari Breiðabliks í leiknum og næ ekki að njóta þess að sonur minn sé að spila vel.“ „Fyrir það fyrsta myndi ég ekki óska mínum versta óvini þess að vera í þessari stöðu, að spila á móti barninu sínu. Mér fannst það allavegana mjög óþægilegt. En úr því sem komið var þá held ég að ef einhver hefði átt að skora þrennu í leiknum, þá var það besta sem gat gerst að það yrði Orri. Hann spilaði frábærlega í þessum leik og sem faðir er ég mjög stoltur af honum en sem þjálfari Breiðabliks hafði ég rosalega lítinn smekk fyrir því þegar að hann var að pakka mönnum saman þarna.“ Hat trick hero, Orri Óskarsson fór á kostum í liði FC KaupmannahafnarVísir/Getty „Það var bara skrítið að upplifa þetta því í svona aðstæðum takast á tvær mjög sterkar taugar. Annars vegar er maður þarna með liðið sem maður hefur sett sál sína í, leikmenn sem að maður brennur fyrir og er tilbúinn að vaða eld og brennistein fyrir og hefur gríðarlega trú á. Og hins vegar er maður þarna að sjá son sinn, sem maður er búinn að ala upp og er manns eigið hold og blóð og ber gríðarlega sterkar tilfinningar til. Þetta er bara skrýtið og ég er glaður að þetta sé frá. Eftiráhyggja er ég bara gríðarlega stoltur af honum. Það er frábært fyrir hann að hafa náð þessu gegnumbroti og koma sér með þessum hætti á kortið. Nú þarf hann bara að halda augnablikinu gangandi.“ Inntur eftir svörum við því hvernig tilfinningar börðust um innra með honum þegar að Orri skoraði fyrsta mark sitt í leiknum, undir lok fyrri hálfleiks og kom FC Kaupmannahöfn í stöðuna 4-1, hafði Óskar Hrafn þetta að segja: „Fyrsta tilfinning var sú að maður fann fyrir svekkelsi. Í því mómenti er leikurinn punkteraður og staðan orðin 4-1 í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Svo er það ekkert fyrr en eftir leikinn sem maður nær að vinna úr því. Ég er bara þjálfari Breiðabliks í leiknum og næ ekki að njóta þess að sonur minn sé að spila vel fyrr en bara að maður gerir þetta einhvern veginn upp eftir leik. Skrýtin tilfinning.“ Hefði verið svo auðvelt að leggjast niður Þrátt fyrir tap í gær er margt í leik Breiðabliks sem lofaði góðu, sér í lagi á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins að sögn Óskars. „Frammistaðan horfir þannig við mér að fyrstu þrjátíu mínútur leiksins eru sennilega þær bestu sem liðið hefur sýnt undir minni stjórn frá því að ég kom til Breiðabliks. Við stjórnuðum leiknum algjörlega.“ Jason Daði Svanþórsson kom Breiðabliki yfir með glæsilegu marki á 9.mínútu en á fjögurra mínútna kafla á síðasta stundarfjórðungi fyrri hálfleiks svöruðu leikmenn FC Kaupmannahafnar með þremur mörkum. Leikmenn Breiðabliks fagna marki Jasonar Daða í gærVísir/Getty „Um leið og þeir ná inn marki rembumst við of mikið við að ná aftur yfirhöndinni í leiknum og það fer með okkur. Leikurinn klárast í raun og veru á þessum síðasta stundarfjórðungi fyrri hálfleiks og seinni hálfleikurinn litast af því að við erum að elta leikinn.“ Leiknum lauk með 6-3 sigri FC Kaupmannahafnar og samanlögðum 8-3 sigri liðsins í einvíginu. Óskar Hrafn er stoltur af frammistöðu sinna leikmanna í leik gærkvöldsins, stoltur af þeim fyrir að hafa ekki gefist upp. „Að þeir hafi ekki hætt og sýnt styrk og hugrekki til þess að halda áfram. Það hefði verið svo auðvelt að leggjast niður. Þetta er eitthvað sem við tökum með okkur í næsta verkefni.“ Besti hálftími liðsins, sem varð á síðasta tímabili Íslandsmeistari, undir stjórn Óskars Hrafns. Hvað er það sem gerir þennan kafla að þeim besta? „Manni líður bara eins og það sem við lögðum upp með hafi gengið fullkomlega upp. Það sem að við höfðum séð af FC Kaupmannahöfn, það sem að við komum með að borðinu. Við stoppuðum þá í því að reyna byggja upp sóknir, við slitum þá í sundur þegar að þeir voru með boltann og náðum að spila í gegnum þá. Við náum einnig, í nokkur skipti, að vinna boltann á hættulegum stöðum en vorum þá ekki nógu clinical í því að nýta þau færi.“ „Orkan var mikil, það fór gríðarleg orka í þennan fyrsta hálftíma leiksins. Við pressuðum þá hátt, stigum mjög hátt á þá. En að einhverju leiti gerði það okkur erfitt fyrir að koma til baka þegar að við fáum þetta högg á okkur. Ef við lítum á þetta með heildstæðum augum þá er það góða í þessu sú staðreynd að við komumst yfir og í þrjátíu mínútur var þetta alvöru leikur. Við fengum tækifæri eða tvö til þess að komast í stöðuna 2-0 og koma þeim verulega úr jafnvægi.“ Í þessu liði FC Kaupmannahafnar búi hins vegar mikil einstaklingsgæði. Liðið geti einnig refsað andstæðingum sínum taki þeir eina vonda ákvörðun. „Það, ásamt því að við vorum ekki nægilega skynsamir þegar að við fáum á okkur fyrsta höggið, fór með okkur.“ Evrópudeildin tekur við Þátttöku Blika í Evrópukeppni er hins vegar ekki lokið. Liðið færist niður í undankeppni Evrópudeildarinnar og á fyrir höndum einvígi gegn Zrinjski Mostar frá Bosníu „Það er auðvitað bara mjög erfiður andstæðingur. Þetta er öflugt lið sem gerði jafntefli við Slovan Bratislava á útivelli á dögunum. Svo mun það reyna á okkur að fara til Bosníu, krefjandi aðstæður sem bíða okkar þar.“ Evrópuævintýri Blika heldur áfram þrátt fyrir tap í KöbenVísir/Getty „Við munum þurfa að eiga okkar allra bestu leiki til þess að fara í gegnum það einvígi. Þetta er lið sem er mjög sterkt varnarlega og gefur fá færi á sér, eru með leikmenn sem búa yfir miklum einstaklingsgæðum. Lið sem hefur pakkað bosnísku deildinni saman núna tvö ár í röð. Það er erfitt verkefni fyrir höndum en verkefni sem við eigum góða möguleika á að fá eitthvað út úr ef við spilum vel. Við í þjálfarateyminu byrjum á því í dag eða á morgun að skoða þá í þaula ásamt því að undirbúa okkur fyrir komandi leik gegn KR á sunnudaginn. Við þurfum að einbeita okkur að KR því þar er á ferðinni gott lið.“ Upplifa miklar andstæður næstu daga Skammt stórra högga á milli hjá Íslandsmeisturunum. Hvernig er næstu dögum fram að leik háttað hjá ykkur, hvað þurfið þið að passa upp á? „Við þurfum að halda mönnum ferskum og reyna að fá þá til að endurstilla hausinn. Það eru miklar andstæður í þessu líkt og þeir, sem hafa spilað stóra Evrópuleiki þekkja. Við erum að spila fyrir framan 20 þúsund áhorfendur á Parken í gær og spilum svo næst á sunnudegi um Verslunarmannahelgi á móti KR klukkan tvö þar sem að ég geri ráð fyrir að verði ekki fleiri en svona 180 manns á vellinum. Þetta snýst því að stærstum hluta um að núllstilla menn.“ Stemningin á Parken í gærkvöldi var mögnuðVísir/Getty Mikil viðbrigði að fara frá Parken yfir á Kópavogsvöll, með fullri virðingu fyrir þeim velli, bara í ljósi fjölda áhorfenda meðal annars. „Já og líka bara hvað varðar umgjörð og mómentið. En það er engin afsökun, þetta er íslenska deildin sem við þekkjum, erum vanir og brennum fyrir líka. Þetta verður ekkert vandamál en þó hægara sagt en gert að núllstilla sig og setja sig í þennan gír. Við verðum klárir á sunnudaginn.“ Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Segja má að Orri hafi gert endanlega út um vonir föður síns og Breiðabliks um sæti í næstu umferð Meistaradeildarinnar en þessi efnilegi knattspyrnumaður fór á kostum í leik sem var hans fyrsti í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar í Meistaradeild Evrópu. „Ég er bara þjálfari Breiðabliks í leiknum og næ ekki að njóta þess að sonur minn sé að spila vel.“ „Fyrir það fyrsta myndi ég ekki óska mínum versta óvini þess að vera í þessari stöðu, að spila á móti barninu sínu. Mér fannst það allavegana mjög óþægilegt. En úr því sem komið var þá held ég að ef einhver hefði átt að skora þrennu í leiknum, þá var það besta sem gat gerst að það yrði Orri. Hann spilaði frábærlega í þessum leik og sem faðir er ég mjög stoltur af honum en sem þjálfari Breiðabliks hafði ég rosalega lítinn smekk fyrir því þegar að hann var að pakka mönnum saman þarna.“ Hat trick hero, Orri Óskarsson fór á kostum í liði FC KaupmannahafnarVísir/Getty „Það var bara skrítið að upplifa þetta því í svona aðstæðum takast á tvær mjög sterkar taugar. Annars vegar er maður þarna með liðið sem maður hefur sett sál sína í, leikmenn sem að maður brennur fyrir og er tilbúinn að vaða eld og brennistein fyrir og hefur gríðarlega trú á. Og hins vegar er maður þarna að sjá son sinn, sem maður er búinn að ala upp og er manns eigið hold og blóð og ber gríðarlega sterkar tilfinningar til. Þetta er bara skrýtið og ég er glaður að þetta sé frá. Eftiráhyggja er ég bara gríðarlega stoltur af honum. Það er frábært fyrir hann að hafa náð þessu gegnumbroti og koma sér með þessum hætti á kortið. Nú þarf hann bara að halda augnablikinu gangandi.“ Inntur eftir svörum við því hvernig tilfinningar börðust um innra með honum þegar að Orri skoraði fyrsta mark sitt í leiknum, undir lok fyrri hálfleiks og kom FC Kaupmannahöfn í stöðuna 4-1, hafði Óskar Hrafn þetta að segja: „Fyrsta tilfinning var sú að maður fann fyrir svekkelsi. Í því mómenti er leikurinn punkteraður og staðan orðin 4-1 í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Svo er það ekkert fyrr en eftir leikinn sem maður nær að vinna úr því. Ég er bara þjálfari Breiðabliks í leiknum og næ ekki að njóta þess að sonur minn sé að spila vel fyrr en bara að maður gerir þetta einhvern veginn upp eftir leik. Skrýtin tilfinning.“ Hefði verið svo auðvelt að leggjast niður Þrátt fyrir tap í gær er margt í leik Breiðabliks sem lofaði góðu, sér í lagi á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins að sögn Óskars. „Frammistaðan horfir þannig við mér að fyrstu þrjátíu mínútur leiksins eru sennilega þær bestu sem liðið hefur sýnt undir minni stjórn frá því að ég kom til Breiðabliks. Við stjórnuðum leiknum algjörlega.“ Jason Daði Svanþórsson kom Breiðabliki yfir með glæsilegu marki á 9.mínútu en á fjögurra mínútna kafla á síðasta stundarfjórðungi fyrri hálfleiks svöruðu leikmenn FC Kaupmannahafnar með þremur mörkum. Leikmenn Breiðabliks fagna marki Jasonar Daða í gærVísir/Getty „Um leið og þeir ná inn marki rembumst við of mikið við að ná aftur yfirhöndinni í leiknum og það fer með okkur. Leikurinn klárast í raun og veru á þessum síðasta stundarfjórðungi fyrri hálfleiks og seinni hálfleikurinn litast af því að við erum að elta leikinn.“ Leiknum lauk með 6-3 sigri FC Kaupmannahafnar og samanlögðum 8-3 sigri liðsins í einvíginu. Óskar Hrafn er stoltur af frammistöðu sinna leikmanna í leik gærkvöldsins, stoltur af þeim fyrir að hafa ekki gefist upp. „Að þeir hafi ekki hætt og sýnt styrk og hugrekki til þess að halda áfram. Það hefði verið svo auðvelt að leggjast niður. Þetta er eitthvað sem við tökum með okkur í næsta verkefni.“ Besti hálftími liðsins, sem varð á síðasta tímabili Íslandsmeistari, undir stjórn Óskars Hrafns. Hvað er það sem gerir þennan kafla að þeim besta? „Manni líður bara eins og það sem við lögðum upp með hafi gengið fullkomlega upp. Það sem að við höfðum séð af FC Kaupmannahöfn, það sem að við komum með að borðinu. Við stoppuðum þá í því að reyna byggja upp sóknir, við slitum þá í sundur þegar að þeir voru með boltann og náðum að spila í gegnum þá. Við náum einnig, í nokkur skipti, að vinna boltann á hættulegum stöðum en vorum þá ekki nógu clinical í því að nýta þau færi.“ „Orkan var mikil, það fór gríðarleg orka í þennan fyrsta hálftíma leiksins. Við pressuðum þá hátt, stigum mjög hátt á þá. En að einhverju leiti gerði það okkur erfitt fyrir að koma til baka þegar að við fáum þetta högg á okkur. Ef við lítum á þetta með heildstæðum augum þá er það góða í þessu sú staðreynd að við komumst yfir og í þrjátíu mínútur var þetta alvöru leikur. Við fengum tækifæri eða tvö til þess að komast í stöðuna 2-0 og koma þeim verulega úr jafnvægi.“ Í þessu liði FC Kaupmannahafnar búi hins vegar mikil einstaklingsgæði. Liðið geti einnig refsað andstæðingum sínum taki þeir eina vonda ákvörðun. „Það, ásamt því að við vorum ekki nægilega skynsamir þegar að við fáum á okkur fyrsta höggið, fór með okkur.“ Evrópudeildin tekur við Þátttöku Blika í Evrópukeppni er hins vegar ekki lokið. Liðið færist niður í undankeppni Evrópudeildarinnar og á fyrir höndum einvígi gegn Zrinjski Mostar frá Bosníu „Það er auðvitað bara mjög erfiður andstæðingur. Þetta er öflugt lið sem gerði jafntefli við Slovan Bratislava á útivelli á dögunum. Svo mun það reyna á okkur að fara til Bosníu, krefjandi aðstæður sem bíða okkar þar.“ Evrópuævintýri Blika heldur áfram þrátt fyrir tap í KöbenVísir/Getty „Við munum þurfa að eiga okkar allra bestu leiki til þess að fara í gegnum það einvígi. Þetta er lið sem er mjög sterkt varnarlega og gefur fá færi á sér, eru með leikmenn sem búa yfir miklum einstaklingsgæðum. Lið sem hefur pakkað bosnísku deildinni saman núna tvö ár í röð. Það er erfitt verkefni fyrir höndum en verkefni sem við eigum góða möguleika á að fá eitthvað út úr ef við spilum vel. Við í þjálfarateyminu byrjum á því í dag eða á morgun að skoða þá í þaula ásamt því að undirbúa okkur fyrir komandi leik gegn KR á sunnudaginn. Við þurfum að einbeita okkur að KR því þar er á ferðinni gott lið.“ Upplifa miklar andstæður næstu daga Skammt stórra högga á milli hjá Íslandsmeisturunum. Hvernig er næstu dögum fram að leik háttað hjá ykkur, hvað þurfið þið að passa upp á? „Við þurfum að halda mönnum ferskum og reyna að fá þá til að endurstilla hausinn. Það eru miklar andstæður í þessu líkt og þeir, sem hafa spilað stóra Evrópuleiki þekkja. Við erum að spila fyrir framan 20 þúsund áhorfendur á Parken í gær og spilum svo næst á sunnudegi um Verslunarmannahelgi á móti KR klukkan tvö þar sem að ég geri ráð fyrir að verði ekki fleiri en svona 180 manns á vellinum. Þetta snýst því að stærstum hluta um að núllstilla menn.“ Stemningin á Parken í gærkvöldi var mögnuðVísir/Getty Mikil viðbrigði að fara frá Parken yfir á Kópavogsvöll, með fullri virðingu fyrir þeim velli, bara í ljósi fjölda áhorfenda meðal annars. „Já og líka bara hvað varðar umgjörð og mómentið. En það er engin afsökun, þetta er íslenska deildin sem við þekkjum, erum vanir og brennum fyrir líka. Þetta verður ekkert vandamál en þó hægara sagt en gert að núllstilla sig og setja sig í þennan gír. Við verðum klárir á sunnudaginn.“
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira